Fréttatíminn - 17.12.2010, Page 46

Fréttatíminn - 17.12.2010, Page 46
H ún er ljóshærð, gullfalleg 32 ára kona, móðir fjögurra barna og starf- ar sem grunnskólakennari í Akur- skóla í Innri-Njarðvík. Hún lýkur námi sem félagsráðgjafi í janúar. Þessi unga kona geislar af fegurð, þokka og gleði en hún hefur þurft að ganga erfiðari spor en flestir á hennar aldri. Fyrir sex árum fæddist annað barn hennar og eiginmannsins Eyjólfs Kristins Vilhjálmssonar, dóttirin Regína Krista, með alvar- legan hjartagalla og var yngsta barnið frá Íslandi sem fór í hjartaaðgerð í Boston. Auk Regínu Kristu eiga Þórdís Elín og Eyjólfur börnin Vilhjálm Kristin, tíu ára, Gabríelu Rósu, fjögurra ára, og Daníelu Björgu 19 mánaða – og von er á fimmta barninu í mars. „Þegar ég fór í 34 vikna sónar, sem býðst öllum konum í Keflavík, kom í ljós að ekki var allt með felldu,” segir Þórdís Elín þegar hún segir mér frá erfiðri lífsreynslu fjölskyldunnar – sem þau komust frá með miklum sóma. „Þá sást að hjartahólfin, sem eiga að vera fjögur, litu ekki út eins og þau áttu að gera og ég var send til frekari skoðunar á Landspítalanum. Þar hitti ég Gunnlaug Sigfússon barnahjartalækni sem færði mér fréttirnar”. Sorg í stað gleði „Okkur leið alveg rosalega illa. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því nákvæmlega hvernig sú líðan var, hún var bara hræðileg. Við höfðum þarna á þessum tíma átt von á heilbrigðu barni í 34 vikur – það voru sex vikur eftir þegar þetta kom í ljós – svo að gleðin og eftirvæntingin var leyst af með mikilu sjokki, sorg, dapurleika og pínulítilli reiði líka. Næstu sex vikur meðgöngunnar voru lengi að líða og við vorum hálf lömuð allan tímann. Það sem gerði þetta sér- staklega erfitt var að við vissum að barnið væri mikið veikt og yrði mikið veikt þegar það kæmi í heiminn, en við vissum ekki hve slæmt þetta yrði. Ástandið á barninu var ekki gott, og við vissum að það myndi ekki batna, en það gæti versnað. Ég var líka fremur óheppin, því þegar ég var send á Landspítalann frá Keflavík vissi ég ekki að það væri verið að fara að at- huga með hjartað í fóstrinu. Mér var sagt að það ætti að athuga hversu stórt barnið væri orðið. Svo ég fór bara í kjól og sandala og dúllaði mér til Reykjavíkur, án mannsins míns, enda algjörlega óþarft fyrir hann að taka sér frí frá vinnu til að sjá hversu stórt barnið væri orðið. Ég var nú alveg fullfær um að segja honum það sjálf. Ef ég hefði vitað hvers kyns var, hefði ég að sjálfsögðu ekki farið ein. Ég meðtók kannski einn fjórða af því sem læknirinn sagði við mig. Annars sat ég dofin og horfði á gólfið næstum allan tímann sem við töluðum saman. Ég fékk eina mynd með mér heim, sem læknirinn teiknaði upp fyrir mig. Annað hafði ég ekki að sýna manninum mínum, ég mundi ekki mikið frá samtalinu. Við hittum lækninn næst þegar Regína Krista fæddist, sex vikum síðar, svo að við höfðum aldrei tækifæri til að spyrja þeirra spurninga sem við þurftum, og maðurinn minn vissi mjög lítið þar sem ég náði aldrei að koma þessu almennilega út úr mér. Þetta var alveg hrikaleg lífsreynsla og ég mun aldrei á ævinni gleyma þessum degi. Hvorki þeirri stund þegar læknirinn sagði mér fréttirnar né þeirri þegar ég var að reyna að segja manninum mínum frá heim- sókninni á Landspítalann. Hann átti bara von á svona tiltölulega saklausum fréttum. Ég þarf eflaust ekki að taka það fram að ég fékk aldrei að vita hvað barnið var orðið stórt enda var það aldrei tilgangur ferðarinnar! Ég hef sjaldan orðið svona hrikalega reið.“ Mikill viðbúnaður við fæðinguna Regína Krista fæddist eðlilega eftir fulla fjörutíu vikna meðgöngu, á tilsettum degi. „Læknarnir sögðu okkur að það væri allra best að hún fæddist eðlilega, en það var vel fylgst með öllu á meðan. Ég var föst við mónitor allan tímann, en það tæki fylgdist grannt með hjartslættinum. Þannig gátu læknarnir séð hvort hún þreyttist og ef svo færi yrði skorið strax. Þetta var mjög sérstök fæðing, annars vegar vegna þess að það var mikill viðbúnaður og margir læknar við- staddir, svo voru engin svona ,,notalegheit” eins og ég var áður vön; það var ekki möguleiki á að ganga um gólf, fara í bað eða sturtu eða slíkt, vegna þess að ég var tengd við tækin allan tímann. Hins vegar var þetta stundin sem við höfðum beðið eftir í sex vikur. Biðin var á enda og nú fengjum við fyrst að vita hvernig ástandið á barninu væri, það vissi enginn fyrirfram. Í ljós kom að Regína Krista er með sjúkdóm sem kallast vanþroska vinstri slegill (hypoplastic left heart syn- drome), en auk þess var hún með mjög þrönga ósæð, op á milli hjartahólfa og svo var míturlokan (önnur hjartalokan) ekki eins og hún átti að vera. Regína Krista var skírð á vökudeild Landspítalans um fjórum klukkustundum eftir fæðingu. Nafnið hennar þýðir „drottning Krists“... Við fengum að bjóða foreldrum okkar og systkinum og auðvitað syni okkar – stoltum stóra bróður – og auk þess fengu systkin mömmu að vera viðstödd. Það er mjög takmarkaður aðgangur gesta á vökudeild en það var gerð undantekning fyrir okkur. Séra Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, sem var þá sóknarprestur í Grindavík, skírði hana og hún var alveg yndisleg. Starfsfólkið á vökudeild hjálpaði okkur líka að gera skírnardaginn eins gleðilegan og hægt var við þessar aðstæður.“ Þegar heimurinn hrundi „Við vissum strax að við þyrftum að fara með hana til Boston um leið og hún fæddist. Það var mjög sérstök tilfinning að heyra það. Ég hélt að sjokkið gæti ekki orðið meira þegar ég fékk að vita að barnið mitt væri og yrði mjög veikt og þyrfti strax í aðgerð við fæðingu. En þegar læknirinn sagði okkur að hún þyrfti að fara í aðgerð til Bandaríkjanna, þá hrundi allt. Við að heyra það varð alvarleiki málsins eiginlega enn meiri. Við vissum það ekki þá, en vitum núna, að barnaspítalinn í Boston er einn besti barnaspítali heims og þar er veitt úrvals þjónusta. Þessar áhyggjur reyndust því óþarfar. En á sínum tíma var þetta mikið mál fyrir okkur. Við vorum ekki aðeins að bíða eftir að barnið fæddist og fá þá loks að vita hvernig ástandið yrði og fylgja henni í aðgerð í kjölfarið, heldur þurftum við líka að velta fyr- ir okkur hverju ætti að pakka niður og hvenær, hvar við myndum gista í Boston, hvernig yrði tekið á móti okkur, hvað við yrðum lengi að heiman, hvað yrði um stóra bróður, hvernig við ættum að safna fyrir þessu öllu á stuttum tíma og svona mætti lengi telja. Og allt þetta varð að gerast á einum sólarhring.“ Handskrifað vegabréf án kennitölu „Fyrstu tímarnir eftir fæðinguna voru því ekki eins og flestir telja eðlilega. Fyrst þurfti að plana skírnina, hringja í prest og bjóða fólki og svo stuttu seinna þurfti að græja vegabréf fyrir nýfædda barnið. Við fengum nokkurra tíma svefn en vöknuðum svo snemma daginn eftir fæðingu. Það var nú ágætis prósess sem beið okkar, en lukkaðist á endanum. Það kom ljósmyndari á vökudeild og tók myndir sem við fórum svo með í Útlendingastofu og sóttum um vega- bréf. Þetta var svo mikil flýtimeðferð að vegabréfið er handskrifað og án kennitölu, þar sem hún var ekki tilbúin. Þetta ferli náði nú samt að láta nokkur tár falla, þar sem afgreiðslukonan hjá Útlendingastofu hafði fyrst beðið um að barnið kæmi með okkur og næstum því ekki gerlegt að græja þetta án þess að hún kæmi með – sem var auðvitað nokkuð sem við hefðum óskað að gæti gengið eftir, en því miður var hún föst við vélar á Vökudeild – og svo var sett út á myndina af henni þar sem hún var ekki með opin augun. Þetta eru svona smáhlutir sem eflaust mörgum finnst algert aukaatriði og ekki einu sinni merkilegt, en þetta skipti miklu máli fyrir okkur á þessum tíma. Við vorum mjög viðkvæm fyrir öllum smáatriðum”. Yngsti farþegi Icelandair ,,Þegar við fórum til Boston, 25. ágúst 2004, dag- inn eftir fæðingu, var hún yngsta barnið sem hafði farið frá Íslandi og yngsti farþegi Icelandair. Ferða- lagið gekk vel. Regína Krista hafði það gott og svaf alla leiðina. Með í för voru aðrir foreldrar og barnið þeirra sem var á leið í hjartaþræðingu, tveir læknar og hjúkrunarkona. Ferðalagið var líka þokkalegt fyrir Regína Krista var skírð á vökudeild Landspítal- ans um fjór- um klukku- stundum eftir fæðingu. Nafnið hennar þýðir „drottning Krists“. Venst aldrei hræðslunni við að fara með barnið sitt í aðgerð Regína Krista Eyjólfsdóttir er sex ára lífsglöð stúlka í Njarðvík. Hún hefur þó gengið í gegnum meiri þrautir heldur en flestir jafn- aldrar hennar því hún hefur þurft að fara í tólf hjartaaðgerðir um ævina. Hún var aðeins dagsgömul þegar hún fór til Boston í fyrstu aðgerðina. Anna Kristine ræddi við Þórdísi Elínu Kristinsdóttur, móður Regínu, um litlu stúlkuna og áhrif veikinda hennar á fjöl- skylduna. Ljósmyndir/Hari 46 viðtal Helgin 17.-19. desember 2010
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.