Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1986, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.09.1986, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 1986; 72: 191-8 191 Jón Jóhannes Jónsson, Helgi Óskarsson, Guðmundur Þorgeirsson, Gestur Þorgeirsson, Ólafur Eyjólfsson, Þórður Harðarsson SEGALEYSANDI MEÐFERÐ VIÐ BRÁÐRI KRANSÆÐASTÍFLU Arangur af meðferð hjá fyrstu þrjátíu og þremur íslensku sjúklingunum. ÚTDRÁTTUR Lýst er árangri af gjöf streptókínasa í háum skömmtum í bláæð við bráðri krans- æðastíflu. Fyrsti sjúklingurinn var með- höndlaður í nóvember 1983, en uppgjörið nær til ársloka 1985. Alls hafa 33 sjúklingar fengið streptókínasa samkvæmt ákveðinni meðferðaráætlun, þar af tveir tvívegis. Frá upphafi einkenna að meðferð liðu að meðaltali 138 mínútur. Samkvæmt klínís- kum skilmerkjum opnaðist kransæð á nýjan leik hjá 68% sjúklinga. Sá hópur hafði stærra útfallsbrot og samdráttur hjarta- vöðva þeirra á drepsvæði var betri við hjartaþræðingu. Tilhneiging var í þá átt, að þeir þyrftu síður hjartabilunarmeðferð og starfshæfni væri meiri. Kransæð lokaðist á nýjan leik hjá átta sjúklinganna (24%). Smávægilegar aukaverkanir komu fram hjá sjö sjúklinganna (20%) og einn þeirra fékk margvíslegar blæðingar og hjartarof. í völdum tilvikum bráðrar kransæðastíflu er segaleysandi meðferð árangursrík. INNGANGUR Segaleysandi meðferð við kransæðastíflu, er ekki alveg ný af nálinni. Fletcher og sam- starfsmenn birtu fyrstu greinina um það efni árið 1959 (1). í kjölfar þeirrar athugunar voru gerðar nokkrar rannsóknir. Oftast voru notaðir áþekkir skammtar af streptókínasa og við aðra sjúkdóma, t. d. lungnarek. Venjulega voru gefnar 250.000 einingar sem byrjunarskammtur og síðan 100.000 einingar á klukkustund í einn sólarhring (2). Á- rangurinn var misjafn. Oftast virtist þó sjúklingum, sem fengið höfðu streptókínasa, farnast betur (2). Alvarlegar aukaverkanir svo sem blæðingar og aukin tíðni hjartarofs Frá Rannsóknastofu í meinefnafræði, lyfjadeild og röntgendeild Landspítalans, lyfjadeild Borgarspítalans. Barst ritstjórn 20/06/1986. Samþykkt og send í prentsmiðju 21/06/1986. »ruptura cordis« drógu úr læknum kjarkinn (2-5). Einnig voru þá miklar deilur um hvort blóðseginn í kransæðinni væri orsök eða afleiðing hjartadrepsins. Rökræn forsenda meðferðarinnar var því dregin í efa. Viða- miklar rannsóknir á áttunda áratugnum leiddu síðan í ljós, að í langflestum tilvikum er blóðsegamyndun undanfari og orsök hjartadreps (6). Þá jókst áhugi lækna á sega- leysandi meðferð á nýjan leik. Byrjað var að gefa litla skammta af streptókínasa beint inn í kransæð við hjartaþræðingu. Sýnt hefur verið fram á g'agnsemi slíkrar meðferðar í mörgum athugunum (7-9). Henni verður þó ekki komið við-nema hjá litlum hópi þeirra, sem fá hjartadrep. Fá sjúkrahús hafa aðgang að hjartaþræðingarstofu allan sólarhringinn með litlum fyrirvara. Breddin (10) benti fyrstur manna á gjöf streptókínasa í háum skömmtum í stuttan tíma. í fyrstu voru gefnar 500.000 einingar á klukkustund, en siðar hefur skammturinn verið aukinn í 1.500.000 einingar. Sú meðferð veldur ekki eins langvarandi truflun á blóðstorkukerfinu og langtímameðferðin, sem upphaflega var notuð. (11). Niðurstöður nokkurra slíkra rannsókna hafa verið birtar. Æðin virðist opnast í 49-96% tilvika (12-15). Fylgikvillar hjarta- dreps virðast minnka og lífslíkur á spítala batna (16, 17). Flestar þessar athuganir hafa verið gerðar á sérhæfðum deildum, þar sem sjúklingarnir hafa fengið óvenjulega með- höndlun auk streptókínasameðferðar. Til dæmis hafa sjúklingarnir oft verið hjarta- þræddir áður en streptókínasinn var gefinn í bláæð og stundum endurtekið næstu klukkustundirnar á eftir. Slík tilhögun er nauðsynleg til að kanna nýtilkomna til- raunameðferð. Hins vegar fæst ekki rétt mynd af því hvernig meðferðin reynist á al- mennum spítala, þar sem hún er framkvæmd í sinni einföldustu mynd. í um það bil tvö og hálft ár hafa þrjú af fjórum stærstu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.