Fréttatíminn - 17.12.2010, Qupperneq 32

Fréttatíminn - 17.12.2010, Qupperneq 32
fylgdu eftir þessari hvatningu fundar- stjórans og eggjuðu menn til að fara að Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll. Þar sátu sjálfstæðismenn á fundi um Kefla- víkursamninginn. Allt að fjögur hundruð manns söfnuð- ust nú saman á Austurvelli, en á annað hundrað manns ruddust inn í þéttset- inn fundarsal Sjálfstæðishússins með hrópum og köllum og uppreidda hnefa. Fólk þetta, sem blaðamanni Vísis virt- ist „einkennilegt í útliti og æðisgengið í augum“, tróðst upp að sviðinu, heimtaði að Ólafur Thors stæði fyrir máli sínu á Austurvelli og hrakti Gunnar Thorodd- sen, lagaprófessor og alþingismann, úr ræðustóli. Þegar forsætisráðherra steig í stólinn, eins og ekkert hefði í skorist, fékk hann ekki mælt fyrir hrópum og fúkyrðum: „Niður með Ólaf Thors! Nið- ur með landráðamennina!“ Þá sungu að- komumenn „ættjarðarsöngva, en íhaldið fékkst ekki til að taka undir“, eins og Þjóðviljinn sagði. Brátt birtist í anddyri hússins Stein- grímur Aðalsteinsson alþingismaður, gamalreyndur verkfallsforingi á Akur- eyri og fyrrum skólabróðir Stefáns Pjet- urssonar í Lenínskólanum. Erindi hans virtist að kveðja félaga sína út á Austur- völl. En ókyrrðin hélt áfram í um eina og hálfa klukkustund, þar til einhver heimt- aði kröfugöngu. Þá gekk fólkið loks út, en rann þar saman við mannfjöldann, sem hafði skipað sér „fyrir báðar dyr hússins og beið þess að sjá herstöðva- kappana koma út“. Ólafur Thors tók nú aftur til máls og sagði illt í efni, þegar ekki fengist friður til að rökræða ágreiningsmál. Var hann loks hylltur innilega af fundarmönnum. Nefndarfundur hafði verið boðaður um Keflavíkursamninginn í Alþingis- húsinu og gengu þeir út til að sækja fundinn Ólafur Thors og þingmenn irnir Gunnar Thoroddsen og Bjarni Bene- diktsson borgarstjóri. Mannfjöldinn réðst samstundis að þeim með óhljóð- um, hrindingum og barsmíðum og hót- aði þeim misþyrmingum og dauða. Urðu lögregluþjónar að leita skjóls í Land- símahúsinu (næst Sjálfstæðishúsinu) með þá Ólaf Thors og Gunnar Thorodd- sen. Bjarni Benediktsson borgarstjóri lenti hins vegar inn í þvögu, þar sem lög- regluþjónar slógu um hann hring. Báðu þeir hann síðan um að snúa aftur inn í Sjálfstæðishúsið, en Bjarni svaraði hátt: „Ég er ekkert hræddur“, og gekk síðan hiklaust áfram í átt að Landsímahúsinu. Þá réðst að honum hópur fólks, sem att var áfram sem fyrr af manni einum all- þreknum með þunnt ljósjarpt hár, sem verið hafði fremstur í flokki aðkomu- manna í Sjálfstæðishúsinu. Þar fór Þor- valdur Þórarinsson lögfræðingur, einn af þekktustu kommúnistum bæjarins, sem á stríðsárunum hafði stundað nám og störf í frægustu háskólum Bandaríkj- anna. Hringur lögregluþjóna um borgar- stjórann brast, hann var króaður af upp við húsvegg, hattur hans kýldur niður og síðan sleginn af honum. Því næst réðst Þorvaldur aftan að Bjarna, þreif í skyrtuflibba hans, herti að hálsinum og hrópaði gjallandi röddu: „Sjáiði borgar- stjórann okkar. Hann er ekkert hrædd- ur.“ Um leið réðust menn framan að Bjarna og reyndu að lemja hann í andlit- ið. Kona togaði í slifsi hans, en þekktur félagi í Æskulýðsfylkingunni, Hreggvið- ur Stefánsson, náði fastari tökum á háls- tauinu, á meðan samherjar hans hrintu borgarstjóranum óþyrmilega á milli sín og öskruðu hótanir og ókvæðisorð að honum og lögregluþjónunum. Nokkrir ungir menn, sem horfðu upp á þessar aðfarir með skelfingu, vildu koma Bjarna til hjálpar, en lögregluþjón- ar voru fyrri til og hörfuðu með hann inn í Sjálfstæðishúsið. Skömmu síðar tók fylking lögregluþjóna sér stöðu við hús- dyrnar með hjálma, kylfur, gasgrímur og táragassprengjur. Fólkið þjappaði sér fast upp að þeim og hóf eins konar umsátur um Sjálfstæðishúsið, þar sem rúður voru brotnar með grjótkasti. Á meðan virðist hópur ungs fólks hafa ruðst inn í Landsímahúsið til að lumbra á forsætisráðherra. Þegar bíll renndi upp að bakdyrum og lögreglan fylgdi Ólafi Thors út, „ærðust þessi hjú“, að sögn Vísis, „æptu upp að hann skyldi ráðinn af dögum, rotaður og þar fram eftir göt- unum, en er bifreiðin ók af stað grýttu þau hana, með því að þau urðu of sein til að stöðva hana“. Alþýðublaðið sagði að mannfjöldinn við Sjálfstæðishúsið hefði stöðugt hrópað ókvæðisorð að fylkingu lögreglumanna og hótað því „að beita Alþingi og einstaklinga ofbeldi“ til að hnekkja Keflavíkursamningnum. Klukkan 18.15 tilkynnti Agnar Kofo- edHansen lögreglustjóri í hátalara, að fólk hefði fimm mínútur til að dreifa sér. Við það jókst aðeins æsingurinn. Þá skaut þar skyndilega upp Einari Ol- geirssyni, formanni Sósíalistaflokks- ins. Krafðist hann þess að lögreglu- stjóri fengi úrskurð Finns Jónssonar dómsmálaráðherra, áður en hann gerði „árás með táragasi á reykvíska alþýðu“. Nokkru síðar komu boð frá Finni (Al- þýðuflokksmanni) um að ekki skyldi beita táragasi, en menn hverfa friðsam- lega burt af Austurvelli. Þá ósk höfðu menn að engu heldur „skipuðu sér þéttar saman“. Um klukkan hálfátta til- kynnti Stefán Ögmundsson loks í hátal- ara að fulltrúaráð verkalýðsfélaganna og ASÍ hefðu boðað allsherjarverkfall „til að mótmæla herstöðvasamningnum og knýja fram þjóðaratkvæði“. Fólk skyldi því halda á brott „og hlýddi hver maður á augabragði“. Hópur manna fór hins veg- ar að heimili forsætisráðherra í Garða- stræti, hrópaði ókvæðisorð og kyrjaði Internationalen, alþjóðasöng sósíalista. Ólafur Thors „var hinn rólegasti yfir þessum látum“, en hugsaði sitt. Niður með Ólaf Thors! Niður með land- ráða- menn- ina! Logn á eftir stormi við Sjálf­ stæðishúsið 1946. Hópurinn kom af mótmælafundi Sósíalistaflokksins gegn Keflavíkur­ samningi, reyndi að hleypa upp fundi sjálfstæðis­ manna og gerði síðan aðsúg að Ólafi Thors for­ sætisráðherra og þingmönnunum Bjarna Benedikts­ syni borgarstjóra og Gunnari Thor­ oddsen prófessor. 32 viðtal Helgin 17.­19. desember 2010
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.