Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1986, Blaðsíða 59

Læknablaðið - 15.09.1986, Blaðsíða 59
LÆKNABLAÐIÐ 227 þeir Björn Önundarson, tryggingayfirlæk- nir, og Eggert Steinþórsson, trúnaðarlæknir S. R. Þrátt fyrir mikil fundahöld og fjölda skrif- legra greinargerða tókst aðeins að leysa fáein af þessum deilumálum. Var í nóvember sl. tekið að ræða þau á fundi samninganefnda T. R. og L.R. og sátu fullrúar L.R. í kvörtu- narnefndinni alla fundi eftir það ásamt framkvæmdastjóra læknafélaganna. í lok nóvember var ljóst, að vissir hópar sérfræðinga og vissir einstaklingar höfðu hækkað mun meir í tekjum en forsendur T.R. fyrir samningnum frá 1. apríl 1985 höfðu gert ráð fyrir. Læknar lýstu sig þegar reiðubúna að endurskoða þá gjaldskrárliði, sem kynnu að hafa hækkað óeðlilega mikið. Til alvarlegs ágreinings kom, þegar T.R. ákvað 9. des. 1985 að takmarka greiðslur til ákveðinna hópa einstaklinga án alls samráðs við læknasamtökin. Á fundi í L.R. 14. janúar 1986 fékk samninganefndin umboð til að endurskoða gjaldskrána, til þess að betri jöfnuður fengist í tekjur sérfræðinga um leið og vinnubrögð T.R. voru harðlega fordæmd. Síðan voru lengst af haldnir 2 fundir í viku með samn- inganefnd T.R. auk fjölda funda, sem samn- inganfndin átti með ýmsum hópum sérfræð- inga. Að lokum tókst samkomulag við nefndina 5. júní sl., sem samþykkt var á félagsfundi í L.R. 11. júní sl. Samkomulagið felur í sér ýmsar breytingar á gjaldskránni, lækkun á ýmsum gjaldliðum, en hækkun á viðtölum nokkurra sérfræðihópa og er breytingin fólgin í því að jafna tekjur sérfræðinga. Einnig tókst að leysa ágreining um skörun læknisverka, og munu sömu aðilar og fjalla um sérfræðileyfi úrskurða í ágreiningstil- fellum um, hvort læknisverk falli undir sér- grein viðkomandi læknis, þannig að hann fái fulla greiðslu fyrir. Samkomulag þetta gildir til loka samn- ingstímbilsins, 1. maí 1987. Samningar heimilislækna utan heilsugæslustöðva Samningur var síðast gerður 28. marz 1985 og rann hann út um sl. áramót. Samninga- nefnd LÍ/LR lagði í desember fram nýjar kröfur, en enginn samningafundur hefur enn verið haldinn og borið-við önnum vegna samninga annarra hópa Iækna. Helztu kröfur samninganefndarinnar eru um aldurshækkanir svipaðar og hjá sérfræðingum.bættargreiðslurvegnareksturs- kostnaðar og starfmannahalds, læknum eldri en 60 ára verði gert kleift að draga úr sjúklingafjölda án rýrnunar fastra greiðslna frá samlagi, greiðsla komi í Orlofssjóð, greitt verði fyrir stjórnun á stöðvum, þar sem starfa tveir eða fleiri, vaktskyldualdur verði lækkaður, og krafist verði sérmenntunar i heimilislækningum til að fá að starfa skv. samningnum. Væntanlega verður boðað til samninga- fundar að loknum sumarleyfum, þar eð aðrir samningar hafa að mestu verið afgreiddir. Á árinu hafa verið haldnir tveir sátta- fundir með samninganefnd T.R. vegna deilna um túlkun á ákvæðum fyrri samnings, einkum hvað varðar greiðslu launa starfsfólks hjá læknum, sem hófu störf á samningstímanum. Einnig var fjallað um greiðslur fyrir símaþjónustu, greiðslur vegna þjónustu við milligöngumann sjúklings og greiðslur vegna einnota hluta. Er ekki séð fyrir endann á þessum deiluatriðum. Samningur um læknavakt í Reykjavík, Kópavogi og á Seltjarnarnesi Vaktasamningur var gerður 27. ágúst 1985 og staðfestur af stjórn L.í. í október og af Tryggingastofnun ríkisins í nóvember 1985, en hefur ekki enn komið til framkvæmda. í honum eru farnar nýjar slóðir um fyrir- komulag. Samkvæmt samningnum eru L.í. og L.R. verktakar, en T.R. verkkaupi. Verk- takinn tekur að sér að annast læknavakt í Reykjavík, Kópavogi og á Seltjarnarnesi. Gert er ráð fyrir, að vaktþjónustu verði í skrefum komið í tiltekið horf eftir nánari ákvörðun verktaka og að 2 læknar verði á vakt á annatímum. Reksturinn verði á ábyrgð og kostnað verktaka. Fyrir þessa þjónustu greiðir verkkaupi ákveðna upphæð mánaðarlega (kr. 675.000.00 á verðlagi ágústmánaðar 1985). Verkkaupi leggur til húsnæði, húsbúnað, tæki o.fl., og tekur samningurinn ekki gildi, fyrr en fullbúið húsnæði er til reiðu. Á því hefur staðið. Sam- ningurinn tekur gildi, þegar vaktþjónusta hefst að uppfylltum skilmálum hans og gildir í 1 ár. Samningur um læknavakt í Hafnarfirði, Garðabæ og Bessastaðahreppi milli L.í. og L.R. annars vegar f.h. heimilis- og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.