Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1986, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 15.09.1986, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ 187 Tafla II. Niðurstöður úr vefjarannsókn ristilsýna frá fimm sjúklingum með iðrabóigu af vöidum Campylobacter. Aldur Eitilhnútar Bjúgur Bólgufrumur Hnattfrumur Kornafrumur Kirtilkýii Fækkun slímfrumnasár Smásár 1 ár + + + + - + + + - 8 ár*) + + + + _ + 8 ár*) + (+/-) (+/-) - - (+/-) - 13 ár - + + + + + + + - 16 ár - + + + + + + 27 ár + + + + + + + - *) Hjá einum voru vefjasýni tekin tvisvar, í seinna skiptið í afturbata. fengu hita. Sex af níu reyndust hafa fengið kviðverki og sjö af niu höfðu haft uppköst. Loks má nefna að tveir sjúklinganna gáfu upplýsingar um liðverki. Kliniskar sjúkdómsgreiningar fyrir ristil- speglun voru ekki alltaf nákvæmlega skráðar, en gera má ráð fyrir því, að grunur um ristilbólgu af öðrum orsökum en sýkingu, hafi verið aðalástæðan fyrir því, að ristilspeglun var gerð. í fjórum tilvikum var sjúkdómurinn ristilsárabólga nefndur á nafn. Speglun leiddi í ljós útlitsbreytingar i rist- ilslímhúðinni hjá sjö sjúklinganna. Lýst var blóðfyllu (hyperemia), bjúg, hnökróttu yfir- borði (granulations), tilhneigingu til slímhúðarbresta (friability), blæðingum, smásárum (erosions) og auknu slími. Hjá tveimur af níu sjúklingum var slímhúðin eðlileg að sjá. Niðurstöður úr vefjarannsókn má sjá i töflu II, en vefjasýni voru tekin úr rist- ilslímhúð hjá fimm sjúklinganna. Það má sérstaklega benda á, að í öllum ristilsýnunum fannst bjúgur, hnattfrumuíferð og íferð kornafrumna (granulocytes). íferð korna- frumnanna var fyrst og fremst í bandvef slímhúðarinnar milli kirtlanna, en einnig fundust í þremur tilvikum kirtilkýli (crypt abscess), sem gjarnan eru talin einkennandi fyrir ristilsárabólgu. Fækkun á slímfrumum fannst í öllum tilvikum, en hvergi útvíkkun á kirtlum eða þynning á þekju. f einu tilviki fannst smásár og í öðru fundust merki um gróið sár. Að lokinni endurskoðun vefjasneiða voru niðurstöður bornar saman við fyrri vefja- greiningar. í ljós kom, að upphafleg vefja- greining hafði stundum verið villandi. Vefjasýnin höfðu verið rannsökuð áður en sýklaræktun var Iokið og sjúkrasaga og aðrar upplýsingar voru oft ófullkomnar. Þannig voru tveir af þessum sjúklingum við upphaflega vefjagreiningu taldir hafa sárabólgu í ristli og endaþarmi, tveir rist- ilbólgu af völdum sýkingar, en sá fimmti fékk greininguna endaþarmsbólga (proctitis) án þess að frekari afstaða væri tekin til or- saka bólgunnar. Við endurskoðun reyndust vefjaskemmdir í einu tilviki það miklar, að ristilsárabólga væri sennilegasta sjúkdóms- greiningin án vitneskju um sýklaræktun. Niðurstaða endurskoðunar er því sú, að vefjaskemmdir í ristilslímhúð við iðrabólgu af völdum Campylobacter séu almennt væg- ari en þær, sem lýst er við ristilsárabólgu, en að mismunargreining í einstökum tilfellum geti verið mjög erfið, ef niðurstöður úr hægðaræktun liggja ekki fyrir. UMRÆÐA Eins og fram kemur í inngangi, er Campy- lobacter jejuni nú talin ein algengasta orsök niðurgangs af völdum sýkinga. Ýmsar at- huganir hafa verið gerðar á þessu og ber þeim vel saman um að Campylobacter rækt- ist oftar úr niðurgangshægðum en Salmo- nella, Shigella og Yersinia, sjá töflu III. Við sýkingar af völdum C. jejuni hefur bæði verið greint frá faröldrum og stökum tilfellum (14). Sérlega frægur er faraldur í borginni Bennington í Vermont-fylki i Bandaríkjunum árið 1978. Þar veiktust um 3000 manns eða 20% af borgarbúum, en sýkingin var talin stafa frá menguðu vatnsbóli (11). Á íslandi er vitað um einn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.