Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1986, Blaðsíða 55

Læknablaðið - 15.09.1986, Blaðsíða 55
LÆKNABLAÐIÐ 223 skiptastefnu stofnunarinnar gagnvart læknum með viðræðum við forráðamenn hennar. Á útmánuðum þessa árs áttu formaður L.Í., þáverandi formður L.R. og fram- kvæmdastjóri læknafélaganna nokkra við- ræðufundi við þá, bæði forstjóra stofnunar-| innar, en þó einkum tryggingayfirlækni. En- gu er að spá um það, hvort þær viðræður beri árangur, en allavega var tryggingayfirlæ- kni gerð rækileg grein fyrir óánægju lækna með það neikvæða samskiptaform, sem stofnunin hefur tamið sér í vaxandi mæli. Læknar óska eftir, að samskipti, sem þeir eiga við Tryggingastofnunina vegna skjólstæðinga sinna, séu snurðulaus og greið á báða vegu. KJARAMÁL Framkvæmd sérkjarasamnings Samkomulaginu, sem gert var 10. ágúst í fyrra um viðauka við þágildandi sérkjarasam- ning L.Í., fylgdi bókun um, að umræður aðila hæfust þá þegar til undirbúnings sérkjarasamnings aðila. Þrátt fyrir alvarle- gar tilraunir af hálfu L.í. til að koma umræðum í gang, var aðeins haldinn einn fundur í októbermánuði, sem engu skilaði. Þá skoðun mátti jafnvel skilja á formanni samninganefndar ríkisins, að samkomulagið væri gert vegna þrýstings frá læknum með uppsögnum og því væri spurning, hvort ætti að efna það til hlítar. Hinn 10. ágúst var jafnframt munnlega samið um, að tryggingafjárhæðum lækna í útköllum yrði komið í viðunandi horf. Ráðuneytismenn töldu bókun um málið óþarfa, þar sem ráðuneytin myndu úr bæta þá þegar. Þrátt fyrir margítrekaðar fyrir- spurnir og kröfur um efndir, hefur ekkert, sem hönd er á festandi, komið fram. Aðalkjarasamningur BHMR Samningar runnu út 1. marz sl. Fram að þeim tíma hafði lítið gerst í samnin- gaviðræðum vegna aðalkjarasamnings. Ástæðan var sú, að beðið var niðurstöðu nefndar um launasamanburð hjá háskólamönnum í þjónustu ríkisins annars vegar og á frjálsum markaði hins vegar. Þegar sýnt var, að skýrsla þessi mundi dragast allverulega, var gengið til aðalkjara- samnings af hálfu BHMR með því skilyrði, að niðurstöður samanburðarnefndar yrðu teknar til umræðu og samninga í sérkjara- samningnum. Þann 21. marz var skrifað undir aðalkjarasamning, og voru almennar launahækkanir sambærilegar þeim, sem náðst höfðu í samningum ASÍ og BSRB og vinnuveitenda þeirra. Þetta fól í sér 5% launahækkun 1. marz, 2.5% launahækkun 1. júní og 3% launahækkun 1. sept. í stað 2.5% hækkunar 1. des., sem ASÍ og BSRB sömdu um, kom breyting á aldursþrepum hjá BHMR, þannig að 4 þrepahækkanir, þ.e.a.s. frá 1 .-5. þreps, fela í sér 6% hækkun hver. í stað 4.5% áður, en siðustu 3 þrepin frá 5.-8. lækka úr 4.5% niður í 3% hvert þrep. Að auki var starfsaldurshækkunum flýtt frá þvi, sem áður var, þannig að 8. þrep næst nú eftir 15 ára starfsaldur í stað 18 ára áður. Launahækkanir, sem þetta veldur, eru metnar einhvers staðar á bilinu 2-4%. Að lokum kom inn ný grein um frí fyrir reglubundnar útkallsvaktir starfsfólks á sjúkrahúsum, sem er 12 daga frí fyrir hverjar 1440 stundir á gæzluvakt. í bókun, sem gerð var með samkomulaginu var kveðið á, að niðurstöður nefndar þeirrar, sem annast kjarasamanburð háskólamanna, skyldu verða til umfjöllunar við gerð sérkjarasamn- inga. Samningurinn gildir til 31. des. 1986. Sérkjarasamningar BHMR félög héldu að sér höndum með kröfur til sérkjarasamninga, þar til niðurstöður nefndar um kjarasamanburð höfðu borist. Nefndin, sem í voru 3 menn, fulltrúi fjármálaráðuneytisins Indriði H. Þorláksson, fulltrúi BHMR Birgir Björn Sig- urjónsson og oddamaður, sem jafnframt var hinn eiginlegi höfundur skýrslunnar Bjarni Bragi Jónsson, hagfræðingur, lauk ekki störfum fyrr en í aprílmánuði. Skýrslan er afar torlesið og flókið plagg og á köflum ru- glingsleg og fylgdu henni sérálit beggja hagsmunaaðila, þ.e.a.s. fjármálaráðuneytis og BHMR. Eftir nákvæma skoðun skýrslunn ar þóttust menn komast að því, að í maímán uði 1984 hefðu háskólamenn á frjálsum markaði haft u.þ.b. 40% hærri laun en háskólamenn í þjónustu ríkisins og hefði til desember 1985 átt sér stað launaskrið, þan- nig að launamunur væri þá orðinn u.þ.b. 63%. Auk þess virtist launaris vera meira á frjálsa markaðnum, þ.e.a.s. meiri munur á almennum starfsmönnum og yfirmönnum og aldurshækkanir koma fyrr en hjá ríkinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.