Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1989, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 15.10.1989, Blaðsíða 31
LÆKNABLAÐIÐ 299 upp úr því að fylgjast með einkennum og ástandi sjúklingsins, jafnframt því sem hann hugsanlega beitir öðrum aðferðum við meðferðina samtímis. Þetta er gagnstætt því sem á sér stað að því er varðar róandi lyf og svefnlyf, þar sem samtalsmeðferð kæmi mjög oft að gagni, en er varla stunduð í gegnum síma innanbæjar svo nokkru nemi. Aður hefur komið í ljós hér á landi, að heilsugæslulæknar afgreiða 42% sjúklinga með geðkvilla með símtali, en 31% sjúklinga með aðra kvilla. Ennfremur lýkur yfir 80% samskipta heilsugæslulækna við sjúklinga með geðkvilla með lyfjaávísun (14). Til samanburðar má nefna sænska rannsókn þar sem 25% sjúklinga með svefntruflanir og 20% sjúklinga með aðrar geðtruflanir voru afgreiddir í síma (15). Skammtafjöldinn, sem ávísað er í hverjum mánuði, helgast annars vegar af því sem læknirinn telur heppilegast fyrir sjúklinginn að nota og hins vegar af magni lyfja í umbúðunum sem lyfsalar afgreiða og greiðslu fólks fyrir lyfin. Hugsanlegt er að umbúðir og greiðsluform skýri að hluta hve tiltölulega fáir, sem er ávísað svefnlyfjum og geðdeyfðarlyfjum, fá 30 SDS eða minna á mánuði og hve hlutfallslega margir fá meira en 90 SDS á mánuði. Reglur um hámark benzódíazepínlyfja, sem ávísa má í einu (16) geta leitt til þess, að sama manni sé ávísað meiru en 30 SDS á mánuði með því að hámarksskammti sé ávísað oftar en einu sinni í mánuði. Þrátt fyrir þetta gefur fjöldi þeirra sem fá þrjá lyfseðla eða fleiri á mánuði fyrir róandi lyfjum og svefnlyfjum, ásamt fjölda þeirra sem fær meira en 90 SDS á mánuði, sem svarar til meira en 30 mg af diazepam eða 1,5 mg af tríazólam á dag (10), vísbendingu um hve margir fái óvenju miklu ávísað af þessum lyfjum. Skilgreindur dagsskammtur af tríazólam var 0,5 mg, en er nú 0,25 mg (17). Samkvæmt niðurstöðum þessarar athugunar er algengi þannig skilgreindrar ofnotkunar þó óverulegt. Við samanburð á niðurstöðum þessarar athugunar og á tölum um fjölda seldra SDS á 1000 íbúa á dag (3) kemur í ljós, að nokkuð vantar upp á að öll kurl komi til grafar með því að sölutölumar í skilgreindum dagskömmtum á 1000 íbúa em nokkm hærri fyrir alla lyfjaflokkana nema róandi lyf. Raunar hefði mátt búast við að þessi munur væri enn meiri vegna þess að sölutölumar taka til sjúkrahúsnotkunar lyfjanna líka, sem er að sjálfsögðu verulegur hluti af notkuninni. Lyf, sem sjúklingar fá afhent í göngudeildum geðdeildanna, em talin með sjúkrahúsnotkun. Ekki voru tiltækar tölur um þessa lyfjagjöf frá þeim tíma sem þessi rannsókn tekur til, en gera má ráð fyrir að þær séu svipaðar og á árinu 1988. í göngudeildum fá sjúklingamir aðallega sefandi lyf, en mjög lítið af róandi lyfjum og svefnlyfjum. Væri þessari lyfjagjöf bætt við ávísanimar sem sjúkrasamlagið greiðir fyrir, má ætla samkvæmt notkuninni á geðdeild Landspítalans að heildarmagn geðlyfja sem utanspítalasjúklingar fá sé nálægt fimm prósent meira en fram kemur samkvæmt lyfseðlunum. Ennfremur em sölutölumar fyrir allt landið, en það dregur úr áðumefndum mun. Fyrri rannsóknir hafa sýnt, að geðlyfjanotkun er minni sums staðar úti á landi en í Reykjavík (18). Ef einstakir lyfjaflokkar eru skoðaðir sérstaklega em sölutölur sefandi lyfja nærri því tvöfalt meiri en fram kemur samkvæmt lyfseðlakönnuninni og sölutölur geðdeyfðarlyfja em rúmlega þriðjungi meiri, en hvort tveggja skýrist væntanlega af því að notkun þessara lyfjaflokka er miklum mun meiri inni á sjúkrahúsunum en utan þeirra. Sölutölur svefnlyfja em u.þ.b. 15% meiri en kemur fram samkvæmt þessari lyfseðlakönnun, en sölutölur róandi lyfja eru aftur á móti 10% lægri en í lyfseðlakönnuninni. Munurinn á notkun róandi lyfja í Reykjavík og annars staðar skýrist ekki vegna þess að tíðni taugaveiklunar, spennu og kvíðaeinkenna sé minni annars staðar á landinu (19). Sennilega skýrist hluti þessa mismunar af því að mun fleiri íbúar höfuðborgarsvæðisins en annars staðar á landinu hafa leitað meðferðar vegna geðkvilla og af því að flestir geðlæknar em starfandi í Reykjavík. A öðmm Norðurlöndum hefur einnig komið fram vemlegur munur í geðlyfjanotkun eftir landshlutum (20, 21). Við samanburð á niðurstöðum þessarar rannsóknar og svipaðrar rannsóknar frá 1974 (1) kemur í ljós, að fjöldi SDS, miðað við 1000 íbúa sem ávísað var af sefandi lyfjum og geðdeyfðarlyfjum, var mjög svipaður 1984 og 1974. Hins vegar var notkun róandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.