Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1986, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 15.09.1986, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ 1986; 72: 199-209 199 Páll Sigurðsson, Dögg Pálsdóttir BANDARÍSKU RÍKISTRYGGINGAKERFIN MEDICARE OG MEDICAID OG ÁÆTLUNARGREIÐSLUR FYRIR SJÚKRAHÚSVIST SAMANTEKT í grein þessari verður leitast við að lýsa ríkissjúkratryggingum í Bandaríkjunum, sem byggðar hafa verið upp á undanförnum 20 árum. Síðan verður gerð grein fyrir kerfi áætlunargreiðslna vegna sjúkrahúsdvalar þeirra, sem tryggðir eru hjá Medicare. Kerfi þetta var lögfest 1983 og tekur að fullu gildi hinn 1. október 1986. 1.0 INNGANGUR Bandaríkin eru ólík flestum iðnríkjum að því leyti að þar hefur ekki, af opinberri hálfu, verið skipulagt sjúkratryggingakerfi, sem tekur til allra íbúa landsins. í stað þess eru í Bandarikjunum mörg kerfi trygginga, opinberra og einkatrygg- inga. Engu að síður mun það staðreynd að um 16% þeirra, sem eru yngri en 65 ára eru ekki sjúkratryggðir. Þetta þýðir, að árið 1982 voru 33 milljónir manna í Bandaríkjunum réttindalausir, þyrftu þeir á sjúkrahúsvist eða læknishjálp að halda. í Bandaríkjunum eru sjúkratryggingum þannig fyrir komið, að starfandi fólk er í flestum tilvikum tryggt gegnum vinnuveit- anda. Tryggingar þessar eru hluti launakjara með þeim hætti að vinnuveitandi greiðir hluta iðgjalda á móti launþega. í flestum tilvikum ná tryggingarnar einnig til maka og barna, sem launþeginn hefur á framfæri (börn að 18, 20 eða 22 ára aldri). Þeir, sem ekki eru tryggðir sjúkratrygging- um eru þeir atvinnulausu, þeir sem stunda hlutavinnu, fólk sem er að hefja störf á vinnumarkaði, launþegar á smærri vinnu- stöðum svo og á vinnustöðum þar sem verkalýðsfélög eru ekki starfandi. Óvenjulegt er að vinnuveitendur á smærri vinnustöðum svo og á vinnustöðum þar sem verka- lýðsfélög eru ekki starfandi, bjóði sjúkra- tryggingu sem hluta launakjara. Þess vegna eru launþegar á slíkum vinnustöðum gjarnan ótryggðir. Einkenni hins ótryggða hóps er lágar tekjur, sem hefur í för með sér, að ef læknishjálpar eða sjúkrahúsvistar gerist þörf, eru viðkomandi nær undantekninga- laust ófærir um að greiða þjónustuna úr eigin vasa. Almenn sjúkratrygging hefur verið til umræðu í Bandaríkjunum og á bandaríska þinginu síðustu þrjá áratugi. Fjölmörg laga- frumvörp hafa litið dagsins ljós, en öll hafa þau strandað á andstöðu aðila innan heil- brigðiskerfisins, aðallega lækna, stjórnenda sjúkrahúsa og stórra tryggingafélaga, svo og ótta stjórnmálamanna um að opinbert trygg- ingakerfi hefði verulega aukin ríkisútgjöld í för með sér. Árið 1965 voru sett lög um tvö opinber sjúkratryggingakerfi, Medicare og Medicaid. Kerfum þessum var ætlað að tryggja hluta þeirra, sem ekki áttu aðgang að sjúkratrygg- ingum að öðrum kosti. Var hér fyrst og fremst um að ræða aldraða, fatlaða og hluta þess hóps, sem naut opinberrar framfærslu. Lagasetning þessi hafði verulega þýðingu og leysti úr miklum vanda, sem umtalsverður hópur aldraðra og fatlaðra hafði staðið frammi fyrir. Enginn vafi er á því, að til- koma þessara tveggja tryggingakerfa gerði mikið gagn með því að tryggja fjölmörgum heilbrigðisþjónustu, sem ella hefðu ekki átt hennar völ. Mikilvægi þessara tryggingakerfa endur- speglast og í þeim mikla vexti sem einkenna þá tvo áratugi, sem þau hafa verið við lýði. Einstaklingum, tryggðum í Medicare, fjölgaði úr liðlega 19 milljónum 1967 í um 30 milljónir árið 1985. Á sama tímabili fjölgaði þeim, sem tryggðir voru í Medicaid úr 11 milljónum í liðlega 22 milljónir. Um það bil fimmti hver Bandaríkjamaður á rétt í öðru hvoru eða báðum þessum tryggingakerfum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.