Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.1990, Side 60

Læknablaðið - 15.02.1990, Side 60
128 LÆKNABLAÐIÐ réttindi og skyldur: Réttindi eru ekki eitthvað sem við höfum fengið frá náttúrunnar hendi eða frá Drottni vorum, heldur eru þau eitthvað sem við höfum veitt hvert öðru. Rawls lítur sjálfur svo á, að kenning hans sé frekari útfærsla mannhyggju Kants og mér finnst að við getum greint tengslin: Kant krafðist þess einnig, að jafnvægi væri í afstæði manna í millum og það er þetta jafnvægi sem er tjáning réttlætis. Á einum stað ber Rawls saman vísindakenningar og samfélagsstofnanir. Hann segir um vísindakenningar, að þær þurfi að uppfylla sannleikskröfu. Ef slík kenning reynist röng verður að hafna henni, burtséð frá því hversu hugstæð hún er á allan annan hátt. Á sama hátt ber að fordæma samfélagsstofnun, sé hún ekki réttlát, þó að hún virki vel að öllu öðru leyti. Þessi umræða hljómar ef til vill dálítið fræðilega, en ég held að það hafi hagnýtar afleiðingar, ef að við hugsum á þessum nótum. Ég skal reyna að varpa á þetta ljósi með dæmi úr siðfræðiumræðunni í Danmörku. Þar hafa menn, eins og víða annars staðar, rætt líffæraflutninga og skilmerki heiladauða og sumir háværir talsmenn takmarkandi stefnu hafa haldið því fram, að ekki sé umsvifalaust hægt að nýta sér líffæri heiladauðrar mannveru. í því felist einhvers konar rangindi gagnvart réttindum hins heiladauða. Þess vegna hafa þessir formælendur krafist þess, að hinn heiladauði hafi einhvem tímann áður gefið skriflega til kynna, að hann væri fús til að gefa líffæri sín við slíkar aðstæður. Þeir sem berjast fyrir þessu viðhorfi, einblína á réttindi hins heiladauða og þeir hafa ekki ljáð máls á því, að ræða um skylduna til að gefa líffæri. Þeir loka augunum fyrir þeirri afleiðingu þessarar afstöðu, að krafan hlýtur að leiða til þess, að jafnvægið milli eftirspumar og framboðs líffæra raskast óhjákvæmilega. Ég tel, að umræðan verði að eiga sér upphaf í því, að líffæraflutningar eru samfélagsiðja og að æðsta meginreglan fyrir slíka sýslan, sem og alla aðra samfélagsstarfsemi, hlýtur að vera jafnvægt réttlæti og ekki einungis réttindi einstaklinganna. Hefðu talsmenn takmarkananna hugsað á þennan hátt hefðu þeir getað stungið upp á því, að menn gætu snemma á ævi sinni gengið inn í samfélagssáttmála, sem næði til tveggja atriða: Samningsaðilar vilja í fyrsta lagi gjaman, að í þá verði grædd líffæri úr heiladauðri mannveru, gerist þess þörf og í öðru lagi vilja þeir gjaman gefa líffæri sín, verði þeir fyrir áfalli, sem leiðir til þess að heili þeirra eyðileggst. Þá væri komið jafnvægi á hlutina. Þeir sem ganga í slíkan »líffæraflutningaklúbb« eiga þá rétt á að fá líffæri, þegar þörf gerist og í staðinn viðurkenna þeir rétt annarra til að kalla eftir líffærum, þegar líkt stendur á fyrir þeim. Sjálfur aðhyllist ég það, að komið verði á kerfi með minni takmörkunum, en það mikilvægasta er, að hvemig svo sem það nú verður, þá verði kerfið byggt á meginreglunni um réttlæti. Annað dæmi get ég nefnt, en það eru klínískar rannsóknir, sérlega stýrðar meðferðarprófanir, sem einnig geta talizt gagnleg samfélagsiðja. Einnig í þessu tilviki einblínum við á réttindi sjúklinganna eins og siðfræði rannsókna eigi ekki að fjalla um neitt annað, en rétt sjúklinganna til þess að taka ekki þátt í rannsókninni og til þess að draga sig út úr prófuninni hvenær sem er. Ég vildi gjaman að okkur tækist að víkka sjónarhomið. I stýrðum meðferðarprófunum eru að minnsta kosti þrenns konar þátttakendur, sjúklingamir, læknamir og oft lyfjaiðnaðurinn og sé þessu gaumur gefinn, mun einnig hér birtast mynstur, með réttindum og skyldum, sem eiga að haldast í jafnvægi. Ég er að sjálfsögðu ekki þeirrar skoðunar, að misvirða eigi sjálfsákvörðunarrétt sjúklinganna, en öll umræðan yrði miklu blæbrigðaríkari, takist okkur að sjá vandamálin í dýpri vídd. Ég hefi staðhæft, að á Norðurlöndunum sé opinbert heilbrigðiskerfi byggt á samfélagssáttmála og að einnig sé fyrir hendi skilmerkileg ósk um gagnkvæma samheldni, til dæmis þegar um sjúkdómsmeðferð er að ræða. Þetta held ég að sé staðreynd. Ef við til dæmis lítum til Danmerkur, þá er enginn stjómmálaflokkur andvígur opinbera heilbrigðiskerfinu og ég trúi því raunar, að íhaldsmaður og vinstrisósíalisti taki því sem sjálfgefnu, að mikilvægur borgari og allsendis óþekktur einstaklingur eigi að fá sama lyfið og að sams konar aðgerð verði gerð á þeim,

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.