Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1986, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 15.09.1986, Blaðsíða 16
194 LÆKNABLAÐIÐ engin merki um enduropnun, en óvissa var nokkur í 10 skipti. Matsatriði var hvernig þeir sjúklingar voru flokkaðir. Meðaltíma- lengd frá einkennum að meðferð var 130 minútur (bil 40-240) hjá þeim, sem sýndu teikn um enduropnun æðarinnar, en 155 mínútur (60-270) hjá hinum. Munurinn er ekki marktækur. Enduropnun æðar sást hjá 63(7o sjúklinga með framveggsdrep og 73% þeirra, sem höfðu drep á undirvegg (p>0.05). Reykingar höfðu engin sjáanleg áhrif á enduropnunartíðni. Sjúklingar án Q-takka í hjartariti höfðu haft einkenni í 120 mínútur (bil 40-195) fyrir meðferð, en hinir í 180 mínútur (bil 75-270). f þessum samanburði er sjúklingum, sem höfðu fyrri sögu um þverveggsdrep, sleppt. Tölfræðilega kemur ekki fram marktækur munur. Tilhneiging til aukinnar tíðni end- uropnunar sást hjá þeim, sem ekki höfðu Q-takka í riti fyrir áfall (tafla II), en munur er ekki marktækur. Allir sem ekki svöruðu meðferð klínískt, höfðu Q-takka í hjartariti eftir áfall. Hins vegar höfðu einungis níu þeirra (53%), sem gagn virtust hafa af streptókínasagjöfinni, Q-takka í riti að áfalli loknu. Tveir sjúklinganna fengu endurtekna meðferð. Hjá öðrum liðu sex dagar á milli streptókinasagjafa. Æðin opnaðist hjá hon- um í bæði skiptin. í hinu tilvikinu liðu þrír mánuðir á milli. Hann svaraði meðferð í fyrra skiptið, en ekki í hið síðara. Þá komu heldur ekki fram nein merki um kerfisbundin segaleysandi áhrif, þ.e. P-fíbrínógen og S-FDP breyttust ekki. Niðurstöður 24 klukkustunda hjartasírits, sem tekið er skömmu fyrir útskrift, liggja fyrir hjá 17 sjúklingum, sbr. töflu III. Sjúklingar með enduropnun virðast hafa verri takttruflanir. Einungis fjórir sjúklingar svöruðu ekki meðferð í þessum samanburði. Því reynist ekki unnt að leggja tölfræðilegt mat á mismuninn milli hópanna. Fjórir sjúklinganna höfðu það miklar takttruflanir i legu að ástæða þótti til að útskrifa þá á hjartsláttarlyfjum (beta-blokkarar ekki tald- ir með). Þrír þeirra höfðu enduropnað kransæð við streptókínasagjöf. Hjartaþræðingar voru gerðar á 27 einstak- lingum eftir meðferð. Frá kransæðastíflu að þræðingu liðu að meðaltali 79 dagar (dreif- ing 1-195). Skipting sjúklinganna eftir teiknum um enduropnun kransæðar og Table I. Classification of streptokinase treatedpatients according to clinical status on admission and infarct site. Killip classification Infarct site anterior inferior í 9 14 2 8 1 3 1 1 4 1 0 Total 19 16 Class 1: Absence of rales over the lung fields and absence of S3. Class 2: Rales over 50 per cent or less of the lung fields or the presence of an S3. Class 3: Rales over more than 50 per cent of the lung fields (frequently pulmonary edema). Class 4: Shock. (20). Table II. Clinical reperfusion rate in patients according to presence or absence of Q-wave on ECG before streptokinase treatment (p>0.05). Q-deflection Clincal reperfusion no yes Absent 5 17 Present 5 5 Total 10 22 Table III. Ryan holter classification at hospital dis- charge. Clinical reperfusion Holterclassification no yes 0................................ 0 0 1 ............................... 3 4 2 ............................... 0 2 3................................ 0 1 4A............................... 1 1 4B............................... 0 5 Total 4 13 Grades: 0. Absence of ectopic arrhythmias. 1. Isolated unifo- cal ventricular premature beats less than three per minute. 2. Isolated unifocal ventricular premature beats greater than two per minute. 3. Multiform ventricular premature beats. 4A. Couplets (i.e. two consecutive ventricular premature beats). 4B. Runs of three or more ventricular premature beats (21). niðurstöðum hjartaþræðingar er sýnd í töflu IV. Af þeim 13, sem opnuðu æð við meðferð og höfðu opna æð í þræðingu, voru sjö einstaklingar (54%) með meiri en 90% þrengsli í viðkomandi kransæð. Meðalút- fallsbrot þeirra, sem svöruðu meðferð, var 60% (bil 30-80) en hjá hinum 46% (bil 25-60) (p<0.05). Fimm sjúklingar höfðu ekki feng-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.