Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1986, Blaðsíða 61

Læknablaðið - 15.09.1986, Blaðsíða 61
LÆKNABLAÐIÐ 229 tilluögm, sem e.t.v væru þess verðar að láta koma til framkvæmda. í fyrsta lagi kæmi til mála að skjóta fá- einum orðum inn í fyrri málsgrein 11. gr. í þeim tilgangi að setja enn frekari skorður við því að kynningarstarfsemi kollega í milli eða af hendi þeirra stofnana sem læknar vinna hjá brjóti í bága við siðareglur. Fyrri mgr. 11 .gr. gæti þá hljóðað á þessa leið: »Lækni er ósæmandi að vekja á sér ótilhlýðilega athygli eða gefa í skyn yfirburði sína yfir aðra lækna með því að hampa eða láta hampa menntun sinni, þekkingu, hæfni, afrekum eða vinsældum, hvort heldur er í auglýsingum frá honum sjálfum eða þeim stofnunum, sem hann vinnur við, viðtölum, blaðagreinum, ritgerðum, fyrirlestrum, útvarpserindum, sjónvarpi eða á annan hátt, t.d. með kynningarbréfi til starfsbræðra«. í öðru lagi kæmi til greina að lækna- samtökin létu útbúa staðlað eyðublað sem læknar gætu sent kollegum í eitt skipti til að kynna þeim komu sína til starfa. Á slíku eyðublaði væru einungis persónulegar upp- lýsingar (nafn, aldur, heimilisfang, stofu- tími, etc.) og á hlutlausan hátt án orðskrúðs greint frá í hvaða landi eða löndum viðkomandi hafi stundað fram- haldsnám og á hvaða sérsviði hann hafi hlotið viðurkenningu, ef slíku er til að dreifa. í stað kynningarbréfs af þessu tagi til kollega mætti einnig hugsa sér að læknar ný komnir til starfa kæmu slíkum upplýsingum á framfæri við læknasamtökin, sem ætluðu þeim sérstakt rúm í málgagni sinu.« í framhaldi af þessu var tekin upp fastur kynningarþáttur í Fréttabréfi lækna undir nafninu »Okkar á milli«. Bankaviðskiptanefnd (skv. aðalfundarályktun 1984) Nefndin skilaði áliti til stjórnar L.í. rétt fyrir aðalfund i fyrra. Þar segir m.a.: »Með hliðsjón af breyttum og auknum vaxta- tilboðum er ekki sýnilegt, að sérstakar vaxta- leiðir bjóðist læknum um þessar mundir. Hins vegar virðist mögulegt að stofna til sam- komulags við banka um samskipti þeirra og lækna.« Slikt samkomulag var gert milli Lífeyr- issjóðs lækna og Iðnaðarbanka íslands h.f., sbr. ársskýrslu í fyrra. Nefnd til undirbúnings framkvæmdar ályktunar aðalfundar 1983 um sundurliðun og samanburð á kostnaði í heilbrigðisþjónu- stu. Þessi nefnd skilaði einnig áliti til stjórnar L.í. í september í fyrra. Nefndin hélt nokkra fundi og reyndi að afla sér viðeigandi gagna, en í lok álitsins segir: »Þrátt fyrir góðan ásetning komust þannig nefndarmenn ekkert áfram og hefðu senni- lega ekki tekið að sér nefndarstörfin hefðu þeir vitað, hve vonlítið þetta starf var. Svip- að á líklega við um flutningsmenn upphaf- legu ályktunartillögunnar.« Nefnd til að vinna að samanburði á kjörum lækna Nefndin var skipuð skv. ályktun aðalfundar 1984 til að meta og bera saman kjör lækna innbyrðis og við aðrar stéttir. Nefndin skil- aði skýrslu til stjórnar L.í. í maí sl., og formaður nefndarinnar kynnti niðurstöður- nar á Formannaráðstefnu L.í. 10. maí sl. Fram kom, að nefndarmenn voru sammála um, að niðurstöðurnar sýndu, að ekki var mikill munur á dagvinnutekjum hinna ýmsu hópa lækna, miðað við hóflegt vinnuálag. Hins vegar kom fram, að mjög mikill tekjumunur væri innan hvers hóps fyrir sig, þar sem aðstaða til að afla auka- tekna væri mjög mismunandi, bæði hvað snertir sérgreinar og ráðningarform. Útgáfumál Nú eru 10 ár, síðan ráðinn var ritstjórnar- fulltrúi og útgáfumál í miklum blóma. Læknablaðið kemur út 10 sinnum á ári. Jó- hannes Tómasson hefur nú minnkað við sig starf í 50%, en Sigríður Sigtryggsdóttir, bókasafnsfræðingur, vinnur hlutastarf við Læknablaðið og frá 1. júlí 1986 vinnur Birna Þórðardóttir hálft starf við Læknablaðið auk þess að vera ritstjóri Fréttabréfs lækna. Það kemur út mánaðarlega og er sent öllum læknum. Fréttabréfið er nú 20 síður og hefur svo verið sl. ár. Frá 1980 hefur Læknablaðið verið prentað í Danmörku og verður því haldið áfram enn um sinn. Allar fræðilegar greinar, sem berast blaðinu, eru sendar í dóm. Mikið streymi auglýsinga er í blaðið, og hefur fjárhagur verið með ágætum. Unnið er að útgáfu hand- bókarinnar og íðorðasafnsins. Bókstafurinn A er kominn úr prentun og vinnslan, sem er komin í æ fastara form, er komin aftur í G og verið er að orðtaka stafkaflann H.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.