Fréttatíminn - 17.12.2010, Page 16

Fréttatíminn - 17.12.2010, Page 16
F ramboð fýsilegra fjárfestingarkosta hefur ekki verið upp á marga fiska frá efnahags-hruninu hér á landi haustið 2008 enda hagkerfið lokað og innlendur fjármálamarkaður bágborinn, svo ekki sé meira sagt. Hlutabréfa- markaðurinn er enn rústir einar miðað við það sem áður var og Íslendingar eru enn, tveimur árum eftir hrun, í skjóli gjaldeyrishafta og mikil óvissa ríkir um hvenær þeim verður aflétt. Inn- lánsvextir eru afar lágir og markaður með íslensk ríkisskuldabréf nánast eini virki hluti innlenda fjármálamarkaðarins. Hvert fara peningar við þessar aðstæður, hvernig eru þeir ávaxtaðir eða þeim eytt? Ein- hvern veginn verða þeir sem eiga peninga að láta þá vinna þegar raunvextir eru neikvæðir, eins og nú er. Þrátt fyrir allt – og sem betur fer – eru margir hér á landi sem eiga peninga þótt margir hafi komið laskaðir út úr hruninu. Greining Ís-  FjárFestingarkostir Hvað gera þeir sem vilja FjárFesta á bágbornum Fjármálamarkaði þegar raunvextir eru neikvæðir? Fasteignakaup eru í raun lang öruggasti fjárfestingarkosturinn sem er í boði. Fjársterkir staðgreiða fasteignir og dýra jeppa Innlánsvextir eru afar lágir og markaður með ríkisskuldabréf nánast eini virki hluti fjármálamarkaðarins. Fjársterkir aðilar virðast beina sjónum í auknum mæli að fasteigna- markaðnum og staðgreiða minni eignir. Dýrir jeppar seljast frekar en smábílar og klassísk húsgögn sem halda verðgildi sínu seljast jafnt og þétt. landsbanka hefur lagt mat sitt á íbúðamarkaðinn og greinir þar breytingu í þá veru að fjársterkir aðilar leiti í auknum mæli inn á þann markað. Fasteignamarkaður hrundi nánast hér á landi í kjölfar falls bankanna, fasteignir lækkuðu mjög í verði eða urðu jafnvel óseljanlegar með öllu, ekki síst stórar eignir. Metvelta frá hruni Velta á íbúðamarkaði hefur aukist umtalsvert að undanförnu og segja má að haustið hafi verið líf- legt, eins og Greiningin bendir á, en gerður var 281 kaupsamningur um íbúðarhúsnæði á höfuð- borgarsvæðinu í nóvember samanborið við 207 samninga í sama mánuði í fyrra og hefur velt- an því aukist um 36% milli ára. Heildarveltan í nóvember nam 7,4 milljörðum króna og var með- alupphæð hvers samnings í nóvember 26,4 millj- ónir króna. Endurspeglar það að veltan var lang- mest með íbúðir í fjölbýli. Sérfræðingar Greiningarinnar telja að lífleg fasteignasala á haustmánuðum bendi til þess að botninum sé náð á íbúðamarkaði og ekki sé langt í að viðsnúningur verði. Þeir geta metveltu í september þegar kaupsamningar voru 347 tals- ins. Þá voru samningar í október alls 296 sem var aukning um 40% frá sama mánuði fyrra árs. Samanlögð velta síðustu þriggja mánaða nam 924 samningum sem er aukning um 43% frá sama tímabili fyrra árs. Samhliða þessari auknu veltu hefur verð á íbúðum verið að hækka en sam- kvæmt mælingum Hagstofu Íslands hefur íbúða- verð á landinu öllu hækkað um 1,1% undanfarna þrjá mánuði. Fjársterkir í leit að arðvænlegum fjár- festingarkostum „Mörgum kann að þykja það skjóta skökku við að botninum sé náð á íbúðamarkaði. Hagkerf- ið hefur enn ekki náð kröftugri spyrnu, kaup- máttur heimilanna er enn laskaður, atvinnuleysi mikið og skuldastaða heimilanna slæm. Ytra um- hverfi íbúðamarkaðarins er því enn mjög hrjóstr- ugt þrátt fyrir að kaupmáttur launa hafi verið vaxandi og vextir lækkað sem hjálpar til að örva eftirspurn á markaðinum nú. Það sem gæti hins vegar skipt sköpum í þessum viðsnúningi nú er að fjársterkir aðilar séu að kaupa íbúðir í leit að arðvænlegum fjárfestingarkostum og til að dreifa áhættu í eignasafni sínu,“ segja sérfræðingar Ís- landsbanka og leggja áherslu á að við aðstæður sem þessar sé eðlilegt að fé leiti inn á íbúðamark- aðinn. Veruleg fækkun makaskiptasamninga Það sem rennir frekari stoðum undir þá kenn- ingu að það séu fjársterkir aðilar sem fara inn á íbúðamarkaðinn núna í leit að arðsemi og eigna- dreifingu er að makaskiptasamningum hefur fækkað verulega upp á síðkastið, segir Grein- ingin enn fremur. „Í nóvember síðastliðnum var hlutfall makaskiptasamninga aðeins 9% en var 30% fyrir ári síðan. Með makaskiptasamningum er átt við kaupsamning þar sem hluti kaupverðs Makaskiptasamningum við fasteignakaup hefur fækkað að undanförnu. Það rennir m.a. stoðum undir þá kenningu að fjársterkir aðilar leiti inn á markaðinn núna í leit að arðsemi. Fasteignasali segir fasteignakaup öruggasta fjárfestingarkostinn í boði. Ljósmyndir/Hari Hlutabréfamarkaðurinn er enn rústir einar, tveimur árum eftir hrun. Markaður með íslensk ríkisskuldabréf er nánast eini virki hluti innlenda fjár- málamarkaðarins. Innlánsvextir eru afar lágir. Fjárfestar leita því annarra kosta en ávöxtunar á bankareikningum. framhald á næstu opnu 16 úttekt Helgin 17.-19. desember 2010
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.