Fréttatíminn - 17.12.2010, Page 76

Fréttatíminn - 17.12.2010, Page 76
76 andi jólanna Helgin 17.-19. desember 2010  Notalegt í miðbænum Engiferöl er frábær lífrænn gosdrykkur fyrir alla fjölskylduna. Hann er sættur með eplasafa og því laus við allan viðbættan sykur. Milt engiferbragð gerir drykkinn einstaklega bragðgóðan og því kjörinn yfir hátíðarnar. Þú verður að prófa! Hollur, sykurlaus og lífrænn gosdrykkur um jólin Fæst í verslunum um allt land Heldur í hefðina Leikkonan Edda Björg Eyjólfsdóttir hefur búið sér og fjölskyldu sinni einstaklega fallegt heimili í miðbæ Reykjavíkur. Þar býr hún ásamt eiginmanni sínum, Stefáni Má Magnússyni tónlistarmanni, og syni þeirra á efstu hæð í gömlu og fallegu háreistu húsi þar sem Edda hefur nostrað við hvern krók og kima. Ljósmyndir/Hari H vert sem litið er á heimili leikkonunnar Eddu Bjargar Eyjólfsdóttur er að finna fallega muni, bæði nýja og gamla, og að sjálfsögðu er jólaskrautið komið upp. Hlý og notaleg birta berst frá kertum í glugga, hvít hreindýr hafa lagst til hvílu í jólasnjónum við logandi kerti aðventukransins og ugla kúrir á trjágrein undir stiganum. „Mig dreymdi svo sérstakan draum um stóra uglu sem kom til mín og settist á öxlina á mér og ætli ég fari ekki að safna uglum núna, en ég síðustu árin hef ég safnað hreindýrum,“ segir Edda og má sjá nokkur þeirra prýða hillur, hvít, silfurlituð og gyllt. „Ég blanda saman nýju og gömlu skrauti en er reyndar sérstaklega hrifin af skrauti í fiftís-stíl. Sumt jólaskraut hefur mikið tilfinningalegt gildi, sérstak- lega hlutir sem ég eignaðist sem barn eins og hvíti engillinn sem amma Lóló gaf mér og svo hlutir sem ég hef fengið frá ömmu Unni úr Kópavoginum en kransinn á hurðinni var alltaf fyrstur upp hjá henni og nú fæ ég að hafa hann. þannig held ég í ákveðna hefð sem mér finnst skipta miklu máli en svo bæti ég alltaf einhverju skemmtilegu við safnið og þar eru uglur, fugla- og jólakúlur sem eru kannski eins og múffur eða ís í brauði í miklu uppáhaldi.“ Fyrir þessi jól segist Edda helst heillast af hvítu og silfurlituðu skrauti og glimmeri. „Já, nóg af glimm- eri,það er málið,“ segir hún og skellir upp úr. „Reynd- ar finnst mér jólailmurinn skipta miklu máli og hann kalla ég fram með hangikjötinu og greni. Svo set ég alltaf nokkur amaryllis-blóm í vasa því þau eru svo fal- leg og gefa góða lykt,“ segir Edda. „Já, þegar jólatréið er komið þá fyllist allt af ilminum af greni og þá eru jólin komin, svo skreyti ég það með litlum íslenskum fánum,“ segir hún og brosir. Jólunum vill Edda helst eyða í faðmi fjölskyldunnar ásamt köttunum tveimur, þeim Kjána og Sölku sem hét áður Ísold. „Salka er norskur skógarköttur sem er nýkominn til okkar. Við erum enn að finna nafn á hana og Salka eða Litla dýrið virðist ætla að verða ofan á.“ Edda er bjartsýn á komandi ár, enda margt spenn- andi að gerast hjá henni. „Það sem er fram undan er frumsýning á Fjalla-Ey- vindi í Norðurpólnum, og svo hefjast hjá mér æfingar á verkinu Farsæll farsi sem frumsýndur verður hjá LA í mars og síðast en ekki síst mun ég taka að mér að vera liðsstjóri í nýjum spurningaþætti á Skjá einum sem heitir Ha! og verður fyrsti þátturinn sýndur í janúar svo það er margt sniðugt og skemmtilegt fram undan og árið 2011 lofar góðu.“ Edda horfir til næsta árs með mikilli bjartsýni, enda margt spennandi að gerast. Hún stígur á svið í spennandi leikverkum og verður liðsstjóri í spurningaþætti á Skjá einum eftir áramótin. Hreindýrin tvö í aðventukransinum eru úr Tekkhúsinu. Hvíta jólaengilinn fékk Edda að gjöf frá ömmu sinni þegar hún var lítil og hann hefur því mikið tilfinningalegt gildi. Meðal þess sem Edda hefur safnað eru litla af- steypur af íslenskum kirkjum. Edda ásamt jólakettinum, norska skógarkett- inum sem er nýjasti fjölskyldumeðlimurinn. Kristín eva Þórhallsdóttir heimili@frettatiminn.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.