Fréttatíminn - 17.12.2010, Side 68

Fréttatíminn - 17.12.2010, Side 68
 MatartíMinn íslandssagan á diskinuM E ftir að íslenskir bændur komu í veg fyrir þéttbýlismyndun og uppbygg­ingu sjávarútvegs undir lok fimm­ tándu aldar og í byrjun þeirrar sextándu má segja að Ísland hafi verið landbúnaðar­ samfélag sem vildi svo til að lá í miðjum fengsælustu fiskimiðum veraldar. Það var ekki fyrr en undir lok nítjándu aldar sem Íslendingar sneru sér til hafs. Fram að þeim tíma voru þeir eins og Korsíkubúar: eyjarskeggjar sem leituðu ekki á haf út eins og Sardiníumenn held­ ur horfðu inn til landsins. Matarmenning Korsíkubúa hverfist um villisvín, kastaníu­ hnetur og sveppi á meðan Sardiníumenn heita í höfuðið á frænku síldarinnar. Án þess að við ætlum að hætta okkur út í stjórnmála­ og menningarsögu Miðjarð­ arhafsins getum við fullyrt að munurinn á matnum hjá íbúum þessara tveggja eyja á sér ekki aðeins landfræðilegar skýringar. Auðvitað spila skógarnir á Korsíku rullu, enda miklar matarkistur. En orsakirnar liggja ekki síður í pólitík, völdum og valda­ baráttu. Sú er alla vega raunin hér á Íslandi. Ís­ lenskir bændur nýttu styrk sinn fyrir 500 árum til að stöðva þéttbýlismyndun af ótta við að verða undir í samkeppni um vinnu­ afl. Þéttbýlið var forsenda þess að hægt væri að byggja upp fiskveiðar sem atvinnu­ veg. Þótt bændur hafi sjálfir róið til fiskjar höfðu þeir ekki bolmagn til að stunda út­ hafsveiðar. En þeir höfðu nægan pólitísk­ an styrk til að hindra að öðrum tækist það. Af þessum sökum höfðu hin gjöfulu fiski­ mið kringum Ísland góð áhrif á byggðar­ lög á Bretagne­skaga, í Baskalöndum og á austurströnd Bretlands á meðan lífskjör almennings hér heima hrörnuðu. Andstaða bænda við sjávarútveg eru ef til vill skiljanleg. Vegna kólnandi veðurs og stórskertra landgæða var íslenskur landbúnaður í raun kominn á hnén um 1400. Hann stóð varla undir sjálfum sér, hvað þá blómlegu samfélagi. Landbúnað­ urinn skrimti síðan næstu aldirnar í skjóli pólitískrar kúgunar, vistarbanda og hjúa­ laga þar sem vinnufólk var í raun gert að réttindalausu geldfé, sem var óheimilt að giftast og eignast börn. Undir lok nítjándu aldar fóru bændur að missa tökin á samfélaginu. Fólkið flúði undan þeim til Vesturheims. Síðar tóku verstöðvarnar að byggjast upp. Þörf bænda fyrir ókeypis vinnuafl var þá mætt með barnaþrælkun allt þar til vélvæðing­ in gerði framlag barnanna óþarft. Menn­ ingarlegur heilaþvottur var svo sterkur að vinnufólkið, sem slapp úr sveitunum og fluttist á mölina, sendi börnin sín í þrælk­ unarvist í sveit. Að baki þessu lá linnu­ laus áróður um vont fólk og kúltúrlaust í verstöðvum en glæsilegt menningarlíf upp til sveita. Það er varla fyrr en á átt­ unda áratug síðustu aldar að það verður ekki lengur mannkostalýsing í íslenskum skáldverkum að persónur séu úr sveit og merki um viðsjárverðan karakter að hann hafi alist upp á mölinni. En gamli bænda­ áróðurinn er enn ríkjandi í þjóðarsálinni. Íslendingar falla þannig fram og tilbiðja hvern þann sveitalurk sem Ómar Ragnars­ son dregur fram, sem eitthvað hreint, upp­ runalegt og fagurt í andstöðu við óhreint, spillt og ljótt líf verstöðvanna. Yfirlýsing Jörundar hundadagakonungs með því að setja þorsk í skaldarmerki Ís­ lands sýnir að bylting hans snarist ekki síður um nýtingu auðlinda til atvinnuþró­ unar en stjórnskipan. Og hún minnir okk­ ur á að átökin milli sveitanna (einangrun­ ar) og verbúðanna (samskipta við útlönd) voru kvik í gegnum alla Íslandssöguna. Og við ættum að hafa þetta í huga þegar við veltum fyrir okkur matarmenningu Ís­ lendinga. Að hluta til er lítið vægi sjávar­ fangs afleiðing pólitískrar valdabaráttu en að hluta til sjáum við ekki vægi hafs­ ins vegna þess að sagan hefur verið sögð af sigurvegurunum; kúgurunum sem reyndu að sannfæra þjóðina um að síld og kræklingur væri ófínni matur en magáll og svið. Marineruð síldarflök  uppskrift silfur hafsins  uppskrift saMnorræn gErsEMi Matur Þórir Bergsson og Gunnar Smári Egilsson matur@frettatiminn.is 68 matur Helgin 17.-19. desember 2010 Eins og ýmsar útgáfur af mariner- aðri síld eru sameiginlegar öllum þjóðum Skandinavíu eiga þær líka í sameiningu eftirrétt úr gömlu rúg- brauði og eplum eða rabarbara. Og í öllum löndunum kallast þessi réttur Bóndadóttir með blæju eða eitthvað ámóta; jafnvel Jómfrú með slör. Það er því kjörið að matbúa Bónda- dóttur með slör fyrir fjölskylduna; bæði til að taka þátt í hámóðins tískubylgju hins norræna eldhúss en líka til að horfa á fjölskylduna borða gamalt rúgbrauð sem delikatessu. 1. Afhýðið eitt og hálft kíló af eplum, takið kjarnann úr þeim, brytjið og setjið í pott ásamt 100 grömmum af hrásykri og vanillustöng sem þið hafið rist og skorið innan úr (hendið bæði baununum og stönginni í pottinn). Hitið að suðu og leyfið að malla þar til eplin eru orðin að þykku mauki en enn með góðum bitum saman við. Leyfið maukinu að kólna og fjarlægið vanillustöng- ina. 2. Skerið um 200 grömm af gömlu rúg- brauði í smáa teninga og steikið upp úr um 50 grömmum af smjöri og með um 75 grömmum af hrásykri. Gætið þess að þetta brenni ekki við (og notið ómerkilegustu pönnuna ykkar). 3. Setjið um þriðjung af brauðmol- unum neðst í eina skál eða mörg glös, síðan þriðjung af eplamauk- inu, þá meira af brauði og svo koll af kolli. Ofan á efsta lagið koma síðan um 200 millilítrar af þeyttum rjóma. Ef þið eigið frosinn rabarbara er kjörið að nota hann í staðinn fyrir eplin (og setja þá eilítið meira af sykri í pottinn) enda er það í alla staði þjóðlegra. Á kaffihúsinu Loka, efst á Lokastíg, var einu sinni hægt að fá heima- lagaðan ís með rúgbrauði. Það hefur verið nútímaleg útfærsla á Bóndadóttur með blæju. Þið getið gert svona ís heima með því að styðjast við uppskrift að vanilluís (ef þið eigið ísvél) og sjóða þá ef til vill 2-4 matskeiðar af calvados með rjómablöndunni til að vísa til eplanna. Þegar ísinn er tilbúinn blandið þið dálitlu af sykruðu rúg- brauði úr uppskriftinni hér að ofan saman við. Það mætti líka setja þessa upp- skrift í ostakökubúning með því að blanda rúgbrauðsmolunum saman við óbráðið smjör og þrýsta niður í kökuform og hella ostakökublöndu kryddaðri með calvados og/eða eplamauki yfir og baka (ef stuðst er við New York-ostakökur) eða kæla (ef stuðst er við sætari og eftirréttarlegri útgáfur). Það er pólitísk óskynsemi í matinn ... vegna þess að sagan hefur verið sögð af sigurveg- urunum; kúgur- unum sem reyndu að sannfæra þjóðina um að síld og kræklingur væri ófínni matur en magáll og svið. Í Hafbergi við Gnoðarvog fæst ágæt saltsíld. Biðjið Geir eða einhvern annan afgreiðslumann að flaka hana fyrir ykkur. Kallarnir í fiskbúðinni eru svo klárir að þeir ná örugglega betri nýtingu en þið. Bóndadóttir með blæju INNBYGGÐ KVÖRN! KRYDDAÐU UPP Á NÝJUNGUM KRYDDKVARNIR – ÞVÍ AÐ NÝMALAÐ ER BEST Lj ós m yn d/ Al da L óa Okkur finnst engin ástæða til að trúa goðsögum um að Íslendingar hafi frekar soltið en að leggja sér síld til munns eða að þeir hafi fyrst og fremst notað síld sem áburð á tún. Við viljum trúa því að rekja megi litlar heimildir um hvernig Íslendingar borðuðu síld til þess að sveitirnar stjórnuðu menningarlífinu og hinni opinberu sögu og neysla á sjávarfangi sjáist því illa í heimildum. Allar þjóðir Skandinavíu halda síldina í heiðri. Þar má fá dýrindis steikta síld á öðru hverju veitinga- húsi og endalaust úrval marineraðrar síldar. Okkur hefur gengið erfiðlega að fá heimilisfólkið til að vinna beinin úr nýrri síld (það er deyjandi hæfni á Íslandi) en beinin eru hins vegar ekkert vandamál í marineraðri síld. Beinin mýkjast í edikblöndunni og fólk borðar þau án þess að vita af því. Hér er því uppskrift að marineraðri kryddsíld: 1. Kaupið sex saltsíldar og fáið fisksalann til að flaka þær fyrir ykkur. Útvatnið síldarflökin yfir nótt í ísskáp. 2. Setjið 400 millilítra af vatni, 400 millilítra af ediki, einn bolla hrásykur, 2 matskeiðar piparkorn, eina matskeið af kórían- derfræjum, 2 matskeiðar sinnepsfræ, 10 negulnagla, 15 allrahanda-ber og 2 lárviðarlauf í pott, kveikið undir, látið suðuna koma upp og leyfið að malla í um hálftíma. Kælið. 3. Þerrið síldarflökin og skerið í þriggja sentimetra bita (það má líka leyfa flökunum að vera heilum). Skerið tvo stóra rauðlauka og eina gulrót í sneiðar og setjið ásamt síldarbitunum í dauðhreinsaða krukku ásamt fínlegri hlutunum af nokkrum dill-greinum og hellið kaldri ediks- blöndunni yfir þannig að fljóti vel yfir. Þessi síld er nokkuð krydduð og jólaleg. Þeir sem vilja minna krydd (og meira síldarbragð) geta sleppt kóríander, negul- nöglunum og allrahanda og helmingað piparinn og sinnepsfræin og skipt út rauðlauk fyrir enn mildari hvítan lauk (eða bara sterkari hefðbundinn gulan lauk). Síðan getið þið gert prufur með eplaediki, vínediki eða einhverju allt öðru. Í raun má allt nema rugla of mikið með hlutfallið milli vatns, ediks og sykurs. Markmiðið ætti að vera að ramba loks á uppskrift sem mun lifa í ættinni löngu eftir að þið eruð dauð og gleymd. Ef trúa má sögunni eru Íslendingar eyjarskeggjar sem standa á ströndinni og horfa inn til landsins. Þeir snúa baki í gjafir hafsins en mæna löngunaraug- um á búfénað- inn. Þessi staða er fullkomlega óskynsamleg út frá land- kostum. Og eins og önnur óskynsemi á hún rætur í pólitík. Lj ós m yn d/ H ar i
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.