Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1990, Síða 28

Læknablaðið - 15.02.1990, Síða 28
102 LÆKNABLAÐIÐ Table I. Causes of male infertility. (Dropouts and open cases excluded). Aspermia (infertile) OAT (hypofertile) Congenital: Klinefelter syndrome........................................................ 7 Agenesis and spermatogenic maturation arrest................................ 6 8 Sertoli cell only syndrome ................................................. 1 Cryptorchidism.............................................................. 4 3 Acquired: Excretory (occlusion)....................................................... 5 Trauma and infection........................................................ 1 Varicocele (operated) ...................................................... 1 3 Orchitis.................................................................... 1 1 Autoimmune sperm antibodies ................................................ - 3 Choriocarcinoma testis (operated and treated by chemotherapy)............... 1 Primary cause unknown...................................................... 10 14 Total 37 32 Table II. Occurence of subfertility factors in the female group and pregnancy rate. Female diagnoses Female treated no Pregnancies no (%) Normal 41 32 83.3 Subfertility factors (total) 33 15 45.5 a) Ovulatory disturbance 16 8 b) Tubal disease 11 5 c) Endometriosis 3 1 d) Cervical factor (conisation) 1 1 e) Other (myoma, uterus didelphys, diabetes mellitus) 2 0 Functional disturbances are not counted in cases of organic disease. skoðaðar. Flestar voru þær speglaðar og litarefni sprautað upp um legið til að athuga hvort pípur væru opnar áður en meðferð hófst; í fimm tilvikum var þó látið nægja að taka skuggaefnisröntgenmynd af móðurlífi. Ennfremur var mælt prógesterón í plasma eða tekið sýni frá legslímhúð seint í fasanum eftir egglos, um leið og kviður var speglaður. Öllum var konunum kennt að mæla raunhita (basal body temperature) og hvemig þær mælingar eru skráðar á línurit (BBT-chart). Skoðaðar vom mælingar frá að minnsta kosti einum tíðahring áður en fyrsta sæðingin var ákveðin. Haldið var áfram að fylla út línuritin allan meðferðartímann. Konum með útbreiddan sjúkdóm eða skemmdir í grindarholi var haldið frá tæknisæðingu, en þær teknar með væri löskunin aðeins minni háttar. Væri um að ræða kvilla í innkirtlakerfi var hann meðhöndlaður með tilheyrandi lyfjum og þær konur síðan teknar inn í meðferðina. Niðurstöður rannsókna á konunum sjást í töflu II. Val sœðisgjafa og geymsla sœðis. Hugsanlegir sæðisgjafar, mest háskólastúdentar, voru rannsakaðir til að útiloka eftir bestri getu allan líkamlegan og andlegan krankleika. Blóðflokkun, litningakort, leit að mótefnisvaka sermisgulu (HAA) og bakteríuræktun sæðis féllu undir þessar rannsóknir. Einungis úrvalssæði var talið nothæft: a) Frumuþéttleikinn varð að vera yfir 80 milljónir/ml, b) óeðlilegir hausar og/eða hreyfingarlausar frumur ekki meir en 30% og c) frumumar skyldu vera sprækar og líflegar. Rúmmál sæðisgusunnar skyldi fara yfir tvo millilítra. Einnig var þess krafist að frumumar héldu áfram að vera kvikk og hressilegar eftir að hafa verið frystar og þíddar upp og hlutfall hreyfingalausra færi þá ekki yfir 50%. Hver 0,5 ml skammtur af sæðinu átti að halda minnst 10 milljónir sáðfrumna er væru sérlega sprækar og þolanlegar að lögun (acceptable morphology).

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.