Fréttatíminn - 17.12.2010, Qupperneq 44

Fréttatíminn - 17.12.2010, Qupperneq 44
H jónin Mary Ellen Mark og Martin Bell hafa verið árlegir gestir hér á landi um langt árabil. Þau eru bæði í fremstu röð á sínu sviði, hún einn merkasti ljós- myndari samtímans, var til að mynda kjörin mikilvægasti kvenljósmyndari heimsins árið 2000 af lesendum Amer- ican Photo-tímaritsins, og hann er kunnur fyrir heimildarkvikmyndir; var til að mynda tilnefndur til Óskars- verðlauna fyrir Streetwise, mynd um útigangsbörn í Seattle. Þau hjónin halda næsta sumar hvort sitt námskeiðið á sínu sviði í samvinnu við heimafólkið Einar Fal Ingólfsson ljósmyndara og Ingibjörgu Jóhanns- dóttur, skólastjóra Myndlistarskóla Reykjavíkur, en þau tvö síðarnefndu eru einmitt hjón líka. Mary Ellen hefur verið eftirsóttur leiðbeinandi víða um heim um árabil og komast að jafnaði færri að en vilja á námskeiðum hennar. Eins og ávallt er námskeiðið sem hún stendur fyrir hér, ásamt Einari Fali, hugsað fyrir nemendur hvaðanæva að, en í þó verða nokkur sæti tekin frá fyrir íslensk ljósmynd- ara í þetta skiptið. Spurður hvernig það bar til að þetta þungavigtarfólk er á leið hingað til námskeiðishalds segir Einar Falur að Íslandsáhugi þeirra risti djúpt en þó umfram allt sé ástríðan fyrir faginu aðalhvatinn. „Eins og raunin er með fólk sem er í fremstu röð í listum, þá sinnir það starfi sínu af köllun og þannig hefur það verið með Mary Ellen. Hún veit ekki hvað það er að taka sér frí heldur verður sífellt að halda áfram að skrá- setja mannlífið í heiminum. Þegar hún hefur verið hér á landi hef ég oftar en ekki lent í að finna henni verkefni að mynda, misstór; þegar ég var mynd- stjóri Morgunblaðsins myndaði hún til dæmis fyrir mig íslenska mynd- listarmenn, fjárréttir fyrir norðan, busavígslu í Kópavogi og daglegt líf í Öskjuhlíðarskóla. Sú myndröð leiddi til þess að þau hjón unnu hér í sam- vinnu við Þjóðminjasafnið að stór- merkilegum verkefnum, sýningunni Undrabörn, um börn í Öskjuhlíðar- og Safamýrarskólum, og heimildarkvik- myndinni Alexander,“ segir Einar Falur. Hefur verið lengi í bígerð En Mary Ellen en ekki bara frábær ljósmyndari, sem vinnur fyrir helstu tímarit og safnar myndum í metnaðar- fullar bækur, heldur er hún einnig afar virtur kennari. „Það þekki ég sjálfur vel því hún hafði afgerandi áhrif á framtíð mína þegar ég sótti námskeið hjá henni suður í Frakklandi fyrir 22 árum. Fleiri íslenskir ljósmyndarar geta sagt sömu sögu. Hún heldur námskeið nokkrum sinnum á ári, einkum í Oax- aca í Mexíkó, og þar var ég gestakenn- ari með henni fyrir nokkrum árum. Á þessum námskeiðum vinnur hún einkum með þátttakendum að því að skerpa sýn þeirra og hugsun, vinna með styrkleikana á uppbyggilegan hátt – að hjálpa fólki að sýna heiminn og fólkið sem hann byggir á áhuga- verðan hátt.“ Að sögn Einars Fals hefur Mary Ellen ítrekað rætt undanfarin ár um að halda námskeið hér á landi og loksins verður nú af því, í samvinnu við fyrir- tæki í Flórída sem skipuleggur nám- skeið hennar og fleiri ljósmyndara. „Mary Ellen þekkir orðið marga ljósmyndara hér á landi, er mikill Ís- landsvinur og henni fannst tilvalið að slá tvær flugur í einu höggi; verða við óskum ljósmyndara hér um að segja þeim til, og að kynna land og þjóð fyrir erlendum ljósmyndurum í leiðinni.“ Einar Falur segir að gert sé ráð fyrir að nemendur á námskeiðinu verði 15 eða 16, og þar af eru frátekin sæti fyrir fimm Íslendinga. „Martin mun á sama tíma segja nokkrum til í heimildarmyndagerð, hjálpa fólki að finna frásagnarháttinn og skerpa á sinni sýn – hann er einnig frábær kennari, margreyndur sem leikstjóri og kvikmyndatökumaður. Hann starfaði meðal annars í mörg ár sem tökumaður náttúrulífsþátta í Afríku.“ Alþjóðleg dýnamík Höfuðstöðvar námskeiðsins verða í Myndlistarskólanum í Reykjavík í JL- húsinu og heldur Ingibjörg, sem er þar skólastjóri, utan um framkvæmda- hliðina. „Þar förum við Mary Ellen daglega yfir það sem hver og einn er að mynda og Martin vinnur þar með fólki að samsetningu kvikmynda. Á kvöldin verða erindi og kynningar, meðal ann- ars á íslenskum ljósmyndurum. Við munum einnig funda í Ljósmyndasafni Reykjavíkur og væntanlega setja upp eins konar lokasýningu námskeiðsins í Þjóðminjasafninu, með þátttöku fleiri íslenskra ljósmyndara.“ Námskeiðin voru kynnt nú í byrjun desember og bókanir eru þegar farnar að berast að sögn Einars Fals. „Það er full ástæða til að benda ís- lenskum ljósmyndurum á að nám- skeiðshaldarinn féllst á þá beiðni okkar að Íslendingar greiði lægra þátttökugjald, þar sem það er reiknað í dollurum. Okkur finnst öllum mikil- vægt að Íslendingar geti tekið þátt; dýnamíkin í hópnum verður líka eflaust áhugaverðari ef heimamenn eru í bland við erlenda gesti. Því hef ég kynnst á námskeiðum sem ég hef verið á hjá Mary Ellen í New York, Frakklandi og Mexíkó.“ -jk Frábær ljósmyndari og kennari Ljósmyndarinn Mary Ellen Mark og eiginmaður hennar, kvik- myndaleikstjórinn Martin Bell standa fyrir námskeiðum á Íslandi á næsta ári í félagi við ís- lenskt listafólk. Efri mynd: Mary Ellen Mark að störfum fyrir sýninguna og bókina Undrabörn, um börn í Öskjuhlíðar- og Safamýrarskólum. Neðri mynd: Martin Bell við tökur á heimildarmyndinni Alexander. Til hægri: Einar Falur Ingólfs- son ljósmyndari. Tvær af þekktustu ljósmyndum Mary Ellen Mark. Úr bókinni American Odyssey sem kom út 1999 og hefur að geyma safn mynda sem voru teknar víðs vegar um Bandaríkjunum frá 1963 til 1999. Lj ós m yn d/ R A X Lj ós m yn d/ Á rn i S æ be rg Lj ós m yn d/ R A X 44 myndir Helgin 17.-19. desember 2010
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.