Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1989, Blaðsíða 56

Læknablaðið - 15.10.1989, Blaðsíða 56
318 LÆKNABLAÐIÐ maður sem af einhverjum ástæðum er meðvitundarlaus verður ekki spurður álits á því hvaða læknisfræðilegu ákvarðanir skuli teknar. Mikið af Appleton-yfirlýsingunni fjallar um það hvemig eigi að bregðast við slíkum kringumstæðum, tala við ættingja eða aðra sem hlut kunna að eiga að máli. Annað líkanið líkist því er foreldri reynir að stjóma unglingi. Þú gefur ákveðnar fyrirskipanir og ætlast til að eftir þeim sé farið. Dæmið getur verið um verulega veikan sjúkling inni á sjúkrahúsi, sem fær einhverja ákveðna meðferð og mælst er til að hann hlíti henni. I þessu tilviki er um að ræða miklu meira samstarf heldur en í fyrsta lrkaninu. Þegar viðkomandi hressist og lifnar við þá getum við farið yfir í þriðja líkanið, þar sem vísað er til sjúklings sem fær sérfræðilega aðstoð til að hjálpa sér sjálfur. Það líkan tekur meira til sjúklinga utan sjúkrahúsa. Fólk, sem almennt er frískt en getur átt við langvinn eða minniháttar vandamál að stríða, kemur á göngudeildir sjúkrahúsa og stofur til sérfræðinga eða heimilislækna. í þessu dæmi em samskiptin fremur fullorðinn andspænis fullorðnum. Vandamál sem upp hafa komið í tímans rás stafa ekki síst af því að þjálfun lækna hefur beinst mjög að fyrstu tveimur líkönunum, og læknanemar hafa ekki fengið þjálfun í mörgu öðru en að umgangast meira og minna heilalaust eða heilaskaðað fólk eða fólk sem hefur ekki fengið að taka þátt í neinum ákvörðunum. Dæmi um þetta er gamla þýska pýramídafyrirkomulagið, þar sem allir komu stormandi inn í hvítum sloppum með lækninn í fararbroddi og sjúklingar fengu bókstaflega ekki að opna munninn eða hafa nokkuð með það að gera sem fram fór á stofugangi. Að nokkru leyti hefur þetta fylgt ákveðnum hluta læknastéttarinnar allar götur síðan og átt sinn þátt í því, hve erfitt hefur verið að færa áherslumar yfir á þriðja stigið þar sem læknir mætir sjúklingi sem fullorðinn andspænis fullorðnum. Sigurður hefur sérstöðu að því leyti að hann umgengst sjúklinga á öllum þessum stigum. Það em helst svæfingalæknar og aðrir sem eingöngu fást við fólk á fyrsta stigi, sem em án alls samstarfs við sjúklinga. Mitt starf er á öndverðum póli. Ég sinni yfirleitt fólki sem er fullfært um að taka ákvarðanir. Það er örsjaldan sem ég þarf að beita mér til þess að ýta mínum ákvörðunum að. En mér líst ekki vel á það að kenna siðfræði snemma í læknadeild, áður en nemendur em famir að meðhöndla sjúklinga og em meira og minna að læra um líffæri eða lífefnafræði. Það yrði ansi þurr ítroðsla. Kennslu í siðfræði verður að vera hægt að tengja við það nám sem nemendur eru í þá stundina. Kannski er brýnast að kenna kennurunum meira um þessi mál. Björn: Gæti ekki verið stuðningur að vísa jafnframt á kennslu- og fræðibækur. Ég hef hér til dæmis bók eftir Beauchamp & Childress þar sem ýmis sjúkdómstilvik em rædd læknisfræðilega og siðfræðilega. Þetta eru ekki nema 300 blaðsíðna bók og varla mikið mál fyrir læknastúdenta. Lbl.: Er ef til vill illmögulegt að kenna siðfrœði? Eyjólfur: Eitt er að kenna siðfrœði, annað að innræta siðferði. I stríðni segi ég stundum við kollega mína, að hafi kennsla í siðfræði þá forsendu að hún bæti mennina, þá hljóti siðfræðingar að vera bestir allra vegna þess að þeir kunni siðfræðina öðrum betur! Kennsla í siðfræði er engin töfraformúla sem leysir allan vanda. En ég tel líklegt að menn taki fremur siðferðilega réttar og skynsamlegar ákvarðanir, hafi þeir þjálfun í að hugsa um þessi efni og hafi tamið sér að greina á milli fyrirbæra sem máli skipta. Að því leyti held ég að fræðin geti verið til gagns. En ég legg áherslu á að kennsla í siðfræði er engin hókus-pókus- formúla og þess ber að gæta að ofmeta hana ekki. RÉTTINDASKRÁ SJÚKLINGA Björn: í Bandaríkjunum fyrirfinnst réttindaskrá sjúklinga eða »Patient’s Bill of Rights«. Mætti ekki gera ámóta réttindaskrá sjúklinga hér á landi, sem lægi frammi eins og upplýsingabæklingar Tryggingastofnunar? Hefur þetta komið til tals hjá læknum hér eða er þetta dæmigert bandarískt fyrirbæri, ef til vill tengt því hve mikið mál það er ef mönnum verður eitthvað á í starfi? Á þetta rót að rekja til þess að bandarískir læknar óttast málssóknir eða er þetta af göfugri hvötum og virkilega að því stefnt að virða réttindi manna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.