Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.1990, Page 50

Læknablaðið - 15.02.1990, Page 50
118 LÆKNABLAÐIÐ maðurinn sé flókinn búnaður. Við gætum borið hann saman við Borgundarhólmsklukku. Það er hliðstæða, sem á sér gamlar rætur, því að þegar á átjándu öld líkti heimspekingurinn John Locke búnaði náttúrunnar við klukku. Eg veit að sjálfsögðu vel, að maðurinn er flóknari en klukka, t.d. er ekki eingöngu um eðilsræn ferli að ræða, heldur koma einnig til flókin efnaferli, en það kemur rökfærslu minni nú ekki við. Sé maðurinn flókin vél, er auðvelt að skýra, hvað átt er við með sjúkdómi: Hanti er einfaldlega truflun á starfi vélarinnar. Öll sjúkdómaflokkunin, sem við notum nú, er byggð á vélfræðilegu sjúkdómsímyndinni, þar sem sjúkdómseiningamar eru að miklu leyti skilgreindar út frá ákveðinni líffræðilegri eða lífeðlismeinafræðilegri truflun. Einu sinni var sykursýkisfræðingur, sem skrifaði í þekkta kennslubók í læknisfræði, sem kennd er við Harrison - að diabetes mellitus væri víst í verunni margir mismunandi sjúkdómar og ég held, að hann hafi hugsað á þessum nótum. Væntanlega var átt við það, að starfstruflunin - diabetes mellitus - gæti verið af völdum galla í mismunandi tannhjólum hins mannlega sigurverks. Það á við allar maskínur, að ákveðin gangtruflun getur átt margar orsakir og þannig geta verið mismunandi ástæður fyrir því, að bfllinn minn fer ekki í gang á morgnana. Klínískir læknar tala þannig um, að það verði að finna orsök einkennanna, því að það að sýna fram á orsökina að bera kennsl á gallaða tannhjólið - er forsenda þess, að hægt sé að laga bilunina í gangverkinu. Hins vegar getur læknirinn ekki farið að eins og úrsmiðurinn og skipt um tannhjól. Hann verður að leita aftar í orsakakeðjunni, til þess að geta gripið inn í sjúkdómsferlið og leiðrétta það sem aflaga fer. Þessi orsakaröð er næsta flókin, þar sem náttúrufyrirbæri eiga sér aldrei eina orsök. Avallt er um orsakakerfi að ræða með mörgum þáttum og sumir þeirra eru nauðsynlegir. Venjulega er þekking okkar á meinvaldandi háttum mjög takmörkuð, en sé okkur kunnur þótt ekki væri nema einn nauðsynlegur þáttur, getur það verið nœgjanlegt til þess að hægt sé að lækna sjúklinginn. Við vitum að tilvist magasýru er ekki einasta orsök magasárs, en samt getum við venjulega grætt sárið með því að minnka sýrumagnið. Ef við blöðum í tímaritum eins og British Medical Joumal eða New England Joumal of Medicine, munum við komast að raun um það, að flestar greinamar lenda innan þessara einföldu þankamarka og fjarri sé það mér að gagnrýna það. Það er einmitt þess konar vinna, unnin út frá einfaldaðri hugsun, sem hefir leitt til þeirra framfara innan læknavísindanna, er daglega bjarga fjölda mannslífa. 3. Borgundarhólmsklukka sem ryðgar. En sigurverk verða einnig fyrir ytri áhrifum. Hér má taka líkinguna af því, að gamla Borgundarhólmsklukkan ryðgar, vegna þess að regnið drýpur niður á hana í gegnum rifu á þakinu. Á sama hátt hafa menn komið auga á það, að umhverfið hefir áhrif á manninn sem lífveru og fyrir því er löng hefð, að leita þar orsakanna: Þröngbýli, bakteríur, loftmengun, alkóhól o.s.frv. Tilgangurinn með því að finna ytri orsakir er að geta komið við forvömum, en það krefst einmitt þess, að við vitum hvað hleypti sjúkdómsferlinu af stað. Fyrir þeirri hugsun er einnig löng hefð, að hver sjúkdómur eigi sína sértœku orsök. T.d. heyrast læknar ræða sín á milli, hvort orsaka krabbameins sé að leita í erfðum eða umhverfi. Þetta er að sjálfsögðu alveg út í hött, því að einnig þar er um flókið orsakakerfi að ræða. Reykingamaðurinn hefði sjálfsagt ekki fengið lungnakrabbamein, hefði hann látið sígarettumar eiga sig, en hann hefði ef til vill ekki heldur fengið meinið, hefði arfgerð hann verið önnur. Það er sérlega fast njörvað niður, að örveran sé sek um að valda kvillanum - sé orsökin, þegar um smitsjúkdóma er að ræða, en sekt í þessu tilviki er álíka afstæð og í lögvísindunum. Við getum sagt, að tiltekið tilvik eyðni sé af völdum eyðniveiru, en með jafn miklum rétti getum við sagt, að það sé af völdum kynferðisatferlis. Við getum sagt, að berklatilvik sé af völdum berklasýkilsins, en við getum einnig skellt skuldinni á lélegt húsnæðið. Auk þessa fáum við nú til dags sífellt fleiri sannanir þess, hversu

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.