Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1990, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 15.02.1990, Blaðsíða 6
82 LÆKNABLAÐIÐ næturlanga föstu ef lípóprótín lipasi og apo- E kerfið starfa eðlilega. Mjög létt fituprótín (very low density lipoprotein, VLDL) eru mynduð í lifur og flytja þríglyseríða til vefjanna en í háræðum þeirra (lipoprotein lipasi) eru fitusýrumar klofnar frá (kólesterólhlutinn helst óbreyttur) og þannig umbreytist VLDL smám saman í blóðrásinni í eðlisþyngra fituprótín, lágþéttnifituprótín (low density lipoprotein, LDL) (7). Hlutverk LDL virðist vera að bera frumum líkamans kólesteról sem öllum frumum er nauðsynlegt. Til þess að innbyrða LDL úr millifrumuvökvanum hafa frumumar viðtaka fyrir LDL á yfirborði sínu sem er sértækur fyrir apo-BlOO en einnig fyrir apo- E (B,E-viðtaki). Einungis ef fmmumar fá ekki nægilegt kólesteról þessa leið setja þær í gang sína eigin kólesterólframleiðslu en til þess hafa þær sérstök ensím. Þessir viðtakar (einkanlega á lifrarfmmum) gegna lykilhlutverki í niðurbroti á bæði LDL (viðtakinn þekkir apo-BlOO) og einnig á eðlilegri umbreytingu VLDL í LDL (viðtakinn þekkir apo-E á millistiginu milli VLDL og LDL) (8). HÁÞÉTTNI FITUÞRÓTÍN (HIGH DENSITY LIPOPROTEIN, HDL) Forstig HDL er myndað í lifur og göm og inniheldur aðallega apo-A-I, fosfólípíð og frítt kólesteról. Apo-A-I er hvati fyrir ensímið LCAT (lecithin cholesterol acyl transferase) í sermi en það veldur því að frítt kólesteról á yfirborði HDL umbreytist í kólesterólester sem flyst innar í kjama HDL sameindarinnar. Við það skapast rými fyrir frítt kólesteról á yfirborði HDL sem þannig er til reiðu til að taka við fríu kólesteróli frá vefjum (4). Apo-A-I er einnig lykill að HDL viðtaka á yfirborði sumra frumutegunda en hlutverk hans er ekki að fullu skýrt. Kólesterólester flyst síðan frá HDL til VLDL og LDL með sérstöku burðarprótíni (lipid transfer protein) (9) og fituprótínin eru síðan tekin upp af lifur gegnum áðumefndan apo-B viðtaka. Einnig er talið líklegt að hluti af HDL sé tekinn upp beint af lifur gegnum HDL-viðtaka (10). HDL virðist því gegna mikilvægu hlutverki í flutningi kólesteróls frá vefjunum til lifrar til útskilnaðar um gall og skýrir væntanlega neikvæða fylgni milli HDL-þéttni í blóði og tíðni kransæðasjúkdóms í faraldsfræðilegum rannsóknum (11, 12). Hlutverk HDL virðist einnig vera sem forðabúr fyrir sum apóprótín (apo-A,C,E) sem nauðsynleg eru fyrir eðlilega umsetningu fitukima og VLDL og flytjast yfir á þessi fituprótín frá HDL þegar þörf krefur. Hátt HDL í sermi er því álitið merki um virkt flutningskerfi fyrir fitu um líkamann (4). Tveir þriðju hlutar af kólesteróli í sermi em að jafnaði í LDL, 1/5 hluti í HDL (oft hærri hluti meðal kvenna) og 10-15% í VLDL (fitukimis-kólesteról er horfið ef tekið er fastandi sýni). Hækkað kólesterólgildi í sermi er því oftast af völdum hækkaðrar þéttni af LDL en hækkun á HDL eða VLDL getur þó einnig stuðlað að hækkun á heildarkólesterólgildi. Til þess að mæla magn hvers fituprótíns er nákvæmast að aðskilja þau með hraðskilvindu sem bæði er seinlegt og dýrt. HDL-kólesteról er því oftast mælt eftir sértæka útfellingu á VLDL og LDL í sýninu en unnt er að mæla LDL-kólesterólmagnið óbeint með nálgunaraðferð Friedewalds (13); LDL-Kól. mmol/L = Heildarkólesterólgildi - HDLkólesteról -0.45 x þríglyseríðar (mmol/L) (LDL-kól.mg/dl= kól.gildi-HDLkól. - 0.20xþríglyseríðar mg/dl) Apoprótínþéttni í blóði er einnig unnt að mæla beint (14, 15). Endogenous pathway LDL > RECEPTORS IN LIVER AND OTHER TISSUES Reverse cholesterol transport CHOL ESTER^—■>. PERIPHERAL TISSUES FREE CHOL LCAT -<£°i) 6 I LDL RECEPTORS AND HDL RECEPTORS IN LIVER Fig. 1. Receptor-mediated transport of exogenous and endogenous cholesterol in human plasma. Only the major apolipoproteins that play a major role in receptor- mediated transport are shown.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.