Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1990, Síða 12

Læknablaðið - 15.02.1990, Síða 12
88 LÆKNABLAÐIÐ Apo-B viðtakinn hefur miklu minna næmi fyrir Lp(a) heldur en venjulegu LDL og því gæti mikil þéttni Lp(a) truflað eðlilega umsetningu á LDL og stuðlað þannig að myndun æðakölkunar. Breytt mataræði og HMG-CoA-blokkarar hafa mjög lítil áhrif á þéttni Lp(a) (64). Rannsóknir á skerðibútafjölbreytileika Lp(a) gensins eiga ef til vill eftir að varpa skýrara Ijósi á tengsl Lp(a) og kransæðasjúkdóms. e) Fjölerfðakólesterólhœkkun. Fjölskyldurannsóknir hafa sýnt verulega fylgni (r2=0,62) á bæði heildarkólesteróli og LDL- kólesteróli milli náinna ættingja og mun meiri en milli maka (1). Svokölluð »polygenic multifactorial hypercholesterolemia« hefur verið álitin langalgengasta gerð arfbundinnar kólesterólhækkunar. Sýnt hefur verið fram á að kólesteról er hærra í sumum ættum en öðrum án þess að kólesterólgildi þeirra sé sláandi hátt eins og í FH-ættum. Alitið hefur verið að orsakarinnar væri að leita til margra gena (og hugsanlega einnig sameiginlegra umhverfisþátta, t.d. matarvenja) sem hvert um sig hefur smávægileg áhrif. Vel má vera að þegar áhrif þekktra gena, til dæmis fyrir apo- E gerð, apo-B gerð, LDL-viðtaka og fleiri, hafa verið könnuð betur megi rekja þessa vægu kólesterólhækkun til eins ákveðins gens í hverri ætt. Því er líklegt að þessi fiokkur verði betur sundurgreindur og skilgreindur á næstu árum með aukinni þekkingu. Nú þegar skýra áhrif þriggja þekktra gena (apo-E, apo-B og LDL-viðtaki) talsverðan hluta af erfðabreytileika kólesterólgilda (og hugsanlega einnig mismunandi svörun við mataræði). Þáttur gensins sem ákvarðar virkni HMG-CoA reductasa (sem stjómar hraða kólesterólmyndunar í frumum, t.d. lifrarfrumum) á væntanlega eftir að skýrast á næstu árum. LÁGT LDL-KÓLESTERÓL Fjölskyldum með lágt LDL-kólesteról hefur verið lýst með um það bil helming meðalgildis kólesteróls- (arfblendnir) en arfhreinir eru með nánast ekkert kólesteról (66). Tíðni þessa erfðaeigindis er óþekkt og virðist erfast ókynbundið ríkjandi. Nýlega var lýst galla í apo-B geni sem olli lágu LDL- kólesteróli í slíkri fjölskyldu (67). Annarri sjaldgæfri gerð af mjög lágu kólesteróli (abetalipoprótínemiu) hefur verið lýst með ríkjandi erfðum Mendels (68). Þessi sjúkdómur undirstrikar mikilvægi kólesteróls (og fituprótína) í eðlilegri frumustarfsemi en þessir sjúklingar fá retinitis pigmentosa, truflað fitufrásog og taugaskemmdir. Annað sjaldgæft afbrigði er kennt við Anderson (68) og einkennist af apo-B48 skorti, þeir geta því ekki myndað fitukimi og hafa þar af leiðandi fituskitu. HÁÞÉTTNIFITUPRÓTÍN (HDL) HDL-sameindir eru mismunandi að samsetningu. Aðalflokkamir em tveir, HDL2 (eðlisþyngd 1,063-1,125 g/ml) og HDL3 (1,125-1,21 g/ml). Þéttni HDL3 virðist allsvipuð í flestum en þéttni HDL2 er talsvert mismunandi milli einstaklinga og t.d. nokkm hærri í konum en körlum (10 mg/dl, eða um 0,25 mmol/1). HDL3 virðist umbreytast í HDL2 við að innbyrða frítt kólesteról frá vefjunum fyrir tilstilli ensímsins LCAT (11). HDL3 hefur þannig meira næmi fyrir kólesteróli frá vefjunum en hins vegar virðist HDL2-kólesterólþéttni hafa meiri (öfuga) fylgni við kransæðasjúkdóma (69). Tvíburarannsóknir hafa bent til verulegra erfðaáhrifa á þéttni HDL-kólesteróls og A- I (70). Þannig hefur arfbundinni hækkun á HDL-kólesteróli verið lýst. Erfðimar virðast Mendels-ríkjandi og langlífi er algengt í þessum ættum (71). Þetta er því ein af fáum erfðabreytingum til bóta. Tíðni þessa erfðaeigindis á íslandi er óþekkt. í öðrum tilvikum virðist erfðaþátturinn tengdur mörgum genum (72). Genið fyrir apo-A-I er staðsett á litningi nr. 11 rétt hjá geninu fyrir apo-C-111 og apo-A-IV (73). Apo-A-I er sem áður segir aðalburðarprótínið í HDL, verkar sem hvati fyrir ensímið LCAT og er lykill að HDL- viðtaka á yfirborði fruma. Að minnsta kosti II mismunandi afbrigðum af apo-A-I hefur verið lýst og sumum þeirra fylgir lágt HDL- kólesteról (74). Fjölskyldum með algjöran skort á A-I hefur einnig verið lýst með kransæðasjúkdóm á unga aldri (66), Tangier-sjúkdómur er sjaldgæft arfgengt afbrigði með mjög lágu HDL, ekki vegna galla á samsetningu á apo-A-I heldur vegna gallaðrar umsetningar á HDL innan fruma með kólesterólsöfnun í átfrumum en ekki áberandi kransæðasjúkdómi (5,

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.