Fréttatíminn - 17.12.2010, Qupperneq 50

Fréttatíminn - 17.12.2010, Qupperneq 50
Besta jólamyndin The Nightmare Before Christmas – 1993 Myndin er sprottin upp úr frjóum huga leikstjórans Tims Burton og er ef til vill ekki mjög jólaleg við fyrstu sýn. Álits- gjafar Fréttatímans sjá hins vegar lengra en nef þeirra nær og telja The Nightmare Before Christmas bestu jólamyndina. „Þegar jólasveininum hefur verið rænt er ljóst að jólin verða heldur óhefðbundin. Þetta er djöfullega dásam- legur jólasöngleikur um fallegt hjartalag, stór mistök og þá staðreynd að það er alltaf best að vera maður sjálfur. Boðleg áhorfendum á aldrinum sex til sextíu og sex ára.“ – Erla Hlynsdóttir „Ég hef alltaf elskað þessa mynd. Út af tónlistinni og áferðinni. Svo tengdi ég svo lengi við aðalpersónuna. Jack Skellington er leitandi sál á toppi tilveru sinnar. Hann ákveður að hann geti ekki fundið hamingjuna þar sem hann er staddur og brýtur alla ramma í kringum sig. Rennur svo á rassgatið með það og uppgötvar að hamingjan er þar sem hún hefur alltaf verið – nákvæmlega hér. Snilld.“ – Birgir Örn Steinarsson 2. sæti Fanny och Alexander – 1982 Svíinn Ingmar Bergman á aðra bestu jólamyndina að mati bíójólabarna Fréttatímans. Hér segir leikstjórinn sögu krakk- anna Fanny og Alexanders sem takast á við lífið og tilveruna í Svíþjóð á öndverðri 20. öld. „Fanny och Alexander eftir Bergman. Jólastemningin í veislunni er svo mögnuð að hún er nánast áþreifanleg. Og litirnir, maður minn, aldrei hefur rauði liturinn verið fegurri en í þessari mynd. Svo er persónusköpunin frábær hvort sem um er að ræða þá sem eru í stórum hlutverkum eða litlum. Sagan inniheldur hina fullkomnu blöndu trega og húmors.“ – Sigríður Pétursdóttir „Uppáhalds jólamyndin mín er Fanny og Alexander. Með því að fylgjast með jólaboði Ekdahl-fjölskyldunnnar hríslast alls konar notalegar og yfir- spenntar jólaminningar fram. Eina myndin sem ég ætla mér að horfa á um hver jól en geri auðvitað aldrei af því að klukkutímarnir fimm finnast ekki.“ – Einar Logi Vignisson 3. sæti Love Actually – 2003 Leikstjórinn og handritshöf- undurinn Richard Curtis segir hér snúnar ástarsögur fjölda fólks sem fléttast saman í miðju jólabrjálæðinu í London. Fjöldi góðra leikara kemur við sögu og nægir í því sambandi að nefna Bill Nighy, Colin Firth, Liam Neeson, Emma Thompson, Keira Knightley og sjálfan Hugh Grant. „Amerísk ástarvella á vitanlega hvergi heima nema í ruslinu. Bresk ástarvella er aftur á móti alltaf velkomin í tækið mitt, sér í lagi þegar henni fylgir góður skammtur af húmor. Ekki skemmir fyrir að í þessari mynd fáum við að njóta Hughs Grant sem ég hef af einhverjum mjög svo óræðum ástæðum alltaf verið eilítið heit fyrir.“ – Erla Hlynsdóttir „Love Actually. Rómantísk, fyndin og jólaleg. Kemur mér alltaf í „jólaskapið“. Kannski væmin, kannski klisja ... en samt frábær að mínu mati!“ – Guðríður Haraldsdóttir 4. sæti National Lampoons Christ- mas Vacation – 1989 Chevy Chase fer á sínum gamalkunnu kostum sem fjöl- skyldufaðirinn Clark Griswold sem er svo yfirdrifinn og öfga- fullur í jólastússinu að hann gæti vel verið Íslendingur. Þrátt fyrir góðan vilja fer iðulega allt úrskeiðis hjá kallinum og jólahald stórfjölskyldunnar er því í stórhættu. „Það er ekkert hægt að gera svona lista án þessarar myndar. Allt sem ein jól gæti prýtt og lýtt og hver þekkir sig ekki í heimilisföðurnum sem reynir að gleypa jólin sem gubba bara á hann á móti?“ – Brynhildur Björnsdóttir 5. sæti Miracle on 34th Street – 1947/1994 Þessi sígilda og hlýja jólamynd hafnar í 5. sætinu. Hér segir frá ljúfum, gömlum manni sem er álitinn geðveikur þegar hann heldur því fram fullum fetum að hann sé jólasveinninn. Natalie Wood leikur litla stúlku sem hefur trú á þeim gamla. „Kraftaverk á 34. stræti (1994). Hef því miður ekki séð frum- gerðina (1947) en þessi finnst mér skemmtileg og mjög svo jólaleg. Trú mín á jólasveininn eykst við hvert áhorf.“ – Guðríður Haraldsdóttir „Kraftaverkið á 34. Stræti. Mæli eindregið með uppruna- legu útgáfunni frá 1947. Þar er Natalie Wood í hlutverki Susan, hún var aðeins tíu ára þegar myndin var tekin og frábær leikkona. Í öðrum hlutverkum eru til dæmis Maureen Ó Hara, John Payne og Edmund Gwenn. Fullkomin mynd til að horfa á með börnum og barnabörnum undir teppi. Heitt súkkulaði og piparkökur fara einkar vel með þessari mynd.“ – Sigríður Pétursdóttir Einnig nefndar: Gremlins – 1984 „Þessari mynd að þakka að ég er svona þæg og góð.“ – Erla Hlynsdóttir Die Hard – 1988 „Bara eitthvað með Bruce Willis. Djöfullinn sem ég elska þennan mann.“ – Lára Björg Björnsdóttir Scrooged – 1988 „Klassísk jólasaga í kaldhæðn- um búningi. Snilld.“ – Birgir Örn Steinarsson A Christmas Carol „Þessi mynd hræddi úr mér lifrina þegar ég var yngri en ég horfði samt alltaf á hana á jólunum.“ – Lára Björg Björnsdóttir It’s a Wonderful Life – 1946 „Mynd sem sýnir fram á að lífið er þess virði að lifa því, sama í hve miklum hremm- ingum maður lendir.“ – Sigríður Pétursdóttir About a boy – 2002 „Telst kannski strangt tiltekið ekki til jólamynda.“ – Brynhildur Björnsdóttir Gone With the Wind – 1939 „My life is over. Nothing will ever happen to me anymore.“ – þarf eitthvað að ræða þessa dýrð?“ – Lára Björg Björnsdóttir Jólamartröðin besta jólamyndin Bíómyndir eru margar hverjar vel til þess fallnar að kveikja notalegar minningar og koma fólki í jólaskap. Fréttatíminn fékk nokkra kvikmyndaunnendur til að nefna bestu jólamyndirnar að þeirra mati. Eins og sést á niðurstöðunum þurfa jólin alls ekki alltaf að vera í brennidepli í „jólamyndunum“ og stundum vegur þyngra að ákveðin mynd tengist minningum um löngu liðin jól. Þannig kemur Gone With the Wind við sögu hérna og þríleikurinn um Hringadróttins sögu var tilnefndur í einu tilviki. Flest stig fékk þó The Nightmare Before Christmas sem er óumdeild jólamynd þrátt fyrir drungalegan titilinn. Jack Skellington lærir sína dýrmætu lexíu um jólin í The Nightmare Before Christmas. Jólaveislan í Fanny och Alex- ander eftir Ingmar Bergman kemur með jólastemninguna beint í æð. Bill Nighy syngur jólalag eins og honum einum er lagið í Love Actually. Ástin og jólin. Álíka góð blanda og malt og appelsín. Natalie litla Wood hefur óbilandi trú á jólasveininum í hinni sígildu og hugljúfu Miracle on 34th Street. Klaufabárðurinn Clark Griswold getur með brölti sínu bæði eyðilagt jólin og bjargað þeim um leið. Álitsgjafar: Erla Hlynsdóttir blaðakona, Guðríður Haraldsdóttir aðstoðarritstjóri Vikunnar, Einar Logi Vignisson auglýsingastjóri, Lára Björg Björnsdóttir rithöfundur, Birgir Örn Steinarsson tónlistarmaður, Sigríður Pétursdóttir, umsjónarkona Kviku og rithöfundur, Brynhildur Björnsdóttir blaðakona. Þetta er djöfullega dásamlegur jóla- söngleikur um fallegt hjartalag, stór mistök og þá staðreynd að það er alltaf best að vera maður sjálfur. Við erum sérfræðingar í matvælaflutningum Upplýsingar um afgreiðslustaði og opnunartíma er að finna á landflutningar.is Sendu jólapakkana með Landflutningum og allt andvirði flutningsgjaldsins rennur óskipt til jólaaðstoðar Mæðrastyrksnefndar. Hámarksþyngd 30 kg eða 0,1 m3 890 kr. GLEÐI GJAFIR E N N E M M / S IA • N M 44 05 5 50 kvikmyndir Helgin 17.-19. desember 2010
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.