Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.1989, Qupperneq 28

Læknablaðið - 15.10.1989, Qupperneq 28
296 LÆKNABLAÐIÐ Tafla VI sýnir dreifinguna eftir ávísanafjölda sem hver sjúklingur fékk. Töflumar gefa upplýsingar um mjög mismunandi ávísanavenjur, annars vegar fyrir sefandi lyf og róandi lyf og hins vegar fyrir svefnlyf og að nokkru geðdeyfðarlyf. Flestir (78%) þeirra sem fá ávísað sefandi lyfjum og róandi lyfjum í mánuðinum fá 30 SDS eða minna. Hins vegar fá nærri 75% þeirra sem er ávísað svefnlyfjum meira en 30 SDS og 65% þeirra sem er ávísað geðdeyfðarlyfjum fá meira en 30 SDS. A töflu VI kemur fram að mjög svipaður fjöldi fékk einn lyfseðil með sefandi lyfjum og róandi lyfjum og hafði fengið sem svaraði eins mánaðar skammti eða minna af lyfjunum. Hins vegar fá 84-87% þeirra sem er ávísað svefnlyfjum og geðdeyfðarlyfjum aðeins einn lyfseðil fyrir hvorri tegund. Samkvæmt þessu ávísa læknar verulegum fjölda sjúklinga meiru en sem svarar einum SDS á dag af þessum lyfjum á hverjum lyfseðli. Að því er varðar geðdeyfðarlyfin getur verið um að ræða eðlilega skýringu vegna þess að skammta þarf lyfin eftir verkun og margir þurfa stærri skammt en einn SDS á dag. En að því er varðar svefnlyfin vekur þetta upp þá spumingu hvort ávísað sé óþarflega miklu eða hvort SDS séu of lágt áætlaðir miðað við venjulega notkun. Tiltölulega fáir sjúklingar fá örvandi lyf og væntanlega allir Table VI. Percentage distribution of the number of pre- scriptions per person per month by ATC-gropus. Number of prescriptions Number of ATC-groups 1 2 3 or more All prescriptions Neuroleptics .. 76.9 17.5 5.6 (100.0) 468 Tranquillizers.. 77.8 14.6 7.6 (100.0) 2,827 Hypnotics 84.1 11.7 4.2 (100.0) 2,162 Antidepressants 87.4 11.2 1.4 (100.0) 652 Stimulants .... 64.5 12.9 22.5 (99.9) 31 X2 =66.373 df=6 p<0.00001. með sérstöku leyfi landlæknis, svo að ekki er ástæða til að ræða frekar skammtadreifingu og lyfseðlafjölda þeirra hér. Vilji menn hafa uppi einhverjar ágiskanir um hvort eitthvað sé athugavert við ávísanir á róandi lyf og svefnlyf, má ef til vill telja að um ofnotkun sé að ræða ef einstaklingar fá ávísað meiru en 90 SDS í mánuðinum eða fá þrjá eða fleiri lyfseðla. Tæp 5% karlanna og 3,5% kvennanna eða 4% þeirra, sem fá róandi lyf, fá meira en 90 SDS á mánuði og 11% karla og rúm 9% kvenna fá tilsvarandi magn af svefnlyfjum á mánuði. Þrjá eða fleiri lyfseðla fyrir róandi lyfjum fá 7,6% (9% karla og tæp 7% kvenna) á mánuði, en 4,2% (5% karla og 3,6% kvenna) fá þrjá eða fleiri lyfseðla vegna svefnlyfja í mánuðinum. Samkvæmt þessu má áætla að hugsanlega sé eitthvað athugavert við notkun róandi lyfja 0,1-0,2% fólks, sem er eldra en 15 ára, og sama gildir um svefnlyf. Á töflu VII er sýndur fjöldi SDS á 1000 íbúa 15 ára og eldri í fimm geðlyfjaflokkum skipt eftir kyni ásamt algengi geðlyfjaávísana handa fullorðnum í mánuðinum. Þar sést að konum er ávísað 57% fleiri dagskömmtum á 1000 íbúa en körlum. Munurinn á sefandi lyfjum milli karla og kvenna er hverfandi, en konur fá 70% meira af þunglyndislyfjum og svefnlyfjum, og tæplega 50% meira af róandi lyfjum. Þær upplýsingar sem fást með því að athuga fjölda SDS á hverja 1000 íbúa gefa ekki nema takmarkaðar upplýsingar um þann fjölda fólks sem notar geðlyf. Til þess að áætla hann verður að athuga hve mörgum einstaklingum, 15 ára og eldri, var ávísað geðlyfjum og bera saman við íbúafjöldann sem hefur náð 15 ára aldri. Á töflu VII kemur fram, að heildaralgengi geðlyfjanotkunar er í kringum Table VII. Prevalence of prescriptions for psychotropic drugs by sex and ATC-groups and DDD per 1000 popu- lation aged 15+ years (± standard error). ATC-groups Prevalence per 1,000 population DDD per 1,000 population M F M F Neuroleptics 6.1 ±0.43 7.5±0.45 5.0±0.39 5.2±0.38 Tranquillizers 31.3±0.96 50.7±1.16 33.9±1.00 50.2±1.15 Hypnotics 22.7±0.82 39.9±1.03 43.1 ±1.12 73.8±1.38 Antidepressants 7.0±0.46 11.8±0.57 10.5±0.56 17.3±0.69 Stimulants 0.6±0.13 0.3±0.09 1.4±0.20 0.9±0.15 All psychotropic drugs 53.4±1.25 86.3±1.49 93.9±1.62 147.6±1.88
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.