Fréttatíminn - 17.12.2010, Qupperneq 34

Fréttatíminn - 17.12.2010, Qupperneq 34
barna kuldaskór smábarna kuldaskór Verð: 33.000 kr. (Stærðir: 38- 42) Verð: 16.800 kr. (Stærðir: 25- 38) Verð: 11.500 kr. (Stærðir: 21- 25) K E EN K E EN K E EN dömu kuldaskór Hlýir og þægilegir uppháir kuldaskór fyrir dömur. Fóðraðir með gerviskinni og gott grip í sóla. Góðir vatnsheldir barna kuldaskór með snjóvörn. Leður neðst á skóm, gott grip í sóla og távörn. Hlýir og léttir smábarna kuldaskór sem auðvelt er að klæða börnin í. Távörn og gott grip í sóla. Þ að eru alls konar sögur á kreiki um að ef kaffi, sígarettur og jafn vel kóka kóla kæmi á markaðinn í dag myndi þetta allt saman verða flokkað sem ólögleg eiturlyf. Það eru þó ekki bara vörur sem eru flokkaðar öðruvísi í nútíðinni. Börn sem talin voru tossar í gamla daga flokkast nú með athyglisbrest og ofvirkni og allt upp í einhverfu. Hér er lítil saga af því þegar fimmtán manna stórfjölskylda, auk óvenju ófrýnilegs kattar- ræksnis, flutti búferlum úr fjallahelli í fimm her- bergja íbúð í Breiðholtinu. Hin unga Grýla mætti með jólasveinana sína á innritunardeildina hjá grunn- og leikskólasviði Reykjavíkurborgar og heimtaði menntun fyrir sveinana. Eiginmaðurinn, Leppalúði, endaði þó fljótlega einn með uppeldið á sínum herðum því eftir nokkrar heimsóknir Grýlu í nágrannaíbúð- ir, heimtandi óþekk börn í pottinn sinn, endaði hún í kvennafangelsinu í Kópavogi. Síðar fór hún í vist á réttargeðdeildinni á Sogni vegna þess að íslensk lög ná ekki alveg utan um kolklikkaða kerlingu sem gengur um með risastóran poka sem hún reynir að fylla af óþekkum börnum úr nágrenninu. Stúfur í einelti Jólasveinarnir sjálfir lentu líka í ýmsum vand- ræðum á uppvaxtarárunum, sístelandi nestinu frá bekkjarsystkinum sínum, auk þess sem Kertasníkir hinn ungi lenti nokkuð oft uppi á slysó því nútímakerti þykja miður góð í magann. Stúfur lenti í hrikalegu einelti og Skyrgámur grét sig oft í svefn því nútímaskyr er yfirleitt sykraður bragðbættur mjólkurbúðingur. Reykt bjúgu þykja heldur ekki sá herramannsmatur sem þau þóttu hér áður fyrr þannig að Bjúgna- krækir fór oft svangur í rúmið. Vandamál jólasveinanna byrjuðu þó ekki fyrir alvöru fyrr en á fullorðinsárunum. Á meðan þeir voru á barnsaldri voru tiktúrurnar í þeim í versta falli pirrandi og enginn verri en Hurða- skellir sem gat bara ekki lokað varlega, sama hve oft hann var sendur til skólastjórans. Hann endaði í sérskóla þar sem enginn venjulegur um- sjónarkennari réð við ofsann í honum. Flestir þeirra bræðra voru flokkaðir sem misþroska með athyglisbrest og snert af félagsfælni og sendir til sálfræðings. Hann mælti með því að þeir yrðu vistaðir á sambýli. Það var líka gert við Leppalúða kallinn sem réð ekki neitt við neitt, sérstaklega eftir táningsárin. Þá var líka búið að sleppa Grýlu út og hún sett á stóran skammt af geðlyfjum til að reyna að halda barnaátinu í skefjum. Jólakötturinn var á þessu tímabili löngu kominn upp í Kattholt þar sem hann byrjaði á því að narta í formanninn, Sigríði Heiðberg, og var eftir það hafður í einangrun. Þetta forðaði Gluggagægi ekki frá því að lenda á Litla Hrauni. Hann fékk nokkur tækifæri til að bæta ráð sitt og hætta að liggja á gluggum fólks en eðlið er sterkt og löggan sneri hann fyrst niður þegar hann var á nítjánda ári. Það gerist svo í kringum 21. desember ár hvert að hann er tekinn. Dómarnir eru ekki þyngri en það. Hverfisfundir vegna bræðranna Matur hvarf í óvenjulega miklu magni og púðlu- hundur, sem eigandinn kallar litla lambið, var ekki látinn í friði. Einir þrír sveinar voru svo oft gripnir glóðvolgir inni á heimilum ókunnugra við að sleikja óhreint leirtau og potta. Það voru oft haldnir hverfisfundir í grennd við sambýli bræðranna. Fundirnir snerust yfir- leitt um áhuga þeirra á börnum hverfisins. Það var jafnvel talið að þeir hefðu lista yfir hver barnanna væru þæg og hver óþekk. Áður en lög- reglan komst í málið hvarf fjölskyldan og er talið að hún hafist við í Esjunni, þótt einnig hafi sést til hennar norður í Hlíðarfjalli. Jólasveinar nútímans – Bræður í blíðu og stríðu Í tilefni af því að jólasveinarnir tínast einn og einn til byggða um þessar mundir velti Haraldur Jónasson fyrir sér hvernig færi fyrir þeim bræðrum, þyrftu þeir að kljást við íslenskan veruleika í meira en einn mánuð á ári. Teikning/Hari 34 jólasveinar Helgin 17.-19. desember 2010
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.