Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1986, Blaðsíða 51

Læknablaðið - 15.09.1986, Blaðsíða 51
LÆKNABLAÐIÐ 219 ilar stjórn félagsins að selja sýningaraðilum, fyrirtækjum og einstaklingum tölvuprentaða límmiða með nöfnum og póstföngum lækna. Gerð skal sérstök skrá í þessu skyni. Læknir getur óskað eftir, að nafn hans sé ekki á slíkri skrá. VI. Aðalfundur Læknafélags íslands, haldinn í Reykjavík 23. og 24. sept. 1985, ítrekar áskorun til menntamálaráðherra um, að reglum um nám í læknadeild Háskóla ís- lands verði breytt þannig, að ekki verði menntaðir fleiri læknanemar en áætluð læknaþörf gerir ráð fyrir. VII. Aðalfundur Læknafélags íslands, haldinn í Reykjavík 23. og 24. sept. 1985, felur stjórn L.í. að taka upp viðræður við læknaráð stærri sjúkrahúsa um að halda starfsemi göngudeilda þeirra innan þess ramma, sem læknasamtökin telja eðlilegan. VIII. Aðalfundur Læknafélgs íslands, haldinn í Domus Medica 23. og 24. sept. 1985, samþykkir að veita Nesstofu styrk til eflingar læknisfræðilegs minjasafns að fjárhæð kr. 100.000.00. IX. Aðalfundur Læknafélags íslands, haldinn í Reykjavík 23. og 24. sept. 1985, skorar á heilbrigðisráðherra og menntamálaráðherra að grípa til ráðstafana til að bæta úr þeim skorti á hjúkrunarfræðingum, sem nú ríkir: 1. Með því að starfrækja Hjúkrunarskóla íslands áfram. 2. Með því að bæta kjör hjúkrunarfræð- inga. 3. Með þvi að gefa sjúkraliðum möguleika á viðbótarnámi til samræmis við núverandi hjúkrunarmenntun. X. Aðalfundur L.Í., haldinn í Reykjvík 23. og 24. sept. 1985, skorar á heilbrigðisráðherra, menntamálaráðherra og stjórn Læknafélags íslands að efla framhaldsmenntun lækna hér á landi með hliðsjón af tillögum nefndar, sem skipuð var af heilbrigðisráðherra í marz 1983. XI. Aðalfundur Læknafélags íslands, haldinn i Domus Medica 23. og 24. sept. 1985, felur stjórn félagsins að hefja nú þegar und- irbúning að ritun sögu félagsins, sem stofn- að var árið 1918. í því skyni skal við af- greiðslu fjárhagsáætlunar ársins 1986 reikna með kr. 100.000.00 framlagi. XII. Aðalfundur Læknafélags íslands, haldinn í Reykjavík 23. og 24. sept. 1985, felur stjórn L.í. að beita sér fyrir þvi í samvinnu við stjórn L.R. og stjórn Domus Medica að haf- ist verði handa um viðbyggingu við Domus Medica við Egilsgötu 3, þar sem aðstaða yrði fyrir félagsheimili lækna. Einnig skal stjórn L.í. láta útbúa forsögn að nýtingu lóðar- innar á horni Snorrabrautar og Egilsgötu og kynna hagkvæmni slíkra framkvæmda á næsta aðalfundi. XIII. Aðalfundur Læknafélags íslands, haldinn í Domus Medica 23. og 24. sept. 1985, ályktar að beina því til heilbrigðismálaráðherra, að sérfræðiviðurkenning í heimilislækningum verði gerð að skilyrði fyrir skipun í stöður heilsugæzlulækna. Heimilis- og heilugæzlu- læknar, sem komnir eru til starfa, haldi þó öllum sínum réttindum. Jafnframt beiti ráðherra heilbrigðismála sér fyrir því, að í þeirri endurskoðun á læknalögum, sem nú fer fram, verði nánar kveðið á um réttindi þau, er almennt lækningaleyfi veitir. Að lokinni afgreiðslu ályktana voru árs- reikningar fyrir árið 1984 samþykktir og síðan fjárhagsáætlun fyrir árið 1986, þar sem árgjald var ákveðið kr. 16.000.00 og hluti svæðafélaga þar af kr. 2.000.00. Þessu næst var gengið til kosninga. Þor- valdur Veigar Guðmundsson, sem gegnt hafði formannsstörfum í 6 ár, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi starfa, og var Haukur Þórðarson kjörinn eftirmaður hans með góðu lófataki, en hann hafði verið meðstjórnandi síðan 1983. Jón Bjarni Þor- steinsson gaf ekki kost á sér til áframhald- andi gjaldkerastarfa eftir 4 ár, og var Sveinn Magnússon einróma kjörinn í hans stað. Meðstjórnendur, kjörnir til eins árs, eru Arnór Egilsson (endurkjörinn), Gestur Þorgeirsson, Jón Jóhannes Jónsson og Sver- rir Bergmann. Úr stjórn gengu auk formanns
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.