Fréttatíminn - 17.12.2010, Síða 26

Fréttatíminn - 17.12.2010, Síða 26
HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500 Hjóladeildin er í Holtagörðum! Við erum í hjólaskapi! ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 52 74 2 12 /1 0 20-40% afsláttur af öllum hjólum og 20% afsláttur af öllum hjólaaukahlutum til jóla! Jamis Lady Bug Verð: 22.990 kr. 18.392 kr. Jamis Commuter Verð: 71.990 kr. 43.194 kr. Hraðamælir Verð: 1.990 kr. 1.592 kr. 10 stillingar Ventura verkfærasett Verð: 2.590 kr. 2.072 kr. 18 tól Framljós Verð: 1.990 kr. 1.592 kr. Hægt að nota sem vasaljós Nagladekk Verð: 6.990 kr. 5.592 kr. 28”/700 x 35 C 100 naglar Náði að beita réttri öndun og komin heim hress samdægurs Ég lærði að loka á það sem gerðist í kring. É g hlakkaði til að eignast dóttur mína og var róleg,“ segir Hafsteina Guð-mundsdóttir sem fór á námskeið um sjálfsdáleiðslutækni, eða Hypnobirthing á um það bil 33. viku meðgöngu með dóttur sína, Elínu Ásdísi Náttsól, sem fæddist 24. september síðastliðinn. Rétt tæpum tveimur árum áður, 26. október 2008, eignaðist hún son sinn Nökkva Stein og sér ekki margt líkt með fæðingunum tveimur. „Þegar hríðirnar, sem kallast í Hypnobir- thing bylgjur, ágerðust í fyrri fæðingunni varð ég mjög hrædd, enda vissi ég ekkert hvernig sársaukinn ætti að vera. Hríðirnar urðu alltaf harðari og harðari og ég hélt um tíma að ég væri að deyja. Mér fannst ég ekki ná góðu sambandi við ljósmóðurina og hreifst ekki af andanum á deildinni. Mér fannst harkalega farið að mér og ég upplifði skamm- ir vegna þekkingarleysis á ferlinu. Móðir mín var viðstödd báðar fæðingarnar og í þeirri fyrri var hún ofboðslega hrædd og vildi taka sársaukann af mér en núna í þeirri seinni var hún ekki eins smeik.“ Hafsteina segir að á endanum hafi hún kosið mænurótardeifingu. Gat betur einbeitt sér „Ég fann strauminn fara um líkamann en hann var þó ekkert á við hríðirnar, ég gat slakað á og fengið mér að borða,“ segir hún. „Eftir á, í allt að viku, var ég slöpp og með hausverk. Ég hefði heldur kosið að vera hress og að ég væri betur stemmd til þess að takast á við móðurhlutverkið þessa fyrstu daga í lífi sonar míns.“ Hafsteina rakst á lýsingu á námskeiðinu og skráði sig þegar hún fór inn á vefinn 9 mánuðir í leit að tíma í þrívíddar- sónar. „Ég lærði öndun og slökunaraðferðir til að fara inn á við og geta einbeitt sér meira að fæðingunni. Ég lærði að loka á það sem gerðist í kring,“ segir hún og að hún hefði svo gjarna viljað hafa farið á námskeiðið fyrir fyrri fæðinguna. „Það hefði munað miklu. Þá hefði ég reynt Hreiðrið, því þar er mun minna af sjúkra- tækjum og umhverfið eins og í hverju öðru svefnherbergi. Í seinni fæðingunni gekk ég beint inn í Hreiðrið og gerði mig tilbúna. Við tókum vídeó og því sá ég að yfirbragðið var allt mun betra; ekki sömu gretturnar og ótt- inn.“ Ljósmóðirin Kristbjörg, sem kennir Hypnobirthing, var Hafsteinu til halds og trausts. „Fæðingin gekk rosalega fljótt fyrir sig. Dóttir mín fæddist fimm tímum frá því hríðirnar byrjuðu heima um morguninn. Ég upplifði verkina en engan veginn eins og í fyrri fæðingunni, mér fannst þeir ekki eins öflugir eða allir í einu. Ég gat því andað að- eins inn á milli,“ segir Hafsteina sem var komin samdægurs heim með dótturina. Hafsteina með börnum sínum, Elínu Ásdísi Nátt- sól og Nökkva Steini. Ljósmynd/Hari Hollráð fyrir fæðingar – ráð Kristbjargar Magnúsdóttur n Fá vinkonur til að segja jákvæðu fæðingarsögurnar sínar. n Ekki hlusta á neikvæðar fæðingarsögur. Þá er best að taka um bumbuna, eins og tekið væri fyrir eyru barnsins, og segja „Uss, uss, barnið mitt er að hlusta.“ n Fæðist barnið óvænt heima er alls ekki nauðsynlegt að klippa strax á naflastrenginn en mikilvægt að halda hita á móður og barni. n Gangi fæðingar hratt fyrir sig er óþarfi að hræðast, það er í lagi og barnið þá tilbúið að koma í heiminn. n Treystu á líkama þinn, ótti myndar streituhormón sem geta unnið gegn fæðingarhormónunum. n Í sefjunarfæðingum eru kennd mismunandi öndun sem vert er að læra: A. Svefnöndun, þar sem útöndun er helmingi lengri en innöndun. Svefnöndun er notuð milli bylgna og til að slaka á. Þær sem tileinka sér tæknina geta komist hratt í slökunarástand þegar þær hafa náð tökum á henni. B. Öndun í bylgjum/hríðum, sem er alveg áreynslulaus öndun, mjög löng innöndun og mjög löng út. Talið er hratt upp að tuttugu og andandum aldrei haldið í sér. C. Öndun kærleikans þegar móðir andar barninu niður í gegnum grindina og í heiminn í þrýstings- tilfinningunni. Enginn rembingur. 26 úttekt Helgin 17.-19. desember 2010
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.