Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.1989, Qupperneq 58

Læknablaðið - 15.10.1989, Qupperneq 58
320 LÆKNABLAÐIÐ Björn: Mér finnst mikilvægt að gera greinarmun á líknardauða í upprunalegri merkingu, að leggja líkn við þraut, og líknardrápi, þar sem ásetningur er beinlínis að stytta lífið. Svíar er famir að nota hugtakið »Euthanasia« einungis í þessari þröngu merkingu, þar sem við tölum um virkt líknardráp. Það sé ekki líknardráp að leyfa sjúklingi að deyja í friði. Það sé ekki líknardráp að gefa sjúklingi kvalastillandi lyf, þótt þau hafi í för með sér að sjúklingurinn deyi fyrr en ella. Þama sé í raun ekki um siðfræðileg álitaefni að ræða, heldur réttmæta læknisfræðilega meðferð sem sýni sjúklingnum fulla virðingu. Eyjólfur: Mér virðist sem menn vilji gera mun á virku líknardrápi og því að leyfa að deyja, en getur ekki verið erfitt að greina þama á milli? Hvað með sjúkling sem lifir vegna þess að hann er í sambandi við eitthvert tæki og málið snýst um að kippa tækinu úr sambandi þegar öll von er úti? Er þá um að ræða virkt líknardráp? Hliðstæð spuming vaknar þegar um er að ræða að hætta að gefa eitthvert lyf. Það gæti virst óvirk athöfn vegna þess að einhverju er hætt, en er í raun fullkomlega hliðstætt því að kippa tækinu úr sambandi. Leifur: Þegar læknir gefur verkjalyf, þá snýr spumingin um það hvort hann gefur nokkmm milligrömmum meira eða minna fyrst og fremst að honum sjálfum. Hann verður að sannfæra sjálfan sig um að hann geri þetta vegna þess að sjúklingnum líður svo hræðilega illa, en ætlunin sé ekki að stytta honum aldur. Sjálfsagt koma alltaf upp atvik sem erfitt er að skilgreina nákvæmlega. Eyjólfur: Er einhver siðfræðilegur munur á því að kippa öndunarvél eða öðm ámóta tæki úr sambandi eða gefa sprautu sem leiðir til endanlegs dauða þess sem þegar er ömgglega dauðvona? Sigurður: Þetta kemur inn á hvort eilíflega eigi að taka fram fyrir hendumar á náttúmnni. Það sem ég nefni virkt líknardráp er að beita læknisaðferð til þess að stytta lífið. Að aftengja öndunarvél er að hætta að gera eitthvað sem framlengir lífið. í því tilfelli er það augljóslega vélin, sem viðheldur lífinu, sjúklingurinn getur ekki lifað án hennar. Viðurkennd aðferð erlendis til að úrskurða um dauða er heilaritun. Ef ritið sýnir enga heilastarfsemi þrjá daga í röð er sjúklingurinn úrskurðaður látinn. Hjartað er öðmvísi líffæri. Það getur haldið áfram að slá þótt lífið sé raunvemlega búið. Lendi ég í því að sinna sjúklingi sem legið hefur sólarhringum saman í öndunarvél og staðfest hefur verið með þessum aðferðum að hann sé óafturkræft dáinn, þá á ég ekki í miklum siðfræðilegum erfiðleikum að taka þátt í ákvörðun um að stöðva rafmagnið til þessarar vélar. Ég álít þetta ekki sambærilegt því að gefa sjúklingi einhvers konar lyf eða aðhafast eitthvað sem stöðvar líf hans. Fyrir mér er þessi munur skýr. Eyjólfur: Ég skil þennan mun, en ég á svolítið erfitt með að skýra muninn á því að gera og gera ekki. Ég tek sem dæmi að vera á bjargbrún og halda í höndina á manni sem hangir þar framaf. Ef ég sleppi þá kann einhver að segja að ég hafi gert eitthvað virkt, ég læt manninn falla. Eins gæti einhver sagt að með því að sleppa, hafi ég einfaldlega hætt að halda, sem sé fullkomlega óvirk athöfn: ég hafi ekki gert neitt, heldur bara hætt að gera eitthvað. Svo virðist sem hægt sé að lýsa einum og sama verknaðinum á ólíkan hátt, annars vegar sem því að gera eitthvað, hins vegar sem því að láta eitthvað ógert. Getur hugsast að munurinn á því að stytta lífið og hœtta að framlengja það sé stundum öðru fremur munurinn á því hvemig við kjósum að lýsa hlutunum? Annars vegar með því að verið sé að gera eitthvað og hins vegar sem eitthvað sé látið ógert. Tilhneigingin virðist sú, að sé eitthvað látið ógert, þá megi ganga talsvert langt, en ekki sé eitthvað gert sem hægt er lýsa sem virkri athöfn. Sigurður: Munurinn er kannski sá að þú ert að tala um að viðhalda einhverju sem ég kalla ekki líf. Ef við höldum okkur við sjúklinginn í öndunarvélinni þá er ég ekki að tala um að viðhalda lífi. Heilaritið hefur verið flatt í þrjá daga og öll merki um að þama verði aldrei líf. Þótt hjartað slái er það að mínu mati ekki nægilegt til að skilgreina manninn lifandi. Björn: Mér virðist þetta ekki ósvipað því, þegar læknir undirritar dánarvottorð. Það að taka tækið úr sambandi er nokkurs konar undirritun á dánarvottorði. Það er staðfesting á því að maðurinn er skilinn við, þannig er ekki um að ræða dráp með einum eða öðmm hætti. í sambandi við þetta kemur umræða um heiladauða, hver dánarmörk séu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.