Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1990, Blaðsíða 59

Læknablaðið - 15.02.1990, Blaðsíða 59
LÆKNABLAÐIÐ 127 Það felst í því að hlýða því, sem Kant kallar skilyrðislausa boðið (kategorischer Imperativ) og það sem í því felst, má orða á ýmsa vegu. Ef til vill er einfaldast að nota þetta orðalag: Þér ber skylda til að gera öðrum mönnum það sem þú vilt að aðrir menn geri þér. Þetta er nú ekki orðalag Kants, heldur er það sótt í Fjallaræðuna, en það sýnir réttilega kröfuna um gagnkvæmnina, um jafnvægið milli skyldu og réttinda. Kant notar sjálfur annað orðalag. Hann setur hugsunina fram á þann hátt, að þær meginreglur, sem eru ástæða gerða okkar, ættu ávallt að geta verið almennt lögmál, en í rauninni er um sömu hugsun að ræða. Við verðum ávallt að breyta samkvæmt meginreglum, sem við getum einnig samþykkt að aðrir beiti. Ég vona að mér hafi tekist að leiða í ljós, að siðfrœði Kants er ekki siðfrœði réttlœtis, heldur hrein skyldusiðfrœði. Maðurinn er sjálfráða vera, hann hefir hæfni til þess að ákvarða sjálfur og þessi hæfni veldur því, að hann hefir skyldur gagnvart öðrum mönnum. Ég get því ekki fallist á fullyrðinguna í fyrsta svarinu. 2. Við eigum að hafa opinbert heilbrigðiskerfi, vegna þess að okkur ber að hjálpa þeim, sem eru í nauðum. Sé þessi meginregla grunnur heilbrigðiskerfisins, er um ölmusukerfi að ræða (almissesundhedsvæsen, charity health service). Þetta eru í raun þær aðstæður, sem eru að hluta í dag í Bandaríkjunum og ég skal nefna dæmi um það: í maí 1988 hittust bandarískir, evrópskir og ísraelskir læknar í bænum Appleton í fylkinu Wisconsin og að fundarhöldum loknum gáfu þeir út álit (Appleton Conseusus), sem nefnist: Intemational Guidelines for Decisions to forego Medical Treatment (sjá Læknablaðið 1989; 75: 303-11). í því eru margar skynsamlegar tillögur í þessum efnum, en auk þess er í einum þættinum fjallað um samfélagsfræði. Þar stendur: 1. »The principle of justice requires universal access to an acceptable minimum of basic health care«. 2. »What constitutes this acceptable decent minimum of basic health care will depend on the particular society’s general level of affluence and other priorities...« Þama finnst mér ölmusuviðhorfið vera vel orðað. Þeir fátæku eiga að fá »sómasamlegt lágmark grunnmeðferðar« og hvert þetta boðlega lágmark er, fer auðvitað eftir efnum hvers og eins. Ríkur maður-ríkt samfélag gefur stærri ölmusur, en það er auðvitað einnig háð öðrum forgangsefnum - »other priorities«, það er að segja því sem við annars getum eytt fjármununum í. Það er ekki ætlun mín að gagnrýna bandarískar aðstæður, en ég verð að leyfa mér að segja, að ógjaman vildi ég þurfa að horfa upp á þess konar heilbrigðiskerfi í heimalandi mínu, Danmörku. Þess vegna veldur það mér óþægindum, að lagt er til, að Appletonsamþykktin verði gerð að alþjóðlegum leiðbeiningum. Slíkar leiðbeiningar verða ávallt að vera tengdar viðkomandi menningu og því vil ég vara við því, að framandi siðrænir staðlar séu fluttir inn öllum að óvörum. 3. Þriðja svarið felur í sér, að við höfum gert með okkur samfélagssáttmála (social kontrakt) og sem hluta þessa sáttmála höfum við komið okkur upp félagsstofnun í opinbera heilbrigðiskerfinu. Við viljum, sem frjálsar, sjálfráða verur, eiga samstöðu um að mæta afleiðingum sjúkdóma. Takið eftir muninum. í ölmusukerfinu er um það að ræða, að sumt fólk hjálpar öðrum. Þeir sem meira mega sín ákveða að koma upp Medicare og Medicaid fyrir hina öldnu og þá snauðu. Heilbrigðiskerfi sem samfélagssáttmáli byggist hins vegar á því, að við hjálpum hvert öðru. Sjálft hugtakið, heilbrigðiskerfi byggt á sáttmála, fellur mjög vel að hugmynd heimspekingsins John Rawls um hið réttláta þjóðfélag. Orn Bjarnason hefir þegar rætt um Rawls (sjá Læknablaðið 1990; 76: 47- 59), þannig að ég vil aðeins leggja áherzlu á það, að fyrir Rawls er réttlœti æðsta siðfræðilega hugtakið á samfélagsstiginu. Réttlátu samfélagi verður komið frani, þegar frjálsir menn setjast að samningum og gera með sér samfélagssáttmála. Þeir skulbinda sig innan mynsturs, þar sem ekki hallast á um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.