Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1986, Blaðsíða 56

Læknablaðið - 15.09.1986, Blaðsíða 56
224 LÆKNABLAÐIÐ Á þessum forsendum voru kröfur alla aðildarfélaga BHMR byggðar, og fóru þær beint fyrir Kjaradóm, þar eð mál höfðu dregist svo lengi, að Kjaradómur varð lög- um samkvæmt að taka samningana til dóms. Kröfugerð L.Í., sem fór fyrir dóminn, byggðist í fyrsta lagi á niðurstöðum þessarar skýrslu og þýddi það, að kröfur félagsins um röðun starfsheita voru frá 153. flokki (aðstoðarlæknar) upp í 177. flokk (land- læknir). Að auki voru gerðar mjög marg- víslegar kröfur um aðra sérkjaraþætti, sem nær allar tóku mið af öðrum samningum, sem gilda fyrir lækna. Loks voru tekin inn i kröfugerð nokkur ný atriði, og má þar nefna fyrst, að doktorsmenntun gefi 2 launaflokka umfram starfsheitisröðun, gerð var krafa um, að námsferðir yrðu lengdar úr 15 í 21 dag og að heilsugæslulæknar á H-1 stöðvum fengju tvöfalt námsleyfi. Yfirvinna: Farið var fram á samræmingu á stjórnunarþóknun til yfirmanna, og skyldu það vera 20 yfirvinnustundir á mánuði til samræmis við það, sem héraðslæknar hafa nú. Gegningarskylda: Farið var fram á fulla greiðslu gæsluvakta á heilsugæslusvæðum, þ.e.a.s. 570 klst. á mánuði, en engin breyt- ingarkrafa gerð, þar sem annar læknir er á bakvakt, þ.e.a.s. að áfram skyldu greiddar 300 klst. á mánuði fyrir hann. Þá var gerð krafa um, að grein í aðalkjarasamningi um frí fyrir gæsluvaktir skyldi gilda um alla þá, sem heyra undir samning L.Í., en greinin nær ekki til heilsugæslulækna. Gerð var krafa um breytinu á aksturs- samningi, þannig að greitt yrði fyrir 10.000 km. akstur á ári i stað 8.000. Þá var farið fram á, að fastakostnaður af síma á heimili starfsmanns væri greiddur. Gerð var krafa um slysatryggingar í útköll- um og öðrum áhættustörfum lækna. Bótafjárhæðir yrðu fimmfaldar miðað við fjárhæðir í aðalkjarasamningi BHMR. Þá var loks gerð kafa um, að heilsu- verndarstörf heilsugæslulækna, sem fælu í sér skoðun og rannsókn einstaklinga, skyldu greidd á sama hátt og viðtal og skoðun sjúklinga á stofu. Munnlegur málflutningur fór fram fyrir dómnum 9. maí, og voru kröfur fjármálaráðuneytisins þær, að gildandi samningar skyldu vera óbreyttir. Kjaradóm- ur felldi úrskurði sína í öllum sérkjaramálum 8. júlí sl., eftir að frestur til dómsuppkvaðn- ingar hafði verið framlengdur með bráðabirgðalögum. í skemmstu máli má seg- ja, að dómsúrskurðurinn varð enn eitt áfallið fyrir L.Í., þar sem Kjaradómur á hlut að máli. í dómnum voru engar af sérkröfum L.í. teknar til meðhöndlunar eða meðferðar, eingöngu var breytt launaflokkaröðun, þan- nig að aðstoðarlæknar og allir heilsugæslu- læknar aðrir en sérfræðingar á H-1 stöð fen- gu tveggja launaflokka hækkun, þ.e. 6.09%. Sérfræðingar á H-1 stöðvum og embættis- og yfirlæknar, aðrir en landlæknir og forstöðumaður á Keldum fengu þriggja laun- aflokka hækkun, eða 9.27%. Landlæknir og forstöðumaður Keldna fengu fjögurra launa- flokka hækkun, eða 12.55%. Héraðslæknir í Reykjanskjördæmi var settur í sama launa- flokk og héraðslæknir Norðurlandskjördæ- mis eystra, þ.e.a.s. 147. launaflokk og hækkaði þar með um niu Iaunaflokka. Forstöðumaður Greiningarstöðvar ríkisins, sem er nýtt starfsheiti, var settur í sama launaflokk og forstöðumaður Hollustuvern- dar ríkisins, tryggingayfirlæknir og aðstoðarlandlæknir, þ.e.a.s. 148. Hins vegar var gengið fram hjá kröfu um launaflokkaröðun nýrra starfsheita á ríkisspítölunum, þ.e.a.s. forstöðulækna og framkvæmastjóra sviða, þannig að segja má, að þessir starfsmenn sinni þeim störfum án samnings. Að öðru leyti var kjaradómur algjörlega óbreyttur frá kjaradómi þeim, sem felldur var í apríl 1985, meira að segja þannig, að viðbótarsamningur, sem heilsugæslulæknar höfðu gert við fjármálaráðuneytið i ágúst 1985, var ekki með í upphaflegu útgáfunni á dómnum, en eftir að samband hafði verið haft við dómara, kom tilkynning um, að þessi viðbótarsamningur væri ekki úr gildi felldur. Hann gildir þvi áfram. Af viðbröðgum við samningi þessum er það að segja, að BHMR ákvað þegar í stað að segja upp samningi og fara fram á fram- haldsviðræður strax. Innan BHMR eru uppi mjög ákveðnar kröfur um verkfallsrétt fyrir samtökin og samdóma álit allra, að kjara- dómsleiðin sé gjörsamlega ófær. Þann 14. júlí voru þegar í stað sendar inn nýjar kröfur fyrir komandi samninga, og f.h. L.í. voru sendar inn sömu kröfur og lagðar voru fram í apríl, með fyrirvara um eðlilegar hækkanir þar á ofan í samræmi við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.