Fréttatíminn - 17.12.2010, Síða 98

Fréttatíminn - 17.12.2010, Síða 98
98 dægurmál Helgin 17.-19. desember 2010  Plötuhorn Dr. Gunna Pólýfónía  Apparat Organ Quartet Átta ár eru liðin síðan fyrsta plata Apparats kom út. Það gæti þó hafa gerst í gær því flest er við það sama í hljóðheimi orgelkvartettsins. Þessi staðreynd kemur kannski illa við þá sem bjuggust við byltingarkenndri framþró- un, en ég er sáttur við að fá þétta og góða plötu, alltaf skemmtilega og djöfullega svala á köflum. Bandið slengir nýmóðins bótum á evrópskar stuðblöðrur, hamrar þétt þýskararokk, dillibossast á Kraftwerk- stæðinu, vitnar í tónlist ítalskra hryllingsmynda og svo framvegis. Allt er Apparats-stimplað í bak og fyrir og Herra minn trúr: Það er sko gæðastimpill! the thief’s Manual  Cliff Clavin Þessir rokkstrákar úr Garðabæ nefna bandið eftir póstmanninum í Staupasteini. Þetta er fyrsta platan þeirra, níu laga rokkhlunkur. Bandið er X-megin í tilverunni og spilar í sömu deild og Dikta og Noise, syngur á ensku og byggir lögin sín í kringum hrjúf gítar-riff – of mikið altrokk til að vera metall, of mikill metall til að vera altrokk. Það er allt pottþétt í framkvæmd- inni, sándið flott og bandið velspilandi. Lögin eru bara misgóð, stundum hittir bandið naglann lóðbeint á höfuðið í svölu rokki (t.d. „As it seems“), en stundum er rokkað af full miklu andleysi. Fínasta byrjun samt. Skot  Benni Hemm Hemm Á fjórðu plötu sinni fær Benni spilaglöðu krakkana í Retro Stefson til að spila undir hjá sér í öllum tíu lögunum. Lögin eru léttleikandi og flest skemmtileg. Tónlist Benna á þessari plötu minnir stundum á skoska eðalbandið Belle & Sebastian, þetta er þægilegt indiepopp með sterkum vísunum í sixtís-popp. Textar Benna rista þó ekki jafn djúpt og hjá Skotunum, heldur eru þeir hálfgert orðakítti til að fylla upp í glufur í lögunum. Varðelda- söngvalegt kæruleysi einkennir þessa plötu, hún er afslöppuð og kát, og mörg skot fara beint í mark hjá Benna.  MatGæðinGurinn nanna röGnvalDarDóttir Á alltaf brauðdeig í krukku ÍS LE N SK A /S IA .I S /U T I 52 23 6 11 /1 0 HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND WWW.UTILIF.IS 990kr.Verð frá Húfur og vettlingar í jólapakkann P abbi var auðvitað lögfræðingur fyrst og fremst auk þess sem hann lét til sín taka í bæjarmálapólitíkinni í Hafnar-firði, en skáldskapurinn var þó aldrei langt undan,“ segir Finnur Árnason, forstjóri Haga, sem hefur, ásamt systrum sínum Lovísu og Ingibjörgu, gefið út á bók heildarsafn ljóða föður síns, Árna Grétars Finnssonar. Fyrsta ljóðabók Árna, Leikur að orðum, kom út 1982 og var gefin út af Jóni Kristni Gunnarssyni, for- stöðumanni Sædýrasafnsins í Hafnarfirði. Alls urðu bækurnar fjórar áður en Árni lést í fyrra og hafa þær verið ófáanlegar í töluverðan tíma. Til að heiðra minningu föður síns réðust systkinin því í að gefa út heildarsafn á verkum hans. Safnið dregur nafn sitt af þekktasta ljóði Árna, Lífsþor, sem er úr fyrstu bók hans. Ljóðið hefur ein- mitt hljómað víða undanfarin misseri; verið lesið upp á Alþingi, í kirkjum og öðrum samkomum um landið, enda á boðskapur þess vel við á okkar tímum. Fyrsta erindið af fjórum hljómar svona: Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga, sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa, djörfung til að mæla gegn múgsins boðun, manndóm til að hafa eigin skoðun. Finnur segir að faðir hans hafi gjarna að loknum löngum vinnu- degi setið fram eftir við skriftir. „Hann skrifaði líka mikið á ferða- lögum, hvort sem innblásturinn kom yfir hann í veiðiferðum um landið með fjölskyldunni eða á ferðum hans um heiminn.“ Ljóðin lagði hann svo fyrir fjölskylduna til yfirlestrar. Myndskreytingar léku stórt hlutverk í bókum Árna og í þessu nýja heildarsafni eru upprunalegu myndskreytingarnar úr öllum bókunum fjórum.  lífSþor Safn ljóða Árna GrétarS finnSSonar í síðasta Fréttatíma urðu þau mistök að nafn höfundar greina í glæsilegum sérkafla um jólabakst- urinn féll niður. Eins og sjá mátti á efnistökum var þar enginn nýgræð- ingur á ferðinni enda konan á bak við orðin, Nanna Rögnvaldar- dóttir, einn þekktasti matgæðingur landsins um árabil. Er það hér með fært til bókar. Nanna er höfundur fjölmargra rita um mat og matargerðarlist. Þar á meðal er hin veglega Matarást, sem var til- nefnd til Íslensku bók- menntaverðlaunanna og hlaut viðurkenningu Hagþenkis og viður- kenningu bókasafns- fræðinga sem besta uppflettiritið. Nýjasta bókin hennar heitir Smáréttir Nönnu og inniheldur uppskrift- ir að einföldum smárétt- um sem krefjast ekki mikillar fyrirhafnar. Nanna segist alltaf hafa haft áhuga á matargerð en hafi þótt skelfilega vondur kokk- ur fram undir þrítugt. Spurð um hver sé hennar eftirlætismatur segist hún ekki geta gert upp á milli rétta. „Ég á eiginlega eng- an uppáhaldsmat – eða líklega á ég frekar alltof marga uppáhaldsrétti – en það sem mig langar mest í einmitt núna er steikt andarbringa með granateplasíróps-hun- angssósu.“ Í ísskápnum segist Nanna alltaf eiga smjör, parmesanost, egg og sex mismunandi teg- undir af hnetum. „Og venjulega brauðdeig í krukku.“ ... líklega á ég frekar alltof marga uppáhalds- rétti Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.