Læknablaðið - 15.02.1990, Side 46
116
LÆKNABLAÐIÐ
að líffærið sé lífvænlegt. Sá tími, sem líður
frá því hjarta gefandans hættir að slá, þar
til líffærið er fjarlægt (svonefndur »heitur«
blóðleysistími) skiptir sköpum og má hann,
hvað snertir nýru og bris, ekki vera lengri
en fáeinar mínútur. Svokallaður »kaldur«
blóðleysistími frá því líffærið er tekið út,
þar til það er grætt í þiggjandann er miklu
íengri og getur numið einum til tveimur
sólarhringum, sem gerir kleift að flytja líffæri
milli landa.
Sé unnt að færa hinn »heita« blóðleysistíma
niður í núll, þ.e. taka líffærið út meðan hjartað
enn slær og flytur því súrefni og næringu, er
slíkt til mikilla bóta, ef um nýru og bris er að
ræða og er beinlínis forsenda þess, að unnt sé
að flytja hjörtu, lungu og lifrar milli manna.
Viðurkenning heiladauða hefur leitt til
þess, að leyft er að taka líffæri til flutnings
úr heiladauðu fólki áður en slökkt er á
öndunarvélum og gerir kleift að stunda
ígræðslu hjarta, lungna og lifra auk þess að
stórbæta árangur nýma- og brisígræðslu.
Þar sem slíkt er leyft þarf að uppfylla ákveðin
skilyrði. Dæmi slíkra er, að dauði gefandans
sé staðfestur af öðrum (gjama tveimur)
læknum en þeim, sem að líffæraflutningnum
standa. Víða er þess krafist, að samþykki
gefandans eða aðstandenda liggi fyrir, þótt
ekki sé slíkt ófrávíkjanlegt. Loks er allvíða
krafist ítrustu staðfestingar heiladauða svo sem
með æðamyndatöku.
Nýru hafa verið grædd í íslenska sjúklinga
síðan 1970 og hafa til þessa verið grædd í 50
nýru. Af þeim voru 34 úr nýlátnu fólki. Allar
nýrnaígræðslur hafa verið gerðar erlendis og
öll nýru úr nýlátnum hafa verið grædd í á
vegum Scandiatransplant, en það er stofnun,
sem sér um dreifingu Ifffæra (einkum nýma)
til hentugra þiggjenda á Norðurlöndum.
Eitt hjarta og annað hjarta ásamt lungum hafa
verið grædd í tvo íslenska pilta á síðastliðnum
tveimur árum í Englandi.
Þá hafa þrjár lifrar verið græddar í
íslenska sjúklinga, tvær í Bretlandi og ein í
Bandaríkjunum.
Ég fjalla hér ekki um homhimnuígræðslur,
sem alllengi hafa verið stundaðar hér né
mergflutning, sem gerður hefur verið erlendis,
enda er að þeim flutningum staðið með öðrum
hætti.
Af hálfu Scandiatransplant hefur þess ekki
verið krafist, að íslendingar legðu til líffæri
til ígræðslu. Lengi vel var ekki talið að slíkt
umstang svaraði kostnaði. Hin seinustu ár
hefur þó í æ ríkari mæli verið innt eftir því,
hvort við legðum til nýru í framtíðinni.
Mörgum er í minni sú umræða, sem upp kom
síðastliðið vor eftir seinni hjartaígræðsluna,
þegar hvatt var til að við legðum til líffæri til
ígræðslu í Bretlandi.
Tvennt skal tekið skýrt fram:
Ekki er líklegt að líffæraígræðslur verði teknar
upp hérlendis á næstunni og kemur þar til
fólksfæð.
Þá er þess og að geta, að þau tilfelli þar sem
þörf er að beita heiladauðaskilgreiningu eru
tiltölulega fá og þeir einstaklingar, sem nýta
mætti úr líffæri eru enn færri og tæpast fleiri
en 4-6 að meðaltali árlega hérlendis. Eigi að
síður væri um marktækt framlag Islendinga að
ræða og svaraði væntanlega til árlegrar þarfar
á ígræðslu hér á landi. Olíklegt væri raunar,
að líffæri héðan nýttust í íslenska þiggjendur,
en á móti kæmu væntanlega fleiri tilboð um
líffæri erlendis frá.
Kostir þess að hafa heiladauðaskilgreiningu
eru auðsæir ef iðka skal hér töku líffæra til
ígræðslu. Um hjörtu, lungu og lifrar er þegar
fullrætt, en hvað nýru og jafnvel bris varðar
eru ljósir kostir þess að taka líffærin út á tíma
sem samræmist flugsamgöngum við útlönd.
Það jaðrar við feimnismál að
ræða líffæraflutninga samtímis
heiladauðaskilgreiningu. Líffæraflutningar
og þörf nýtanlegra líffæra eru eigi að síður
staðreynd og árangurinn virðist réttlæta þá
staðreynd.
Nýtingu líffæra til bjargar mannslífum má líta
á sem veglega gjöf hins látna til samfélagsins.
Vel verður þó að gæta þess, að líkumar
á ígræðslulíffærum móti aldrei meðferð
sjúklingsins meðan hann enn lifir. Sé rétt að
málum staðið á ekki að vera gengið á rétt hins
látna og ástvina hans til að mæta dauðanum
á þann hátt, sem þeir telja tilhlýðilegastan og
varðveita best virðingu hins látna.
Páll Asmundsson