Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1990, Síða 36

Læknablaðið - 15.02.1990, Síða 36
108 LÆKNABLAÐIÐ Tafla I. Helstu ábendingar langtímameöferöar með blóðþynnandi lyfjum. Ábendingar Fjöldi Karlar Konur Meöalaldur Meðalmeðlerðarlengd Eftir hjartadrep................................... 10 8 2 64 ár 5.2 mán Lungnablóðrek...................................... 13 8 5 63 ár 18.8 mán Bláæðasegar........................................ 51 20 31 64 ár 11.0 mán Gáttatif........................................... 15 12 3 60 ár 7.9 mán Gerfilokur.......................................... 9 6 3 61 ár 34.2 mán Slagæðarek.......................................... 7 3 4 73 ár 21.9 mán Hjáveita í hjarta ................................. 19 18 1 61 ár 3.2 mán Aðrar.............................................. 23 15 8 60 ár 10.7 mán Tafla II. Sjúkdómar, kyn og aldur sjúklinga, sem blæöing varð hjá. Sjúkdómar Fjöldi Karlar/konur Aldur (ár) Bláæðasegi/lungnablóðrek 4 2/2 22-95 Gerviloka/hjáveita í hjarta 2 2/0 68 Slagæðablóðrek/blóöþurrð í heila 2 1/1 55-77 Gáttatif 1 1/0 74 Endurtekning varð á ábendingarmeini hjá sjö sjúklingum, þar af hjá fjórum meðan þeir voru enn á blóðþynningarmeðferð. Abending fyrir blóðþynningarmeðferð var hjá þessum hópi í sex tilvikum bláæðasegar og hjá einum lungnablóðrek. Allir fjórir sem fengu endurtekningu meðan á meðferð stóð, höfðu bláæðasega sem ábendingarmein. I einu tilviki var um illkynja æxli að ræða í hvekksauka, og í öðru um ónóga meðferð (TT% of há). Tvisvar var ekki um neina ljósa undirlæga orsök eða áhættuþætti að ræða. Sjúklingar sem fengu endurtekningu voru á ýmsum aldri (20-83 ára, meðalaldur 59 ár). Konur voru í áberandi meirihluta eða sex á móti einum karli. Hjá tveimur sjúklingum greindist æðagúll í meginæð í kviðarholi nokkru eftir að blóðþynningarmeðferð lauk. Ólfklegt er, að um bein tengsli sé að ræða við meðferðina. Hjá einni konu kom fram drep í húð á brjósti. Brjóstið varð skyndilega purpurarautt, en þannig lýsir sér þessi fylgikvilli í byrjun. Húðdrep af þessu tagi er óalgengt, en þó vel þekkt sem fylgikvilli við blóðþynningu með lyfjum af kúmarínflokki (1). Búseta sjúklinga var að miklum meiri hluta Akureyri og nærliggjandi staðir. Legudeildir við upphaf meðferðar voru fyrst og fremst Lyflækningadeild og Bæklunarlækningadeild. Meðferðarlengd var frá þremur mánuðum í sex ár. Meðallengd meðferðar var 11,8 mánuðir, en miðgildi meðferðarlengdar var þrír mánuðir. Eftirlit með TT mælingum var oftast daglegt við upphaf meðferðar en síðan aukið upp að sex vikna eftirlitsbili og í einstaka tilviki að átta vikum. TT var að mestum hluta innan settra markmiða 7-15%. UMRÆÐA Niðurstöður okkar benda til þess að í meginatriðum sé blóðþynningarmeðferð á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri í góðu horfi með tilliti til fylgikvilla. Blæðingartíðni er sambærileg við blæðingartíðni í erlendum rannsóknum af svipuðu sniði (2). Niðurstöður erlendra rannsókna hafa litast nokkuð af rannsóknasniði, en innan sambærilegra rannsókna er útkoman samt lík, ef tekið er tillit til mismunandi lyfja, skammta og eftirlitsaðferða. I þessu sambandi er rétt að geta þess, að á sjötta áratugnum var við blóðþynningarmælingar í Norður Ameríku að miklu leyti horfið frá því að nota hvarfefni, sem útbúin voru af sjúkrahúsunum sjálfum og smærri framleiðendum, yfir í að nota hvarfefni frá stórum framleiðendum með öðru svörunarnæmi efnanna. Þannig hefur þurft að auka skammt blóðþynningarlyfja seinni árin til að fá fram sambærilega lengingu á próþrombín-tíma (3). Thrombotest ©hvarfefni hafa hins vegar verið óbreytt í gegnum tíðina (3). Niðurstöður erlendra rannsókna hafa sýnt tíðni blæðinga 3,6%-28,7%. Mismunur er bæði með tilliti til ábendinga fyrir meðferð og eins eftir rannsóknasniði. Athuganir með

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.