Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1986, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 15.09.1986, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ 1986; 72: 185-90 185 Jóhann Heiðar Jóhannsson, Bjarni Þjóðleifsson, Ólafur Steingrímsson. RISTILBÓLGA AF VÖLDUM CAMPYLOBACTER JEJUNI Vefjabreytingar í ristilsýnum 1980 til 1982 og samanburðargreining við ristilsárabólgu ÚTDRÁTTUR Þessi grein fjallar um rannsókn á níu sjúklingum með iðrabólgu af völdum Cam- pylobacter jejuni. Campylobacter ræktaðist úr hægðum í 67 tilvikum (1.67%) af 4019 saursýnum, sem send voru sýkladeild Landspítalans á tveggja ára tímabili frá október 1980 tii september 1982. Við könnun á ferli þessarra sjúklinga fannst, að ristil- speglun hafði verið gerð hjá níu þeirra og að slímhúðarsýni höfðu verið tekin í vefja- rannsókn hjá fimm sjúklinganna. Vefjasýnin voru öll endurskoðuð. Einkenni og vefjabreytingar, sem finnast við bráða iðrabólgu (enterocolitis acuta) af völdum sýkinga, geta líkst ristilsárabólgu (colitis ulcerosa). Þau tilfelli, sem hér er lýst af iðrabólgu af völdum Campylobacter je- juni, undirstrika þetta vandamál. Nauðsyn- legt er að hafa iðrabóigu af völdum Cam- pylobacter í huga við rannsóknir sjúklinga með slík einkenni, svo sem niðurgang, blóðugar hægðir, kviðverki og hita, og að gera bæði viðeigandi vefjarannsókn (1) og sýklaræktun á niðurgangshægðum. INNGANGUR Campylobacter jejuni er bakteríutegund, sem kom fram á sjónarsviðið á síðasta áratug og er mikilvæg orsök bráðrar iðrabólgu og niðurgangs hjá börnum og fullorðnum (2). Hún er nú talin ein algengasta orsök niður- gangs af völdum sýkinga á Vesturlöndum (3, 4). Á íslandi (5) og í Noregi (6) finnst Cam- pylobacter hins vegar ekki eins oft og Sal- monella við rannsókn á niðurgangshægðum. Ekki er ljóst hvað veldur því, að Campylo- bacter er sjaldgæfari hér á landi, en hugs- anlega hafa kalt loftslag og veðurfar áhrif, Frá Rannsóknaslofu Háskólans í meinafræði, lyfjadeild og sýkladeild Landspítalans. Barst 28/05/1986. Samþykkt 02/06/ 1986. því að á Vesturlöndum greinast C. jejuni sýkingar sjaldnar að vetrarlagi (4). Þessi bakteríutegund hefur verið þekkt frá því um aldamótin 1900, undir nafninu Vibrio fetus (4). Hún veldur fósturlátum hjá naut- gripum og sauðfé og iðrabólgu hjá kálfum og grísum (2). Fyrst tókst að rækta Vibrio fetus frá manni árið 1947, en næstu árin þar á eftir ræktaðist sú baktería stundum frá fólki með sýkingar í kjölfar annarra sjúkdóma (4). Árið 1957 fundust bakteríur líkar Vibrio fetus hjá fólki með bráða iðrabólgu og voru þær kallaðar vensluð víbríó (related vibrios) (7). Þessar bakteríur höfðu þó önnur sérkenni og þurftu önnur vaxtarskilyrði en aðrar tegundir Vibrio og því var lagt til árið 1963, að þær yrðu, ásamt Vibrio fetus, látnar tilheyra nýrri ættkvísl (genus), sem hlyti nafnið Campylobacter. Það nafn er úr grísku (kampylos + bakteri- on), þýðir boginn stafur (4) og mætti á ís- lenzku kallast bogasýkill. Tegundir Campylobacter eru orðnar all margar (8), en fullt samræmi er ekki í nafngiftum þeirra. Til dæmis eru þær bak- teríur, sem hér eru nefndar Campylobacter jejuni, oft flokkaðar í tvær tegundir C. je- juni og C. coli. Einnig er algengt, sérstaklega í breskum greinum, að báðar tegundirnar séu nefndar Campylobacter coli. Þá eru þessar bakteríur stundum nefndar Campylobacter fetus subspecies jejuni/coli. Fullnægjandi aðferðir og æti til að rækta Campylobacter úr hægðum komu ekki fram fyrr en á árunum 1972 til 1977 (2, 9, 10). Síðan virðist C. jejuni vera ein algengasta bakterían, sem ræktast úr niðurgangs- hægðum, en hún finnst hins vegar sjaldan eða ekki í hægðum hjá heilbrigðu fólki á Vesturlöndum (3, 4). Campylobacter hefur verið talin mun algengari í heitu löndunum, en finnst þó í vaxandi mæli á norðlægum slóðum (3, 4). Seinni hluta sumars árið 1980 var kannað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.