Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1986, Blaðsíða 52

Læknablaðið - 15.09.1986, Blaðsíða 52
220 LÆKNABLAÐIÐ og gjaldkera Finnbogi Jakobsson og Ólafur Z. Ólafsson. Endurskoðandi var kjörinn Einar Jónmundsson og til vara Þorkell Bjarnason. í Gerðardóm var kjörinn til 2ja ára Gunn- (laugur Snædal og varamaður hans Víkingur H. Arnórsson. í fundarlok gerði fráfarandi formaður nokkra grein fyrir umræðum á Læknaþingi daginn áður um efnið: »Rannsóknir á íslandi, fjármögnun«. Á þinginu höfðu komið fram tilmæli um, að stjórn L.í. beitti sér fyrir framgangi frum- varps til laga um stofnun rannsókna- og visindaráðs hér á landi. Ákveðið var, að aðalfundur L.í. 1986 yrði haldinn á Sauðárkróki. Sjá nánar fundargerð aðalfundarins i Lbl. 5/1986. Stjórnarfundir Stjórn L.í. kemur saman til formlegra funda að jafnaði vikulega, þó strjálla á sumrin. Á tímabilinu 1. okt. 1985 til 15. júlí 1986 voru fundirnir 31 talsins. Að jafnaði eru því oftast rúmir 9 dagar milli funda, og eru þetta tveggja til fjögurra tíma fundir. Fæst voru 5 mál bókfærð á fundi, flest 22, að meðaltali 11. Sameiginlegir fundir stjórna L.í. og L.R. voru fjórir á tímabilinu. Fundur stjórnar L.í með fulltrúum svæöafélaga o.fl. Skylt er að lögum L.Í., að stjórn þess boði fulltrúa svæðafélaga til fundar a.m.k. einu sinni milli aðalfunda. Æskilegt er, að sá fundur sé haldinn því sem næst mitt á milli aðalfunda. í mörg ár hefur aðalfundur verið haldinn annað hvert ár í Reykjvaík í september, en hitt árið utan Reykjavíkur í júní eða ágúst. Tímabil milli aðalfunda eru þannig breytileg, allt frá u.þ.b. 8 mánuðum til u.þ.b. 16 mánaða eftir atvikum. Hvort heldur sem skammt er eða langt á milli aðal- funda, ætti slikur fundur þó að vera í janúar-febrúar. Þótt þeir mánuðir séu að öðru jöfnu kjörnir til fundarhalda, kunna þeir að reynast veðurfarslega óhentugir til ferðalaga, þegar svo hagar til, að mönnum frá öllum landsins hornum er gert að stefna samtímis til eins staðar. Hefur því myndast hefð að halda fundinn að vori, oftast í apríl. Að þessu sinni var fulltrúafundi ekki við komið fyrr en 10. maí 1986. Þótt svo áliðið væri vors, varð fulltrúi eins svæðafélags að boða forföll vegna ófærðar, en þess utan komu þrjú önnur svæðafélög því ekki við að senda fulltrúa á fundinn þessu sinni. Þann- ig sóttu fundinn i maí því miður aðeins fulltrúar frá helmingi svæðafélaganna (auk áheyrnarfulltrúa frá einu félagi ísl. lækna erlendis, og frá Félagi ísl. heimilislækna). Það er von stjórnar L.Í., að hér valdi tilvil- janir fremur en dvínandi áhugi lækna á félagsmálefnum sínum. Fundargerð hefur verið send svæðafélögunum, en dagskrárliðir voru: 1) Greinargerð um afgreiðslu ályktana aðalfundar 1985, 2) Orlofsheimilamál, 3) Útgáfumál, 4) Staðan í framhaldsmenntunarmálum lækna í Banda- ríkjunum, 5) Kjaramál, þ.á. m. kynning á störfum kjarasamanburðarnefndar, 6) Framtiðarspár um læknaþörf - niðurstöður SNAPS vinnuhópsins, 7) Nýliðun heimilis- og heilsugæslulækna í Reykjavík, 8) Önnur mál. Alls sátu fundinn 12 læknar auk fram- kvæmdastjóra. Afgreiðsla ályktana aðalfundar 1985 LJm birtingu úrskurða Siðanefndar Að höfðu samráði við Siðanfnd var ákveðið, að eftirleiðis yrðu úrskurðir Siðanefndar birtir í Fréttabréfi lækna, en biðu ekki útkomu ársskýrslu eins og verið hefur. Um kaup á orlofsíbúð í Reykjavík Keypt var 4ra herbergja íbúð að Ljósheimum 22 þ. 21. febrúar 1986. Kaupverð var kr. 2.000.000.00. íbúðin var afhent Orlofsnefnd 1. júní, og er nú verið að leggja á ráð um breytingar og kaup á húsbúnaði og öðru, sem til þarf, til að dvöl þar verði sem á- nægjulegust. Framlag til Nesstofu Stjórn L.í. afhenti þjóðminjaverði fjárhæðina í Nesstofu 8. okt. 1985. Um fjárframlag vegna undirbúnings að ritun sögu félagsins er ritað annars staðar í skýrslunni. Sala límmiða með póstföngum lœkna Nokkuð hefur verið um sölu límmiða. Að- eins 3 læknar hafa óskað eftir, að nöfn þeirra væru ekki afhent i þessum tilvikum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.