Fréttatíminn - 17.12.2010, Page 70

Fréttatíminn - 17.12.2010, Page 70
70 andi jólanna Helgin 17.-19. desember 2010 Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap.is Plasir 1.498 kr. All colors 50 den 1.980 kr. 120 den 2.486 kr. Tilvalið í jólapakkann! 15% Jólafsláttur af þessum frábæru hleðslutækjum  Hugmynd Hreinlegt og fallegt Hvít jól Á heimilum þar sem gluggar eru stórir og birtan mikil getur verið mjög fallegt að setja upp jólaskraut í hvítu. Pappaluktir hangandi í fallegum borðum utan um ljósaperur yfir borðinu verða eins og risastór ljósasería sem gefur fallegan blæ. Hvítur dúkur á borðum, hvítar servíettur og kristall tákna hreinleika og jafnvel nýtt upphaf þar sem rýmið verður eins og óskrifað blað. Til þess að gefa útlitinu aukinn glamúr hentar að notast við silfurlitað skraut og jafnvel hægt að strá glimmeri yfir jólaborðið. Þetta er ágæt leið til að tryggja að jólin verði hvít. -keva  Tákn jólanna Rauð jól Rauður hefur haldið velli sem jólaliturinn enda lifir hann af allar tískusveiflur. Tengsl rauða litarins við jólin er hægt að rekja aftur til 15. aldar þegar hefð var fyrir því í Evrópu að setja upp helgileik um Adam og Evu á aðfangadag. Rauð epli voru þá hengd á grenitré til að tákna forboðna tréð. Fólk tók upp á því að setja upp sambærileg tré á heimilum sínum um jólin og síðan þá hefur rauður ásamt grænum verið litur jólanna. Fyrir eplin og appelsínunar. Ávaxta- skál frá IKEA undir jólaávextina. Á jólaborðið. Íslenska jólaskrautið Sólstirni frá Stáss fæst meðal annars í Epal. Jólalegur kakóbolli frá Iittala. Earth friendly- jólastjarna úr pappír úr versluninni Heimili og hug- myndir. Eldrauð og falleg skál undir jólakonfektið frá Iittala. Kertastjakinn Skrauti eftir Stefán Pétur Sólveigarson. Hann fæst meðal annars í versluninni Kraum.  Endurvinnsla Öðruvísi jólatré H ið hefð- bundna greni- tré hentar ekki öllum, en þess í stað er hægt að leyfa ímyndunar- aflinu að ráða för og útbúa öðruvísi jólatré, til dæmis úr munum sem maður hef- ur sankað að sér en hefur nánast enga þörf fyrir. Það var einmitt þannig sem jólatré hinnar hollensku listakonu Jane Shcouten, sem rekur vefverslunina All the luck in the world, varð til þegar hún límdi gamla muni á vegginn í formi jólatrés. Önnur hollensk listakona, Ingrid Jansen frá Wood & Wool stool sem endurvinnur gömul hús- gögn, setti saman tré úr nokkrum spýtum, með þá stærstu neðst og svo koll af kolli. Einfaldar hugmyndir sem veita innblástur. Einnig er hægt að búa til tré úr bylgjupappa eða hverju því sem til fellur; aðalmálið er að kalla fram hið táknræna form greni- trésins. -keva Engar greninálar falla af pappatrjám. Dótið úr ruslaskúff- unni getur orðið að jólatré Getur þú verið heimilisvinur Abigale? www.soleyogfelagar.is HELGARBLAÐ Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.