Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1990, Síða 49

Læknablaðið - 15.02.1990, Síða 49
LÆKNABLAÐIÐ 1990: 76: 117-23 117 Henrik R. Wulff HORF VIÐ MANNINUM OG LÆKNISFRÆÐILEG HUGSUN Fyrst af öllu vil ég þakka fyrir, að mér var boðið á læknaþing. í þetta sinn á ég ekki að tala um líftölfræði, heldur um læknisfræði sem mannhyggjugrein. Er mér það sérstakur heiður, að fá að tala um það efni hér í Reykjavík, því á ferðum mínum hingað út, hefi ég gert mér grein fyrir því, hversu vel íslendingar standa vörð um samnorræna arfleifð mannhyggju. En vindum okkur að efninu. Nú á dögum eru þeir margir, sem gagnrýna læknavísindin og gagnrýnin kemur bæði frá læknum og þeim sem utan stéttarinnar standa. Oft heyrast t.d. gagnrýnin ummæli af þessu tagi: Nú verðum við að hverfa frá vélfræðilegu sjúkdómsímyndinni. Við verðum að temja okkur heildrænt viðhorf til mannsins. Við verðum að nota líffræði-, sálar- og félagslegt sjúkdómshugtak. Það er nauðsynlegt að stunda eigindlegar rannsóknir. Við smættum hugtök okkar um of. Við verðum að læra að virða betur sjálfsforræði sjúklinganna. Hvað felst í þessum dularfullu yfirlýsingum? Eg gæti reynt að halda fyrirlestur um hverja og eina, en í rauninni tengjast þær allar á mjög einfaldan máta. Læknavísindin fjalla um mannverur og hvað það merkir að vera manneskja séð frá sjónarhóli læknavísindanna. Hvaða horf við manninum eru það þá, sem setja mark sitt á læknavísindin í dag? Erindi flutt á læknaþingi 1989. Dr. Wulff er yfirlæknir á Herlefsjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn. Heimilisfang: Gladsaxevej 16, DK-2860 Söborg. Hvaða ímyndir mannsins eru það sem stýra rannsóknum, auðkenna kennsluna og móta daglegt, klínískt starf lækna? Spumingamar eru ekki auðveldar, en ég mun reyna að byggja röksemdafærsluna upp í nokkmm þrepum. 1. Einfalt líkan af kjálkaliðnum. Einu sinni var bæklunarlæknir sem fékk sérstakan áhuga á starfsemi kjálkaliðarins. Hann fékk sér plastbút og stálvír, bjó til líkan af liðnum og hóf að rannsaka hann. Nú má segja að þetta sé dæmi um afar stæka smættarhyggju: Mannveran sem plaststykki og nokkrir vírstubbar. Hins vegar finnst mér þetta ágæt hugmynd, vegna þess að bæklunarlæknirinn var í rauninni ekki eiginlegur smættarhyggjusinni og dæmið ætla ég að nota til þess, að greina að tvær gerðir smættarhyggju. Skurðlæknirinn var ekki frceðilegur smœttarhyggjusinni. Það er að segja, að í dæminu felst ekkert, sem bendir til að hann hafi gert sér einfaldaða kenningu um manninn, að hann hafi aðhyllst þrengt horf við manninum. Nei, hann var bara aðferðafrœðilegur smœttarhyggjusinni. Þær aðferðir, sem hann hugðist nota í þessari sérstöku rannsókn, kröfðust aðeins þessa einfalda líkans. Hann lifði samkvæmt þeirri einföldu meginreglu, að menn eiga ekki að vera að gera hlutina flóknari en nauðsynlegt er og þetta líkan var við hæfi í þetta sinn. Auk þessa hafði líkanið enn einn kost. Læknirinn bað vélaverkfræðing að líta á líkanið og hann skildi það með það sama, enda gat hann yfirfært vélfræðiþekkingu sína á læknisfræðilega vandann. En þetta líkan er að sjálfsögðu allt of einfalt í flestu augnamiði. 2. Maðurinn sem Borgundarhólmsklukka. Því má halda fram með góðu móti, að

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.