Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1986, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 15.09.1986, Blaðsíða 14
192 LÆKNABLAÐIÐ sjúkrahúsum íslands beitt blóðsegaleysandi meðferð við bráðri kransæðastíflu í völdum tilvikum. í þessari grein er skýrt frá fyrstu reynslu af þeirri meðferð. SJÚKLINGAR OG AÐFERÐIR Allir sjúklingar á íslandi, sem fengið hafa streptókínasa vegna kransæðastíflu fram að árslokum 1985, voru teknir með í könnun- inni. Undanskildir voru þó tveir, sem ekki reyndust hafa skýr hjartaritseinkenni um þverveggsdrep (transmural infarct) við end- urskoðun gagna, og aðrir tveir, sem fengu kransæðastíflu strax í kjölfar hjartaþræð- ingar. Sjúklingarnir þurftu að uppfylla eftir- farandi skilyrði til þess að meðferð væri beitt: 1. Skemmri tími en fjórar klukku- stundir frá upphafi einkenna til meðferðar. 2. Ákveðnar hjartaritsbreytingar um brátt þverveggsdrep (ST-bil hækkuð 2mm eða meir). 3. Ekki svörun við gjöf 0.25mg af nítróglyseríni undir tungu. 4. Engin sjáanleg frábending við segaleysandi meðferð. Undir þennan lið flokkast blóðstorkutruflanir og hugsanlegir blæðingarstaðir t. d. vegna nýlegra aðgerða, maga- og þarmasjúkdóma, heilaæðasjúkdóma og hás blóðþrýstings 200/110 mmHg. Hjartavöðva- og loku- sjúkdómar voru einnig frábending frá streptókínasameðferð. Ekki var talið æski- legt að veita þessa meðferð fólki eldra en sjötíu ára. Aðrar frábendingar voru metnar í hverju einstöku tilviki. Fyrsti sjúklingurinn var meðhöndlaður í nóvember 1983 og uppgjörið nær fram að árslokum 1985. Alls uppfylltu 33 sjúklingar framangreind skilyrði, en þar af fengu tveir meðferð tvívegis. Öllum sjúklingunum voru gefin 100 mg af hýdrókortísóni í bláæð fyrir streptókínasameðferð. Sex fyrstu sjúkling- arnir fengu 700.000 til 1.000.000 einingar í bláæð á einni klukkustund, en síðan fengu allir sjúklingarnir 1.500.000 einingar á klukkustund, gefnar í 0.9% saltvatni, nema einn, sem fékk eínungis 300.000 einingar. í því tilviki var gjöf stöðvuð eftir kröftuga endurlífgun með hjartahnoði. Strax að lok- inni streptókínasagjöf var hafin he- parínmeðferð 15 ein/kg/klst. Eftir einn sólarhring var reynt að stilla hana þannig að APTT héldist 2.0-2.5 sinnum hærra en gildi frá því fyrir meðferð. Á þriðja sólarhring var byrjuð díkúmarólgjöf. Heparínmeðferð var hætt, þegar náðst höfðu PP gildi 20-30% af viðmiðunargildum. Segavarnarmeðferð var haldið áfram í þrjá mánuði eða þar til sjúklingur fór í aðgerð. Hjartarit voru tekin í upphafi meðferðar og á u.þ.b. fimmtán mínútna fresti meðan innrennsli streptókínasans stóð og síðan tveim klukkustundum eftir upphaf meðferðar. Eftir það voru rit tekin eftir ábendingum hverju sinni, a m.k. daglega í þrjá daga. Ensímin CK og CK-MB voru mæld við komu, 2, 4, 8, 12, 16 og 24 klukku stundum eftir meðferð og síðan daglega í tvo daga. ASAT og LDH voru mæld við komu og þrjá næstu morgna. P-Fíbrínógen og S-FDP (fibrin degradation products) voru mæld við komu og 24 klukkustundum eftir meðferð. Útbreidd segaleysandi verkun var talin hafa átt sér stað, ef fíbrínógen hafði lækkað um a.m.k. 30% og FDP hækkað í það minnnsta fjórfalt við seinni mælinguna. Fyrir streptókinsasagjöf var blóðflokkað og krossprófaðar tvær einingar af blóði. Öðrum rannsóknum og meðferð var hagað eins og venja er við kransæðastíflu. Teikn um opnun æðar voru talin eftirfar- andi: 1. Brjóstverkur minnkar skyndilega meðan á gjöf streptókínasa stóð eða skömmu síðar. 2. Lækkun ST-bila innan við tveim klukkustundum eftir að streptókínasa- meðferð lauk. 3. Hröð hækkun á CK og CK-MB ensímum með hæstu gildi innan við 13 klukkustundum frá lokum meðferðar. 4. Dæmigerðar taktbreytingar, t. d. aukaslög frá sleglum seint i hlébili (diastole) og hviður með hröðum sleglatakti (idioventricular). Hjartaleiðslutruflanir, sem gengu til baka, voru einnig álitin merki um opnun æðar (15). Farið var sérstaklega yfir allar hjarta- þræðingar, sem gerðar hafa verið hjá þessum sjúklingum. Var það gert af röntgensér- fræðingi, sem ekki vissi hvernig sjúklingarnir höfðu svarað segaleysandi meðferð. Reynt var að leggja mat á hvaða æð hefði stíflast og hvort enduropnun hefði átt sér stað. Ástand annarra kransæða var athugað og talið að um marktækan sjúkdóm væri að ræða, ef æðarþrengsli voru meiri en fimmtíu prósent. Samdráttargeta hjartavöðva á drepsvæði var metin. Útfallsbrot (ejection fraction) var mælt af þversniði í hægra skáplani. Mældir voru tveir hornréttir ásar (18). Með upplýsingum hjartasérfræðinga sjúk linganna og viðtölum við þá sjálfa gátum við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.