Fréttatíminn - 17.12.2010, Side 62

Fréttatíminn - 17.12.2010, Side 62
62 viðhorf Helgin 17.-19. desember 2010 Á gætu áheyrendur, góða fólk – eða get ég gengið út frá því að þið séuð góð, að við séum góð? Er það ekki of djarft, jafnvel glóru- laus bjartsýni? Því ef maður horfir snöggvast yfir mannkynssöguna, blaðar í bókum um sagnfræði, þá er erfitt að verjast þeirri hugsun að maðurinn sé grimm vera, og mis- kunnarlítil. Óhæfuverk mannsins eru fleiri en stjörnur himinsins, og þær eru margar. Grimmd hans virðist einfaldlega engin takmörk sett. Hvort sem horft er til fortíðar eða nútíðar. Og við, sem einstak- lingar, manneskjur, við sem hópur, sem þjóð, virðumst ekki hafa það afl í okkur sem þarf til þess að stöðva óskiljanlega grimmd sög- unnar. Höfum ekki aflið, kjarkinn og viljann til að rísa upp úr hvers- dagsleika okkar, upp úr öryggi og þægindum hversdagsins, og berj- ast fyrir mannúð, fyrir góðsemd. Eða hversu margar stundir lífs okkar höfum við beinlínis notað í þá baráttu, baráttu gegn ofbeldi, óréttlæti, kúgun, grimmd? Hversu mörgum stundum höfum við fórnað í þá baráttu? Ég spyr þess vegna aftur; getum við, þegar við ávörpum fleiri en tvo eða þrjá í einu, hafið mál okkar með þessum orðum – góða fólk – er það blátt áfram réttlætanlegt? Löðrandi í illsku Við skulum samt ekki gleyma þessu: Það er til góðsemd í mann- inum. Það er til fórnfýsi og fegurð, það eru til sögur sem lýsa jafnvel óendanlegri góðmennsku og fórn- fýsi hans. En þær sögur eru því miður ekki fleiri en stjörnur him- insins. Er þá minna um góðsemd en grimmd í heiminum? Já, segir mannkynssagan, staðhæfir það hiklaust, án umhugsunar, og er fljót að hlaða upp sönnunum, hlaða upp frásögnum, sönnunargögnum – hlaða upp líkunum. Já, segja fjölmiðlar dagsins, enda er mikill meirihluti frétta neikvæður, sumar eru blátt áfram dimmar og illskufullar, segja af drápum, svik- um, nauðgunum, taumlausri græðgi og fyrirlitningu gagnvart lífinu. Það kemur líka í ljós að grimmdin er glimr- andi söluvara, það verða margir ríkir af henni; ég þarf ekki að nefna vopnafram- leiðendur heimsins, það er kunn staðreynd sem allt mannkynið virðist þó máttlaust frammi fyrir, en ég nefni tölvuleiki fyrir börnin okkar, leiki sem ganga út á að drepa nógu marga og á sem skemmstum tíma. Þeir seljast vel, rokseljast, og ein af sölubókum ársins, sænskur krimmi sem á eftir að rata í ófáa jólapakkana, er aug- lýst á bókarkápu með því að vitna í ritdóm stórblaðsins The Times: Hörkuspennandi, nístingsköld og löðrandi í illsku. Nístingsköld. Löðrandi í illsku. Ég gæti sjálfsagt staðið hér í allt kvöld, velt fyrir mér og spurt, á hvaða leið erum við, er ekki eitt- hvað verulega mikið að nútímasam- félaginu, leynist þar ekki djúplæg skemmd eða truflun, eða hvers vegna er það eftirsóknarvert að gefa bók í jólagjöf sem er ekki bara nístingsköld, heldur líka löðrandi í illsku? Að það sé beinlínis, og markvisst, gert út á algera illsku og mannvonsku. Því sjúkari sem glæpamaðurinn er, og nær hinni algerri illsku – því betra. Því meiri möguleikar á sölu. Ég skil vel þörfina fyrir spennu, hasar, flækjur í glæpasögum, mikil ósköp, en fyrr má nú rota en dauðrota. Og ég spyr aftur, hvað er það í okkur sem kall- ar af þessum ákafa á nístingskulda, löðrandi illsku? Er það blátt áfram grimmdin í mannin- um, enn ein sönnun þess að það sé hún sem knýr söguna? Er það einhvers konar laundjúp þrá eftir upplausn allra gilda? Eða hvað þýðir það að vera löðrandi í illsku? Jú, það er að hata lífið, fyrirlíta það svo algerlega að þú þráir ekkert heitar en að tortíma því, og helst á afskræmdan hátt. Hvað ætlarðu að gefa móður þinni í jólagjöf, manni þínum, dóttur þinni, jú, helvíti spennandi sænskan krimma sem er nístingskaldur, löðrandi í illsku – þeim sem ég elska gef ég bók sem fyrirlítur lífið. Heimur ljótleika og fegurðar Við horfum á sjónvarpsfréttir, lesum blöðin, hlustum á útvarp, það er maður myrtur í Noregi, börn hneppt í þrældóm einhvers staðar í Asíu, þau deyja úr hungri í Afríku, á Haítí deyr fólk eins og flugur, lifir í eymd og ótta, og um alla veröld fara menn um vankaðir af grimmd og dópi, myrða og nauðga og sví- virða allt líf sem á vegi þeirra veður. Einn dagskammtur af fréttum; hversu mörg lík liggja í honum, hversu mikl eymd, vonleysi, óham- ingja, hversu margar nauðganir, hungurdauði, svik, hatur? Líklega ómælanlegt. Og hvað gerum við, hér í skjóli Íslands, fjarri ógnum heimsins, ein ríkasta þjóð veraldar, sem við erum enn, þrátt fyrir erfiðleika, þrátt fyr- ir nokkra skafla – hvað gerum við, hvernig tökum við á móti þessum dagskammti? Ja, sum okkur standa upp, fara inn í rúm til að lesa bók sem er löðrandi í illsku. Gefum okkur það, svona til gam- ans, að þróuð vera utan úr geimn- um ætti leið hér um, og að hún yrði vitni að þessum dagskammti af eymd mannkynsins, grimmd og mismun, og sæi okkur síðan leggjast upp í rúm; ekki til að jafna okkur, syrgja veröldina, heldur lesa bók sem er löðrandi í illsku. Hvað myndi hún gera? Myndi hún ekki bara forða sér burt og láta girða sólkerfið af – komið ekki nær þessari plánetu en sem nemur 100 ljósárum! Það er auðvelt að fyllast svart- sýni, bölsýni, depurð í þessum heimi ofbeldis, svika, græðgi, eigingirni. Í þessum heimi skíts og stjarna, eins og Geirlaugur Magn- ússon skáld orti einu sinni. Og þar höfum við það, heim skíts og stjarna – heim ljótleika og fegurðar. Því þetta er fagur heimur þótt hann ætti, mætti og gæti verið fegurri, betri, réttlátari. Þegar við náum að rífa okkur frá hinum dimmu frétt- um sem fjölmiðlar og sögubækur eru uppfullar af, náum að horfa í kringum okkur, þá sjáum við víða fegurð, þá sjáum við góðsemd, og þá göfgun sem vex af henni. Og þá spyr maður sig kannski, af hverju er góðsemdin aldrei á forsíðum blaða, fyrsta frétt í fjölmiðlum, og af hverju er hún nánast fjarverandi í mannkynssögunni? Vond frétt er góð frétt, þannig hljómar sirka lögmálið. Bók sem er löðrandi í illsku selst vel, þannig hljómar sirka lögmálið. Fólk hittist á förnum vegi hér á Íslandi, í Þýskalandi, í Sidney, og það eru meiri líkur á að það tali um hörmungar og svik heldur en góð- semd og fórn. Getur verið að eftir- sókn okkar eftir vondum fréttum, bókum og kvikmyndum löðrandi í illsku, auki beinlínis á böl heims- ins? Að í stað þess að berjast fyrir góðsemd, fórnfýsi og auka þannig vægi þess í veröld okkar, lofum við fjölmiðlum að spila látlaust stef dauðans, stef hörmunga, stef græðgi og vonleysis? Það er auð- vitað hlutverk þeirra að láta vita af þeim, segja frá illum verkum, draga þau fram í dagsljósið, en ætti það ekki líka að vera hlutverk þeirra að segja jafn ákaft frá hamingju, frá fórn, frá góðsemd?Við erum það sem við segjum og gerum, og hvað segjum við, hvað gerum við? Hvar er okkar fórn? Hvernig bætum við heiminn, hvað gerum við til að draga úr óréttlæti? Eru Íslendingar kaldlyndir? Hvað gerum við sem einstaklingar, sem þjóð? Ja, hér er lítið dæmi: Við lendum í fjármálakreppu, og það fyrsta sem við gerum er að draga verulega úr þróunaraðstoð, höfum ekki efni á henni, segjum við. Við sem eigum nánast allt, sveltum ekki, er ekki kalt, förum í skemmtiferðir til útlanda – um leið og þrengir að, grynnkar í budd- unni, þá minnkum við snarlega að- stoð við þá sem deyja úr hungri úti í heimi, þá sem eiga enga mögu- leika á menntun, á mannsæmandi lífi, nema með aðstoð okkar sem höfum allt. Það þrengir aðeins að, tímabundið, og við drögum sam- stundis úr aðstoð við þá sem allra minnst eiga í þessari veröld – við sem höfum aldrei lagt það til í þró- unaraðstoð sem við ættum að gera samkvæmt alþjóðasamningum. Höfum aldrei sýnt þá reisn. Erum við þá góð, er í einlægni hægt að segja það um okkur – erum við ekki alltof eigingjörn, sjálfgóð, til að kallast góðar, fallegar manneskj- ur? Hvað myndi Kristur til dæmis segja um okkur? Ég spyr, af hverju erum við ekki meiri en þetta, hvar er stærðin í okkur? Getum við, með þetta í huga, búist við rétt- látum heimi? Hvaðan á réttlætið að koma nema frá okkur sjálfum? Eða hvernig getum við fengið okkur til þess að draga stórlega úr aðstoð við þá sem nær ekkert eiga, með þeim rökum að við höfum ekki efni á því, á meðan fjöldinn allur fer um jólin í skíðaferðir til Evrópu, í inn- kaupaferðir til Boston, þegar dýr raftæki seljast enn vel; í stuttu máli, þegar við lifum enn, þrátt fyrir allt, við ofgnótt? Erum við þá ekki eigin- gjörn og kaldlynd þjóð? Bjarga lífi eða panta pitsu? Erum við kaldlynd þjóð? Þetta er ekki fallegt af mér, ég viðurkenni það, en ég sendi ykkur inn í skammdegið, inn í jólin, með þessa spurningu. Með þennan efa. Með þessa ásökun. En ég segi líka, og að endingu, að þar sem við bregð- umst sem þjóð, þar getum við risið upp sem einstaklingar. Og það get- um við, hvert og eitt okkar, með því til dæmis að aðstoða þá beint sem minna mega sín í þessari veröld, hvort sem þeir búa hér á landi eða í fjarlægum löndum. Það kostar það sama að greiða skólagjöld, fæði og læknisþjónustu fyrir barn í Afríku í einn mánuð og að panta eina 18 tommu pitsu með tveimur álegg- stegundum – hversu margar pitsur eru pantaðar á Íslandi á ári? Hversu mörg börn í Afríku búa við skort og óhamingju? Þetta er einfalt reikn- ingsdæmi. Og ekki vantar sam- tökin til að taka á móti framlögum. Munið, það breytir enginn heim- inum fyrir okkur, við verðum sjálf að gera það. Upphafið að nýjum, betri, fallegri heimi kemur ekki að utan, kemur ekki sem ljósgeisli af himnum, kemur ekki sem laga- breyting frá stjórnvöldum – heldur kemur það að innan, frá hverjum og einum. Þaðan getur komið mikið og óstöðvandi afl. Hver manneskja, hver einstaklingur, ber ábyrgð á veröldinni. Við getum annaðhvort svikist undan eða gengist við henni. Okkar er valið. Þessi grein var flutt sem erindi á að- ventukvöldi í Lágafellskirkju sunnu- daginn 5. desember síðastliðinn. Eru Íslendingar kaldlynd þjóð? HEIMUR SKÍTS OG STJARNA Jón Kalman Stefánsson rithöfundur Lín Design Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is 30% afsláttur af öllum jólavörum Jólasæ ngurfatn aður Jóladú kar Jólasv untur Jólapú ðar Gildir alla helgina Opið laugardag & sunnudag 11 - 18 Munið, það breytir enginn heiminum fyrir okkur, við verðum sjálf að gera það. Upphafið að nýjum, betri, fallegri heimi kemur ekki að utan, kemur ekki sem ljósgeisli af himnum, kemur ekki sem lagabreyting frá stjórnvöldum – heldur kemur það að innan, frá hverjum og einum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.