Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.1989, Qupperneq 55

Læknablaðið - 15.10.1989, Qupperneq 55
LÆKNABLAÐIÐ 317 heilbrigði hans eða framtíð. Sjúklingar með ákveðna sjúkdóma byrja oft á því að afskrifa sig, eða fjölskyldan byrjar á því að afskrifa sjúklinginn og segir: Hann er með þennan sjúkdóm, við því er ekkert að gera og við skulum byrja strax að undirbúa það sem koma skal. í öðrum tilfellum, þegar ekki er til mikils að vinna og ef til vill einungis spuming um skamman tíma eða litla breytingu á lífsgæðum, þá leggur maður minna á sig til að reyna að sannfæra sjúklinginn að gangast undir ákveðna aðgerð. Mikilvægast er að vera heiðarleg í þessu og taka okkur ekki vald sem við höfum ekki og játa að við verðum að vinna með sjúklingunum, en láta ekki eins og við séum í einhverjum fflabeinstumi. Björn: Hægt er að flytja ágæt guðfræðileg rök fyrir sjálfræði mannsins, virðingu fyrir persónufrelsi og persónuhelgi. Guðfræðin leggur ríka áherslu á gildi einstaklingsins, manngildi hvers manns óháð uppruna, kyni eða kynþætti. Samkvæmt kristinni trú byggjast mannréttindi á þeim rétti sem maðurinn hefur þegið úr hendi guðs og maðurinn er skoðaður í afstöðu sinni til guðs. Hann hefur þegið rétt sinn frá guði en um leið tekið á sig skyldur. Að því leyti til getum við ekki talað um ótakmarkað sjálfræði eða frelsi mannsins. Það takmarkast af virðingu fyrir sjálfræði eða sjálfsforræði annarra manna. Þannig er sjálfræði varðandi réttindi og skyldur sjúklinga ekki sjálfgefið, heldur talonarkað af réttindum og skyldum annarra. Það getur varðað lækninn eða aðra sem annast sjúklinginn. Það getur líka varðað hans nánustu og þjóðfélagið í heild. Það er því ekki ótakmörkuð sjálfræðishyggja sem hér er boðuð. Eyjólfur: Miklu varðar að fram fari umræða um þær siðfræðireglur sem menn styðjast við og hvaða greinarmun menn gera af alls konar tilefnum. Hann verður að liggja eins ljós fyrir og frekast er unnt, þó svo að skráðar reglur geti aldrei komið fyllilega í stað dómgreindarinnar. Mér er til efs að nýútskrifaður læknir til dæmis hafi allt sem segir í Appleton-yfirlýsingunni á hreinu, hvort heldur í þeim skilningi að hann hafi þetta allt á tilfinningunni eða að hanni geri sér ljósa grein fyrir því. Til að svo sé verður að Björn Björnsson koma til skipuleg umræða og ég tel eðlilegt að tryggja að hún fari fram. KENNSLA í SIÐFRÆÐI Lbl.: Eru siðfrœðileg vandamál tekin til umfjöllunar innan lœknadeildar eða er lœknanemum vísað á guð og gaddinn og látið ráðast hvernig til tekst eftir að menn hefja störf? Sigurður: Mér er ekki kunnugt um formlega kennslu í siðfræði innan læknadeildar. Kennslan fer aðallega fram í klínísku vinnunni á deildum sjúkrahúsanna og á heilsugæslustöðvunum. Við sem eldri erum reynum að vera fyrirmynd stúdenta, þannig að þeir megi nema af vinnubrögðum okkar það sem við teljum vera rétt. Það var að minnsta kosti minn skóli, auk þess sem ég hef reynt að lesa mér til. Leifur: Læknanemum kennum við þrjú grunnlíkön er snerta samband læknis og sjúklings. Hið fyrsta er sambærilegt við samband foreldris og bams þar sem annar aðilinn fyrirskipar og hinn hlýðir eða er óvirkur. Klíníska dæmi þessa í læknisfræðinni er læknir sem sinnir meðvitundarlausum sjúklingi, eða sjúklingi sem er óhæfur til ákvarðanatöku. Stórslasaður maður eða
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.