Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.1990, Qupperneq 7

Læknablaðið - 15.02.1990, Qupperneq 7
LÆKNABLAÐIÐ 83 ARFBUNDIN HÆKKUN FITUKIRNA- OG VLDL-LEIFÐAR Þáttur apo-E. Leifar af fitukimum sem flytja fæðufituna frá meltingarvegi til vefja eru endanlega teknar upp af lifrarfrumum í gegnum sértækan viðtaka sem skynjar apo-E á yfirborði fitukima. Þessi viðtaki virðist annar en sá sem tekur upp VLDL-leifar en hann skynjar apo-B og E (6). Því er nauðsynlegt að viðtakamir og apo-E séu af réttri gerð til að umsetning fitukima og VLDL séu eðlileg. Rafdráttur á einangruðu apo-E (m.t.t. rafhvarfspunkts) hefur leitt í ljós þrjár aðalgerðir, E-2, E-3 og E-4, sem allt eru 300 amínósýra peptíð en mismunandi að einni amínósýru sem er nægilegt til að breyta rafhvarfspunkti þeirra (16). Því má skipta einstaklingum í sex aðalflokka eftir apo-E gerð þeirra; þrjár arfblendnar arfgerðir, apo- E-3/2, E-3/4 og E-4/2 og þrjár arfhreinar gerðir, apo-E-2/2, E-3/3 og E-4/4. Rannsóknir hafa einnig sýnt að næmi E-viðtakans á lifrarfrumum er mismunandi eftir apo-E gerð fituprótínanna. Þannig er næmið fyrir apo-E-2 aðeins 2-3% af næmi viðtakans fyrir apo-E-3 sem álitin er hin upprunalega og eðlilega E gerð en næmið fyrir apo-E- 4 líklega heldur meira en fyrir E-3 (16). Því hefur þótt áhugavert að kanna apo-E arfgerðir mismunandi þjóða svo og innbyrðis kólesterólgildi hópa af mismunandi apo-E arfgerðum. í samvinnu við prófessor G. Utermann í Innsbruck höfum við kannað apo-E gerð í sermi 136 íslendinga, 70 kvenna og 66 karla á aldrinum 25-60 ára (slembiúrtak) (17). Tafla II sýnir að svipgerðir (phenotypes) og undirliggjandi arfgerðir (genotypes) eru áþekkar meðal Islendinga, Þjóðverja og annarra Vestur-Evrópubúa en apo-E-4 gerð er nokkru algengari í Finnlandi og fátíðari í Japan (16, 18). Tafla III sýnir mismun á meðalkólesterólgildum (mg/dl) í mismunandi apo-E svipgerðum borið saman við algengustu svipgerðina, E-3/3. Islensku niðurstöðumar eru svipaðar öðrum frá Vestur-Evrópu og víðar að því leyti að meðalkólesterólgildið er marktækt lægra í E-2 svipgerð og heldur hærra í E-4 svipgerð sem skýrist væntanlega af mismunandi næmi E- viðtakans fyrir mismunandi apo-E gerðum. Út frá reiknilíkani Boerwinkle og Sing (19, 20) er síðan unnt að reikna út hversu stór hluti breytileika kólesterólgilda hópsins stafar af mismunandi apo-E arfgerðum. Tafla IV sýnir að niðurstöðumar úr þessum íslenska hóp bendi til þess að nálægt 20% breytileikans í kólesterólgildi milli einstaklinga í hópnum megi skýra út frá mismunandi apo-E arfgerð einstaklinganna eða allt að 40% þess breytileika sem ákvarðast af erfðum. Þetta hlutfall er hærra en fannst í Þýskalandi en nýlegar niðurstöður frá Kanada og Finnlandi eru þama mitt á milli (16, 18, 21). Tíðni apo- E-4 arfgerðar er nokkru hærri meðal Finna en annarra þjóða og skýrir hugsanlega að hluta hversu hátt kólesterólgildi Finna er (18). Finnsk rannsókn sýndi jafnframt aukinn fjölda kransæðasjúklinga af apo-E-4 svipgerð (1). Apo-E arfgerðir hafa hins vegar ekki áhrif á kólesterólgildi Japana og hugsanlega er skýringin sú að talsverða fituneyslu þurfi til þess að áhrifa apo-E arfgerða gæti á kólesterólgildið og undirstrikar samspil erfða og umhverfisþátta. Table II. Apo-E allele frequencies') (%). "E" 2 "E" 3 "E" 4 lceland...................... 6.1 79.4 14.5 Germany ..................... 7.0 78.9 16.2 Finland...................... 2.9 75.0 22.1 Japan........................ 8.1 84.9 06.7 Scotland..................... 8.0 77.0 16.0 *) Allele frequencies were estimated by the gene counting method after apo-E phenotyping by isoelectric focusing of delipidated sera (16). Table III. Differences in mean total cholesterol (mg/dl) between apo-E 3/3 and other apo-E phenotypes in dif- ferent populations (16). Phenotypes Population A 4/4 A 4/3 <-3/3-> A 3/2 A 2/2 lceland Germany Finland Japan .... +34+10 .... +13 + 5 .... +25 + 9 .... +5+12 -32 -18 -44 -12 -41 -12 -19 Table IV. Contribution of the apo-E polymorphism to the total variance of cholesterol levels*). Population lceland Canada Germany Japan ... 19.9% ... 8.3% ... 4.3% ... 1.1% *) Var (apo-E)/(Var[apo-E]+MSE): MSE=mean square error from the analysis of variance (19, 20)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.