Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.1987, Qupperneq 25

Læknablaðið - 15.04.1987, Qupperneq 25
LÆKNABLAÐIÐ 129 tvö tilfelli, eða 3 af hundraði, eru í aldurshópnum 9-12 ára. Sjúkdómseinkenni: Við skoðun sjúkraskýrslna hefir börnunum verið skipt í þrjá flokka m.t.t. einkenna við komu. Þó var sjúkraskýrsla einnar stúlku það ófullkomin að ekki var hægt að ráða af henni hversu alvarleg einkenni stúlkunnar voru. Í flokki I, sem telur 18,8 af hundraði barnanna, eru þau, sem höfðu væg einkenni við komu, svo sem hálssærindi, kyngingarörðugleika og hita (yfir + 38° C). í flokki II eru 65,6 af hundraði barnanna: Höfðu þau alvarleg einkenni, svo sem öndunarörðugleika, öndunarsog og slefu. í flokki III eru síðan þau börn, sem voru verulega meðtekin við komu á sjúkrahúsið, eða höfðu auk einkenna barna í flokki II, bláma, einkenni losts og voru aðframkomin. Reyndust það 15,6 af hundraði barnanna eða 10 börn. Sést á mynd 4 nánari skipting milli hópanna. Á mynd 5 sést dreifing barnanna m.t.t. aldurs og einkenna. Ef sú dreifing er skoðuð nánar og prófuð tölfræðilega með breytugreiningu kemur í ljós að ekki er marktækur munur á aldursdreifingu innan flokkanna þriggja. Meðferðarferli: Svo sem áður segir voru börn með öndunarörðugleika skoðuð án tafar af vakthafandi lækni HNE-deildar þegar við komu á sjúkrahúsið. Með tilliti til einkenna barnsins og speldisþrota var meðferð síðan ákveðin í samráði við reyndan háls-, nef- og eyrnalækni. Voru 20 börn lögð á legudeild HNE-deildar til meðferðar án þess að þörf væri pípusetningar. Var fjórum þeirra gefið breiðvirkt sýklalyf um munn en sextán fengu sýklalyf í æð, oftast klóramfenikól, auk barkstera m.t.t. einkenna og likamsþunga. Var náið fylgst með börnunum þar til þau voru einkennalaus. Fjörutíu og fimm börn eða riflega tveir þriðju hlutar barnanna, fengu pípu setta Symptoms: Severe Moderate Mlld Number o( cases Mynd 4. Symptoms at admission. Number of cases | □ Mild ~t Moderate I Severe 4 i \mmmm m —M, 0123456789 10 11 12 Age in years Mynd 5. Symptoms - age distribution.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.