Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1986, Blaðsíða 54

Læknablaðið - 15.09.1986, Blaðsíða 54
222 LÆKNABLAÐIÐ að fela stjórn að vinna að því að fá viður- kenningu fjármálaráðherra á L.í. sem heild- arsamtökum til að fara með öll samningamál lækna. Fjármálaráðherraskipti urðu haustið 1985. Núverandi ráðherra tjáði fulltrúum stjórnar L.Í., að hann áformaði að leggja frumvarp fram á næsta Alþingi um breytin- gar á lögunum um kjarasamninga opinberra starfsmanna, sem eiga m.a. að vera fólgnar í því, að framvegis verði samið við einstök félög i stað heildarsamtakanna. í kjölfar uppkvaðningar Kjaradóms i sérkjaramálum félaga innan BHM í júlí 1986 skýrði fjármálaráðherra frá áformum sínum í fölmiðlum varðandi lagabreytinguna. Rau- nar kom einnig fram i fjölmiðlum, að for- sætisráðherra taldi mjög timabært að breyta lagaákvæðum varðandi samningsrétt ríkis- starfsmanna, og báðir létu í ljósi, að Kja- radómur, sem starfar skv. títtnefndum lögum, hefði nú runnið skeið sitt á enda. Á aðalfundinum 1985 var stjórn L.í. falið að láta fara fram allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna um áframhaldandi aðild að BHM eða úrsögn úr bandalaginu. Við nánari umfjöllun sl. haust ákvað stjórn L.í. að bíða átekta með atkvæðagreiðslu, og lágu til þess ýmsar ástæður. Ein var sú, að mikill órói var undir niðri í ýmsum félögum BHM vegna kjaramála, ekki síst í félögum kenn- ara. Önnur ástæða var sú, að eðlilegt þótti að bíða viðbragða fjármálaráðherra á mála- leitun L.í. að fá viðurkenningu sem heild- arsamtök, sbr. aðalfundarsamþykkt. í þriðja lagi fóru að sjálfsögðu fram viðræður milli fulltrúa stjórna L.í. og BHM um málið. Fulltrúar BHM óskuðu eindregið eftir, að L.í. endurskoðaði afstöðu sina, en bentu til vara á þann möguleika, að L.í. segði skilið við launamálaráð BHM (BHMR), en héldi áfram aðild að BHM. Stjórn L.í. taldi einnig eðlilegt að hafa til hliðsjónar í málinu það ákvæði í lögunum um kjarasamninga, að launakjör þeirra, sem ekki eru innan vébanda viðurkenndra heildarsamtaka, skuli ákveðin af fjármálaráðherra án samninga. Ennfremur það ákvæði, að slíkum launþegum er gert skylt að greiða til heildarsamtakanna, þótt ekki séu þeir í þeim, sama gjald og þeir greiða, sem innan þeirra eru. Þegar hér var komið sögu, var ljóst, að ekki næðist samkomulag um sérkjarasamn- inga milli félaga í BHM og samninganefndar ríkisins. Samninganefnd L.í. fékk núna í meiri og betri mæli en áður hefur þekkst margvísleg gögn og aðra fyrirgreiðslu hjá BHM við undirbúning málssóknar fyrir Kja- radómi. Áleit samninganefndin, að um þær mundir væri ótímabært að hreyfa úrsag- narmálinu frekar. Stjórn L.í. féllst á, að eftir atvikum væri eðlilegt, úr því sem komið var, að bíða niðurstöðu Kjaradóms. Að fengnum þeim niðurstöðum í júlí 1986 er ljóst, að ekki verður lengur unað við gagnslítinn sam- ningsrétt BHM og Kjaradóm skv. lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna. í framhaldi af því, sem hér er rakið mun stjórn L.í. leggja fram þá tillögu, að stjórn L.í. sé heimilt að ákvarða úrsögn L.í. úr launamálaráði BHM á þessu ári eða því næsta, ef stjórnin telur það nauðsynlegt fyrir þróun kjaramála lækna. Tillagan er svo orðuð vegna líklegra breytinga á Iögum um kjarasamninga, sbr. áður sagt, í þá veru, að L.í. fái fullan samningsrátt fyrir alla lækna. Samskipti lækna við Tryggingastofnun ríkisins Frá þvi að Tryggingastofnun ríkisins var komið á fót skv. ákvæðum í fyrstu almanna- tryggingalögunum (Alþýðutryggingalögin 1936) hafa samskipti lækna og stofnunarinn- ar vaxið ár frá ári. Allt eins og eftir sjálfvirku lögmáli hefur samskiptanetið þést á síðasta áratug eða svo og orðið flóknara með hverju árinu, hvort sem læknum hefur líkað betur eða verr. Jafnframt hafa samskiptin orðið erfiðari. Er nú svo komið, að mörgun læknum, ekki síst þeim, sem hafa það aðal- starf að sinna hinum tryggðu, finnst þeir vart geta lengur um frjálst höfuð strokið í starfi sínu vegna margvíslegra boða og banna, sem berast frá stofnuninni. Ágreiningstilefni af hálfu Tryggingastofnunarinnar gagnvart læknum virðast skjóta upp kollinum með vaxandi tíðni og með meiri þykkju en áður þekktist, svo að jafnvel hógværum í hópi lækna þykir meir en nóg um. Til viðbótar hefur ósveigjanleiki Tryggingastof- nunarinnar samtímis aukist í samnin- gamálum og við framkvæmd og túlkun sam- ninga. Til vitnis eru m.a. margar kvörtu- nargreinargerðir, sem berast stjórn L.í. frá læknum víðs vegar um land. í tilefni ofangreinds taldi stjórn L.í. brýna ástæðu til að freista þess að breyta sam-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.