Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.1990, Page 52

Læknablaðið - 15.02.1990, Page 52
120 LÆKNABLAÐIÐ mikilvægar, en það er blekking, ef við trúum á það, að hægt sé að skýra sjúkdóma á því þrepi. Hugtökin sjúkdómur og heilbrigði tengjast kerfinu sem heild. 5. Maðurinn sem lifandi vera. Nú höfum við jafnað saman manninn, úrverk og hitastilli og við hugsum oft á þennan hátt. Heitið »vélfræðileg ímynd« þarf ekki að vera niðrandi á neinn hátt, eins og þegar hefir verið nefnt. Mjög oft nægja eðlisrænar eða eðlis- og efnafræðilegar ímyndir, á sama hátt og líkanið dugði fyrir starf kjálkaliðarins. Samt segjum við nú ekki að maðurinn sé eðlisrænt eða eðlis- og efnafræðilegt apparat, heldur að hann sé líjfrœðileg vera. Maðurinn er lifandi vera. En hvað merkir það nú eiginlega? Fyrr á tíð ríkti enginn vafi. Þá trúðu menn því, að baki hins eðilsræna og efnafræðilega, fyndist í öllu því sem lifandi væri einhver lífsorka - eitthvað sem blési lífi í gangverkið, en þvf trúum við ekki lengur. Við trúum því nefnilega ekki á vorum dögum, að þau náttúrufyrirbæri, sem sögð eru lifandi, auðkennist af neinu því sem ekki verður lýst með íðorðum eðlis- og efnafræðinnar. Hvað er það þá, sem við náum ekki með vélfræðilegum ímyndunum? Ef við smíðuðum vélmenni, sem gæti hreyft sig, gæti fjölgað sér og hefði efnaskipti, sem byggðust á því að taka við næringu frá umhverfinu, væri það þá lifandi? Það er eins og orðið »lifandi« hafi misst merkingu sína í menningarsamfélagi okkar og getur það átt þátt í því, hvemig við umgöngumst húsdýrin og náttúruna yfirleitt. Ég veit heldur ekki, hvað »lifandi« þýðir. Það besta sem við getum gert, er e.t.v. að segja, að það vísi til trúar okkar á það, að allar lifandi verur eigi sama upphaf, að þær séu innbyrðis »skyldar« og - það sem ekki minnstu varðar - að þær séu hver annarri háðar. Ef við minnumst síðasta atriðisins, getur það haft þýðingu við val ímyndar fyrir manninn og við verðum á ný að gæta þess, að lenda ekki á einstefnubraut orsakahugsunar. Gólfklukkan ryðgar þegar drýpur gegn um þakið, en maðurinn er eins og allt annað lifandi, þátttakandi í spili náttúrunnar. Við lifum á jurtum og á öðmm dýrum. Við erum háð súrefnisframleiðslunni í regnskógum Brasilíu. Við göngum inn í vistkerfi. Við höfum séð dýrategundir hverfa, vegna þess að lífsskilyrðin breyttust og hefðum við rannsakað síðustu eintök þessara tegunda, hefðum við getað greint kvillana, sem hrjáðu þær. Sjúkdómar geta verið tjáning á vanaðlögun að umhverfi. Maðurinn lifði árþúsundum saman sem veiðimaður. Síðan hafa lífshættir hans gjörbreyzt og það er ekki fráleit hugsun, að slíkar breytingar geti valdið vanaðlögun, sem kemur fram sem sjúkdómur. Ef til vill getum við skoðað langvinna sjúkdóma okkar tíma á þennan hátt til dæmis hrömunarsjúkdóma og hugsanlega líka vissa geðsjúkdóma, illkynja mein og þessa dularfullu ónæmissjúkdóma. Smættarhyggja - það er smættun hugtaka í meira og minna einfaldar ímyndir - getur átt fullan rétt á sér, en notum við of einfaidar ímyndir geta vandamálin orðið óleysanleg. Við leitum orsaka sjúkdómanna, sem herja nú á dögum, eins og við værum að svipast um eftir sprungum í leku þaki. Ef til vill ætti faraldsfræðin að skoða manninn sem opið, sjálfstýrandi kerfi, það er að segja, að leggja meiri áherslu á það, að maðurinn á samskipti við eðlisrænt umhverfi sitt og allt sem lifandi er. 6. Maðurinn sem geðeðlisræn vera. En maðurinn er ekki einasta lifandi. Hann er einnig vera, sem getur fundið til, hugsað og munað það sem hann upplifir. Þessir eiginleikar, sem maðurinn hefir í mismunandi mæli sameiginlega dýrunum, eru ljóslega til staðar. Það veit sérhvert okkar út frá huglægri reynslu. Hins vegar eru þetta mjög dularfullir eiginleikar, sem ekki er hægt að skýra vísindalega. Heimspekingar hafa aldrei náð tökum á sálar-líkama-vandanum og náttúruvísindunum gengur engu betur. Geðræn ferli eru auðvitað órjúfanlega tengd taugalífeðlisfræðilegum ferlum í heilanum, en hvað er átt við með »órjúfanlega tengd«. Vísindamaðurinn byggir kenningar sínar á athugun á hinu hlutlæga, en kenndir eru huglægar, prívat og ósýnilegar.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.