Fréttatíminn - 17.12.2010, Page 99

Fréttatíminn - 17.12.2010, Page 99
Á hljómgrunnur.is er að finna aðgengilegt yfirlit yfir tónlistarviðburði sem eru fram undan. Rokk, djass, popp, klassík og allt þar á milli. E itt mesta furðuverk í tón­list er hæfileiki tónlistar­manna til að hleypa í gegnum sig ólíklegustu straumum tón­ listarsögunnar án þess að of­ hlaða eigin per­ formans, nú eða valda í honum spennufalli. Það er álitamál hvort er verra. Það sýnist sitt hverjum þegar tónlistarmenn leita út fyrir ramm­ ana sem þeir hafa annaðhvort sett sér sjálfir eða látið smíða utan um sig á markaðsverkstæðum stór­ fyrirtækjanna. Ástarsöngvarnir á þessum tveimur diskum þeirra Brads Mehldau og Anne Sofie von Otter eru annars vegar svíta nýrra laga eftir Mehldau við ljóð eftir Söru Teasdale (með tveimur undan­ tekningum) sem samin voru að tilstuðlan Carnegie Hall í New York og Wigmore Hall í London. Hins vegar er um að ræða safn uppáhaldslaga þeirra tveggja. Það er skemmst frá því að segja að þessi samvinna geng­ ur fullkomlega upp. Það er ekki sjálfsagt að stefnumót tveggja frábærra listamanna geti af sér svona heillavænlegt afkvæmi. En þetta eru greinilega engin skyndikynni og svona getur eng­ inn spilað og sungið án þess að búa yfir ríkulegri virðingu fyrir viðfangsefninu. Mehldau tekst í lagaflokki sín­ um að búa til einhverja tímalausa blöndu sem von Otter hvílir ákaf­ lega vel í. Röddin er frábær og raddbeit­ ingin fjölbreytt hvort sem tekið er á því eða farið á trúnó í návígi við hljóðnemann. Píanistinn og tón­ smiðurinn Mehldau kemur ekki síður sterkur frá þessu. Hvergi finnur maður fyrir því að hann halli sér að klisjum hvort sem er í eigin tónsmíðum eða útsetning­ um á fjölbreyttu lagasafni seinni disksins þar sem höfundar eru meðal annarra Leonard Bern­ stein, Jaques Brel, Michel Le­ grand og Bítlarnir. Pétur Grétarsson  Love Songs Brad Mehldau og Anne Sofie von Otter Útgáfa: NAIVE Spennandi breytur  gæðapLötur péturS grétarSSonar Föstudagur 17. desember Anna Jónsdóttir sópran og Sophie Schoonj- ans hörpuleikari skúlatún 2, 6. hæð kl. 12.15 Árlegir jólahádegistónleikar Önnu og Sophie. Á tónleikunum flytja þær uppáhaldsjólalögin sín í fjölbreyttri dagskrá. Aðgangur 1.000 kr. Jólahazar Kimi Records bakkus kl. 21 Íslenska útgáfufélagið Kimi Records ætlar að halda jóla- og útgáfufögnuð föstudaginn 17. desember með stórtónleikum á tónleikastaðnum Bakkus við Tryggvagötu. Þær hljómsveitir sem koma fram á tónleikunum hafa allar gefið út efni árinu hjá útgáfunni en fram koma: The Heavy Experience, kimono, Miri (dj sett), Orphic Oxtra, Prinspóló, Retro Stefson, Reykjavík!, Stafrænn Hákon og Sudden Weather Change. Hús opnar kl. 21:00 og tónleikar hefjast stundvíslega kl. 21:30 Aðgangur ókeypis Jólasöngvar Kórs Langholtskirkju Langholtskirkja kl. 23 Þrítugustu og þriðju jólasöngvar Kórs Langholts- kirkju verða haldnir helgina 17-19 desember. Þar syngur kórinn ásamt Gradualekór Langholts- kirkju en stórnandi er Jón Stefánsson. Gestakór verður Táknmálskórinn undir stjórn Eyrúnar Ólafsdóttur. Einsöngvari með táknmálskórnum er Kolbrún Völkudóttir. Einsöngvarar eru Andri Björn Róbertsson, Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Þóra Einarsdóttir. Einnig syngja kórfélagar úr Gradualekór Langholtskirkju einsöng. Aðgangur 3.500 kr. Í hléi er boðið upp á rjúkandi jólasúkkulaði og piparkökur. Laugardagur 18. desember Orphic Oxtra Faktory kl. 22 Orphic Oxtra fagnar fyrstu plötu sveitarinnar með útgáfutónleikum. Hljómsveitirnar Hyrrokk- inn og Sudden Weather Change spila á undan aðalnúmeri kvöldsins. Aðgangur 1.000 kr. Langholtskirkja kl. 20 og 23 (sjá lýsingu að ofan) sunnudagur 19. desember Jólatónleikar fjölskyldunnar salurinn, Kópavogi kl. 16 Skólakór Kársness flytur jólalög ásamt gestum. Aðgangur 2.900 kr. Kammersveit Reykjavíkur Áskirkja kl. 17 Á jólatónleikum sínum kynnir Kammersveitin Bach-soninn Carl Philipp Emanuel. Einleikarar eru Margrét Árnadóttir í Sellókonsert í A-dúr og Melkorka Ólafsdóttir í Flautukonsert í G-dúr. Konsertmeistari er Una Sveinbjarnardóttir og Javier Núnes leiðir Kammersveitina frá semb- alnum. Aðgangur 2.500 kr. Jólatónleikar á Norðurpólnum norðurpóllinn – Miðstöð menninga og lista kl. 20 Tónleikar til styrktar fjölskylduhjálpar Íslands. Meðal listamanna sem koma fram eru Björn Thoroddsen og Guitar Islandico, Ragnheiður Gröndal, Þrjár raddir og Beatur og Ari Eldjárn. Aðgangur 2.500 kr. Jólasöngvar Kórs Langholtskirkju Langholtskirkja kl. 20 (sjá lýsingu að ofan) mÁnudagur 20. desember Kyrrð og friður í Lágafellskirkju Lágafellskirkja, Mosfellsbæ kl 20. Arnhildur Valgarðsdóttir organisti og Inga Backman söngkona flytja jólalög frá ýmsum löndum og tímum. Kaffi að tónleikum loknum ásamt jólapakka kostar kr 1.000 Svona getur enginn spilað og sungið án þess að búa yfir ríkulegri virðingu fyrir viðfangsefninu. dægurmál 99Helgin 17.-19. desember 2010
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.