Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.1990, Qupperneq 53

Læknablaðið - 15.02.1990, Qupperneq 53
LÆKNABLAÐIÐ 121 Margar tilraunir hafa verið gerðar til þess að fara í kring um þessa staðreynd, en þær hafa - eðlilega - allar mistekist. Menn hafa jafnað saman tengslum geðrænna ferla við heilann og tengslum forrits við tölvuna. Þetta er spennandi, en tölvan finnur ekki fyrir neinu, þegar hún t.d. reiknar út fylgnistuðul. Hliðstæðan nær ekki þeim þætti sem ómissandi er, huglægninni. Því er ekki að undra, þó að læknar sem náttúruvísindamenn virði huglægnina að vettugi, þegar þeir fá því við komið. Þeir helga sig rannsóknum á þeirri starfsemi í mannlegum líkama, þar sem hið geðræna kemur ekki inn í mynstrið og það er alveg í lagi, ef vandamálið er nægilega mikilvægt. En þeim hættir líka til að ganga fram hjá og eyða tali um geðræn ferli, þegar þau hefðu átt að vera með og það er miður heppilegt. Það er sem þeir vilji útiloka hið huglæga úr þankakerfi sínu. Þeir hegða sér sem fræðilegir smættarhyggjusinnar, eins og þeir eigi sér kenningu um manninn, sem nær ekki til hinnar huglægu, geðrænu hliðar málsins. Fitukönnuðurinn rannsakar pentósaveituna og önnur efnaskiptaferli og það er mjög mikilvægt. En hann á erfitt með að viðurkenna hið augljósa, að átið leiðir af sultarkennd og að feitlagnin getur vel verið til komin af því, að fyllikenndin kemur einni kartöflu of seint við hverja máltíð. Hversu margir fitukönnuðir skoða þessa huglægu hlið málsins. Ahugi fyrir geðvefrænum sjúkdómum telst grunsamlegur og óvísindalegur, vegna þess að náttúruvísindin geta ekki fangað hið huglæga og þess vegna er bezt að horfa fram hjá því. Öll vitum við að geðvefræn ferli eru til: Við fáum hjartslátt ef við verðum hrædd, við fáum niðurgang samfara »taugaspennu« og svo framvegis. Við athugun á vefrænu viðbrögðunum kemur í ljós, að þegar skelfingin grípur okkur, streymir adrenalínið út í blóðið og þannig »skýra« menn hjartsláttinn. Þessi »skýring« segir hins vegar ekkert um það sem ómissandi er, hvemig angistarkenndin kallar fram vefrænu svörunina, adrenalínstreymið. Við þurfum hins vegar ekki að taka það svo nærri okkur, að heimspekingar geta ekki hent reiður á sálar-líkama- vandanum og náttúruvísindamenn geta ekki skýrt hann. Það er svo margt sem heimspekingar geta ekki náð tökum á og svo margvíslegt sem náttúruvísindamenn geta ekki skýrt. Við þurfum aðeins að viðurkenna, að í líkama mannsins eru bæði eðlisræn og geðræn ferli, sem geta virkað hvert á annað. Þetta er eitthvað sem við vitum. Angist leiðir af sér hjartslátt og það er geðrænt fyrirbæri og ef við rekum höfuðið í dyrastafinn finnum við til og það er vefrænt fyrirbæri. Heimspekingurinn Thomas Nagel skrifaði fyrir áratug um: What is it like to be a bat? og benti á, að spumingunni sé ekki hægt að svara, ef við horfum fram hjá viðhorfi leðurblökunnar. Læknavísindin fjalla, þegar allt kemur til alls, um það, hvemig það er að vera sjúkur og hér getum við heldur ekki virt að vettugi huglæga sjónarmiðið. Hugsanagangi í læknavísindum, sem útilokar viðhorf einstaklingsins og eingöngu gengur út frá hlutlægu viðhorfi er óbætanlega áfátt. Hlutlægnin er oft samsömuð vísindahyggju, en eins og Nagel segir annars staðar, þá er hlutlæga viðhorfið í rauninni »the view from nowhere«. Við verðum því að líta á mannvemna sem sjálfstýrandi, geð-eðlisrænt kerfi, sem auðkennt er af ferlum, sem geta verið eðlisræn, geðræn, geðvefræn og vefgeðræn. 7. Maðurinn sem sjálfráða vera. Sú hyggja, að mannveran sé flókið geð- eðlisrænt kerfi, útilokar samt ekki, að maðurinn geti verið sérstök gerð »vélar« með nokkra dularfulla eiginleika og gangi eins og allt annað inn í lokað orsakakerfi náttúrunnar og að þessi »vél« eigi sér engan frjálsan vilja. Þessarar skoðunar var t.d. heimspekingurinn Spinoza. En getum við samþykkt þetta viðhorf? I dag er siðfræði læknisfræðinnar álitin mikilvæg grein og við leggjum á það áherzlu, að við verðum að virða sjálfsforræði sjúklinganna og þessi hugsunargangur tjáir allt aðra afstöðu til mannsins en þá, sem við höfum rætt fram að þessu. Sjálfráða veran sem þeir hafa lýst, Sören Kierkegaard og Immanuel Kant, það er einstaklingur sem er sjálfsmeðvita, getur íhugað, gert áætlanir, tekið siðrænar ákvarðanir og hafst að óháð öðrum í samræmi við eigið val. Hegðun sjálfráðrar mannveru er ekki ákveðin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.