Fréttatíminn - 17.12.2010, Side 22

Fréttatíminn - 17.12.2010, Side 22
00000 Nánari upplýsingar á www.veidikortid.is Skemmtileg jólagjöf! Komið á sölustaði! Veiðikortið 2011 Þ rjár litlar götur í Antwerpen í Belgíu eru hjarta allrar demantasölu í heiminum. Þar skipta traust og góð sambönd öllu máli. Þetta er lokaður heimur öðrum en inn- vígðum en danska vefnum Pleasure gafst þó tækifæri til að fylgja demantakaupmanninum Ulrik Hartmann til Antwerpen er hann gekk frá kaupum á demöntum fyrir jólasöluna í verslun sinni í miðri Kaup- mannahöfn. „Sjáðu fegurðina í þessum,“ segir hann og réttir fram lófann. Milli fingranna eru tveir skínandi demantar, annar þriggja karata og hinn tveggja. Báðir eru afar vel slípaðir og tærir, hvort tveggja grundvallaratriði þegar kemur að mati á demöntum. Ulrik Hartmann á aðeins eitt erindi á litla skrifstofu í Antwerpen. Tilgangur ferðalags hans frá Kaupmanna- höfn til belgísku hafnarborgarinnar er hvorki að kaupa súkkulaði, sem Belgar eru hvað frægastir fyrir, né hönnunarvörur sem haldið hafa nafni Antwerpen hátt á lofti, heldur demantakaup. Miðpunktur heimsviðskipta með hrádemanta Mikilvægi Antwerpen sést best á því að yfir 80% allrar verslunar með hrádemanta fer fram þar, á afmörkuðum stað í miðborginni. Yfir 1.500 skrifstofur er að finna þar við þrjár smágötur. Í öllum er höndlað með hina dýrmætu steina. Þessar þrjár götur eru heill heimur út af fyrir sig. Hoveniersstraat er miðstöð demantaverslunarinnar. Þar blandast gyðingar, í svörtum frökkum með háa hatta og slöngulokka, Indverjum, Kínverjum og Evr- ópubúum sem allir eru jakkafataklæddir með bindi. Allir halda þeir handtöskum þétt að sér. Demantaskrif- stofurnar eru í röðum. Óteljandi myndavélar fylgjast með hverju spori þeirra sem þar ganga um götur og fylgst er með hverju andliti. Þangað á ekki hver sem er erindi. Þeir sem skjótast á milli húsa eru demantakaup- menn. Vara þeirra er meðal hinna dýrustu sem um getur í heiminum. „Ég kom fyrst til Antwerpen nítján ára gamall og það var stórkostleg upplifun. Það var afar spennandi að kynnast þeirri menningu sem demantaverslunin hefur skapað og upplifa þá stemningu sem myndast. Sem ungur maður hreifst ég af verðmæti demantanna. Það hefur breyst. Nú snýst þetta frekar um að finna rétta steininn, því fylgir spenna,“ segir Ulrik. Vel varið vígi Heimsóknin stendur í tvo daga. Henni er varið í heimsóknir til fimm til sex demantasölumanna. Dag- arnir tveir duga til þess að skoða áður en ákvarðanir eru teknar um kaupin. Ulrik Hartmann heldur sig við sömu sölumenn og hann hefur skipt við frá því hann opnaði verslun sína fyrir þrettán árum. Hann skipu- leggur heimsóknir til þeirra eftir þörfum. Sumir bjóða stóra demanta, aðrir litla. Hinir þriðju eru sérfræðingar þegar kemur að slípun eðalsteinanna. Það þýðir ekki að koma í heimsókn til Hoveniersstra- at án þess að gera boð á undan sér. Bílar sem þangað fara þurfa sérstakt leyfi. Tólf stálstólpar verja götuna. Ferðamenn mega ganga um og skoða en lögreglan fylgist náið með þeim eins og öðrum. Við enda götunn- ar er lögreglustöð. Lögregluþjónar þaðan standa vakt um brynvarða flutningabílana sem flytja hinn dýrmæta varning til og frá öllum demantaskrifstofunum. Viðskipti byggð á trausti Fyrsti viðkomustaður Ulriks er á skrifstofu nánustu samstarfsaðilanna, tveggja miðaldra gyðinga sem eiga og reka fyrirtækið. Þangað sækir danski kaup- maðurinn flesta þá steina sem síðar verða til sýnis og sölu í verslunarglugga í miðri Kaupmannahöfn. Ulrik afhendir vegabréf sitt og fær í staðinn aðgangskort í hin helgu vé. Þar er hann síðan lokaður inni í bygg- ingu sem hýsir fjölda demantasala. Áður en hann fær aðgang að skrifstofu sölumannanna og lokast þar inni mætir honum enn ein öryggismyndavélin. Á bak við skrifborð sitja sölumennirnir tveir og fagna komumanni. Fyrir framan þá eru litlir demantar í hrúgu sem skoða skal. Aðeins þeir bestu verða fyrir vali kaupmannsins. Vigtin bíður í glugga sölumann- anna. Þeir sækja kassa eftir kassa í tvo peningaskápa innst á skrifstofunni, alla fulla af demöntum. „Viðskiptin í þessari grein byggjast á trausti. Menn ganga ekki beint inn á demantaskrifstofu heldur bygg- ist traustið upp á löngum tíma, mörgum árum. Mikil- vægast er að orð skulu standa. Varan er borguð fyrir fram. Samningur um gæði vörunnar sem um er beðið skal einnig standa. Gerist það ekki brestur traustið,“ segir Ulrik Hartmann. Hann er með náin viðskipta- sambönd við nokkra demantasala. „Þeir hjálpa mér mjög og hringja gjarna ef þeir telja sig geta boðið það sem ég hef áhuga á. Nýlega bauðst okkur t.d. talsvert magn demanta, í allt 150 karöt. Þar var um að ræða ábendingu frá einum af mínum birgjum sem hafði keypt demantana úr þrotabúi annars sala. Markaður- inn var óstöðugur á þessum tíma en menn gátu gert góð kaup ef þeir brugðust skjótt við. Við slógum því til og gerðum okkar bestu kaup,“ segir Ulrik sem keypti með þessum hætti umtalsvert magn demanta sem skornir voru og slípaðir með óhefðbundnum hætti. Danski kaupmaðurinn nýtir sér lúpu sem stækkar tífalt til þess að skoða og meta demantana. Sérstöku ljósi, sem lýsir sem dagsbirta væri, er beint að demönt- unum. Við skoðunina sjást strax minnstu gallar. Þjálfað auga Ulriks þarf ekki nema 10-15 sekúndur til þess að ákveða hvort kaupa skal eður ei. „Því fleiri demanta sem maður hefur handleikið þeim mun betur gengur að sjá hvort um góðan eða slæman demant er að ræða,“ segir hann. „Slípunin skiptir sköpum. Af hverju ætti að borga fyrir demant sem endurspeglar ljósið ekki rétt?“ segir hann. „Oft kaupir fólk fallega lita og skæra steina en hefur ekki gætt að slípuninni. Það situr því uppi með steina sem eru slípaðir eins og botn á bjórflösku.“ Ónógur undirbúningur Að fjórum tímum liðnum hefur Ulrik farið í gegnum alla demantana sem gyðingarnir höfðu tiltæka miðað við þær óskir sem hann hafði lagt fram áður en hann mætti á staðinn. Hann hefur velt fyrir sér steinum, allt frá 0,15 karötum til 5 karata. Sumir hljóta náð fyrir augum hans, aðrir ekki. Demantarnir sem hann velur eru lagðir til hliðar. Hann stendur upp og þakkar fyrir viðskiptin. Enn er tími til að heimsækja aðra skrifstofu. Ulrik afhendir því aðgangskort sitt og fær vegabréfið á ný. Næsti sölumaður er Indverji, eitt af nýrri andlit- unum á Hoveniersstraat, þar sem gyðingar ráða mestu. Eðlilegt er þó að Indverjar bætist í hópinn í Antwerpen. Mikill hluti demanta heimsins er slípaður á Indlandi. Þar hefur því orðið til mikill demantaiðnaður. Skrif- stofa indverska kaupmannsins er í um 500 metra fjar- lægð frá hinni fyrri. Innrétting skrifstofu Indverjans er jafn fábreytt og sú fyrri og demöntunum pakkað með sama hætti. Undirbúningurinn er þó síðri en var hjá miðaldra herrunum á fyrri stofunni. Demantarnir stand ast ekki kröfur danska kaupmannsins. Það er því ekkert lagt til hliðar þar en Ulrik lofar þó að líta inn næsta morgun. Mikilvægt er að halda viðskiptasam- bandinu. Pöntun frá Dúbaí Ulrik fer víðar næsta morgun. Hann kaupir fjórtán steina á fyrsta staðnum. Á þeim næsta eru til sýnis glitrandi 8, 10 og 15 karata steinar, hjartalagaðir fyrir þá rómantísku í fágætum ljósgulum lit. Hálsfesti með 85 karata demanti er dregin fram. Verðmætið er yfir 100 milljónir íslenskra króna og hentar best markaðnum í Dúbaí. Danski kaupmaðurinn er einmitt með pöntun þaðan. Eiginkonur olíumilljarðamæringanna kaupa djásnin eins og aðrar konur kaupa föt, einkum demanta í sjaldgæfum bláum og bleikum litum. Ulrik Hartmann selur bleika eða ljósrauða demanta, hinn eini á Norður- löndum. Þeir koma úr Argyle-námunni í Ástralíu. En hvítu demantarnir gleymast ekki. Þegar Ulrik snýr til baka á þær skrifstofur sem hann heimsótti daginn áður er hann reiðubúinn að ganga frá viðskipt- unum. Hann reiðir fram féð, segir „Mazel“, um leið og hann kveður gyðingakaupmennina með handabandi. Handabandið er loforð um kaup á 300-400 demöntum sem verða sendir til Kaupmannahafnar en hebreska orðið Mazel er notað jöfnum höndum í Antwerpen, New York, Tel Aviv og Bombay, fjórum demantamið- stöðvum heimsins, og þýðir „til hamingju“. Aðeins handsal „Þegar við höfum handsalað kaupin þýðir ekki fyrir mig að segja að ég vilji ekki demantana. Ég hef ekki undirritað neitt en handaband okkar gildir sem samn- ingur fyrir báða aðila,“ segir Ulrik. „Þetta hefur verið spennandi ferð og ég furða mig á því hve stórir og góðir demantar voru í boði á sanngjörnu verði þar sem verð- hækkun hefur orðið á markaðnum undanfarna sex til níu mánuði. Ég fer því heim með hluti sem ég er í raun hálf leiður yfir að selja.“ Það líða ekki margir dagar þar til demantarnir sem Ulrik keypti eru orðnir að glæsilegum skartgripum, hvort heldur er eyrnalokkum, armböndum, hálsfestum eða glitrandi fingurgullum. Hjól demantasölunnar snúast svo það líður ekki langur tími þar til Ulrik Hart- mann flýgur á ný til stefnumóta í Hoveniersstraat í Antwerpen. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Hoven­ iersstraat er mið­ stöð demanta­ versl unar­ innar. Gengið er frá sölu hundr- aða demanta í senn með handsali einu. Engir samningar eru undir- ritaðir. Traust í viðskiptum og góð sam- bönd skipta öllu í heimi eðalstein- anna. Heimur demantanna í Antwerpen Slípun demantsins skiptir sköpum. Af hverju ætti fólk að borga fyrir demant sem endurspeglar ljósið ekki rétt? Ljósmynd Getty Demanturinn skoðaður í lúpu. Þrjár litlar götur í belgísku hafnarborginni Antwerpen eru hjarta demantasölunnar í heiminum. Yfir 80% allrar verslunar með hrádemanta í heiminum fer þar fram. Ljósmynd Getty 22 eðalsteinar Helgin 17.-19. desember 2010
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.