Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.1990, Qupperneq 13

Læknablaðið - 15.02.1990, Qupperneq 13
LÆKNABLAÐIÐ 89 68). Fjölskyldum með mjög lágt HDL af völdum skorts á ensíminu LCAT hefur verið lýst m.a. í Noregi. Því fylgir blóðleysi, homhimnuútfellingar og prótín í þvagi (78). I Svíþjóð hefur einnig verið lýst fjölskyldum með lágt HDL, hækkuðum þn'glyseríðum og sláandi ógegnsærri glæm (»Fish eye disease«) en eðlilegri LCAT virkni og þessu virðist ekki fylgja kransæðasjúkdómur (76). DNA-rannsóknir hafa sýnt skerðibútafjölbreytileika í apo-A-I geni með mismunandi apo-A-I og HDL-kólesterólþéttni í blóði sem skýrt getur 16% af breytileika apo-I þéttni í blóði einstaklinga og 8% af breytileikanum í HDL-kólesterólþéttni (77). Akveðinni skerðibútafjölbreytni virðist fylgja aukin tíðni kransæðasjúkdóms (78). Utermann og félagar hafa lýst a.m.k. þremur svipgerðum og arfgerðum af apo-A-IV sem finnst m.a. í HDL (79). Hlutverk apo-A-IV er annars að mestu óþekkt en það virðist hvetja LCAT. Við höfum í samvinnu við Utermann rannsakað tíðni apo-A-IV arfgerða í íslensku þýði (slembiúrtak) (80). Tafla VI sýnir samanburð við aðrar birtar niðurstöður (79). Athyglisvert er að apo-A-IV-2 arfgerð er marktækt algengari meðal þessa íslenska hóps en annarra vestrænna hópa og sú arfgerð finnst t.d. ekki í Japan. Við höfum einnig athugað fylgni þessara arfgerða og HDL- kólesterólgildis og fundum marktækt hærra HDL-kólesteról í apo-A-IV-2 arfgerð (2 mg/dl). Með reiknilíkani Boerwinkle og Sing (19) var þannig unnt að reikna að apo-A-IV arfgerðir skýra a.m.k. 10% breytileikans í HDL-kólesterólgildum þessa íslenska hóps. Þetta eru svipaðar niðurstöður og fundust í hóprannsókn í Austurríki (79, 80). Hugsanlegt er að apo-A-IV-2 svipgerð hafi vemdandi áhrif með tilliti til kransæðasjúkdóma en sú fullyrðing verður að bíða rannsóknar þar að lútandi. Ensímin lípoprótín lípasi og lifrarlípasi gegna mikilvægu hlutverki í umsetningu og hlutverki HDL, sem og ensímið LCAT og »cholesterolester transfer protein« (4, 9) en mikilvægi þessara þátta er víða verið að rannsaka nú. Ljóst er að erfðir hafa veruleg áhrif á HDL, bæði samsetningu þess og umsetningu, og því má vænta að meiri þekking í kjölfar Table VI. Frequencies of apo A-IV alleles in different populations (%) (79, 80). Allele 1 2 3 lceland..................... 88.5 11.2 0.3 Austria..................... 91.8 7.7 0.4 Germany..................... 92.3 7.5 0.2 France ..................... 92.5 7.5 - Japan....................... 98.6 - - nýrra erfðatæknilegra aðferða leiði til þess að í framtíðinni verði unnt að greina þá hópa sem kunna að vera í aukinni áhættu á kransæðasjúkdómi vegna þessa og gefa þeim ráðleggingar. NIÐURLAG Erfðaþættir skýra væntanlega a.m.k. helming breytileika kólesterólgilda innan sömu þjóðar. Þrír þættir, apo-E, apo-B og LDL-viðtaki skýra a.m.k. þriðjung þessa breytileika. Aðrir þættir hafa þó verið síður rannsakaðir og tilkoma nýrrar tækni á væntanlega eftir að auka þekkingu okkar verulega á mikilvægi þeirra. Margar hóprannsóknir hafa bent til þess að aukin áhætta á kransæðasjúkdómi (tvö- til fjórföld) meðal náinna ættingja þeirra sem fá kransæðastíflu á yngri árum skýrist ekki að öllu leyti af þekktum áhættuþáttum, þar með talið LDL- og HDL-kólesteról (81, 82). Mæling á kólesteróli samkvæmt fituprótínum (VLDL, LDL og HDL) segir þó ekki alla söguna því að undirflokkar þeirra (sem ekki greinast með svo grófri skiptingu) kunna að vera til staðar í auknum mæli í blóði og sumir þeirra kunna að stuðla að æðakölkun, t.d. Lp(a), VLDL-leifð, LDL-undirflokkar o.fl. (83-86). Aðferðir til beinna mælinga á þessum undirflokkum eiga væntanlega eftir að fræða okkur um það. Jafnframt hafa nýlegar rannsóknir bent til þess að vissar efnabreytingar á LDL auki mjög á virkni LDL til að stuðla að myndun æðakölkunar (87). Hvort og hvemig þessar umbreytingar á LDL verða í blóðrásinni er enn óljóst og vel má vera að erfðaþættir gegni þar mikilvægu hlutverki (88). Þakkir: Höfundar þakka Kristínu Vilhjálmsdóttur fyrir vélritun og aðstoð við gerð þessarar greinar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.