Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1990, Síða 62

Læknablaðið - 15.02.1990, Síða 62
130 LÆKNABLAÐIÐ Hugsanaferillinn er sá, að gjaldið fyrir það sem við aðhöfumst, til dæmis ávísun lyfs eða skurðaðgerð, er þegar allt kemur til alls ekki í krónum og aurum, heldur það sem við hefðum ella getað fengið fyrir peningana innan fastra fjárlaga. Við getum yfirfært þessa hugsun á daglega búsýslu mína. Ég vildi gjaman eignast annan bfl og ég get sagt ykkur upp á krónu hvert verðið er. En það verð eða sá kostnaður, sem einhverja þýðingu hafa, eru þau gæði, sem ég yrði að afsala mér, ef ég keypti bflinn. Eiginlegt verð er sá skortur, sem ég yrði að þola á öðrum sviðum, verðið eru glötuð tœkifœri (the lost opportunities), þar af opportunity cost. Verðið er það sem ég fæ, ef ég nýti peningana eins vel og hægt er og því er hér um valnytsemihyggju að ræða. Þetta var kynning á nokkrum hagfræðilegum hugtökum, en í rauninni hef ég verið að tala um siðfræði. því að í rauninni er enginn munur á hagfræðilegri hugsun og nytjahyggjuhugsun. Hugsanaferillinn er sá sami: Hagfræðingamir em sammála nytjahyggjusinnunum um það, að athafnir okkar eigi að ákvarðast af afleiðingunum. Þrátt fyrir það, að þeir reikni oft í krónum og aurum, þá er í rauninni, þegar allt er til róta rakið, verið að ræða um mat á gildum. Nytjahyggjusinnar og hagfræðingar taka ekki beint mið af réttindum og skyldum í útreikningum sínum, en þrátt fyrir það get ég alveg fallist á hagfræðilega íhugun í heilbrigðiskerfinu. Mér finnst, að það liggi í hugtakinu réttlæti, að okkur beri að nýta takmörkuð úrræðin sem bezt í þágu allra eða eins og sagt hefir verið í Bretlandi, þá skal »everybody have a fair share of the national health cake«. Ég get orðað þetta meira í anda heimspekinnar. Ég tel ekki eins og hagfræðingamir, að nytjahyggjuhugsunin fái staðizt ein sér, en ég get fallizt á hana, þar sem hægt er að tengja hana skyldusiðfræði út frá meginreglunni um réttlæti. Ég tel einnig, að samfélagsviðhorfin eigi að fá verulegt hlutverk, þegar við fjöllum um siðfræði á einstaklingsstiginu, þegar læknirinn í starfi sínu stendur frammi fyrir því, að ákveða hvað sé bezt fyrir hvem einstakan sjúkling, Læknirinn getur hins vegar ekki látið þar við sitja. Hann verður að taka upp reglunytsemihyggju, það er að segja, hann verður að huga að almennum afleiðingum þess, að allir læknar brygðust við, á sama hátt og hann við sömu aðstæður. Við hugsuðum til dæmis á þessa leið, þegar við þurftum að ákveða á sjúkradeildinni hvort við ættum að nota símetidín eða ranitidín við meðferð sjúklinga með ætissár. Við teljum, að ranitidín sé örlítið betra, en það er verulega dýrara og eftir rækilegar umræður ákváðum við að nota símetidín venjulega. Við komumst nefnilega að þeirri niðurstöðu, að ávinningur sjúklinganna af því að fá ranitidín, yrði mjög lítill og aukaútgjöldin svo mikil, að peningamir væru betur komnir annars staðar í heilbrigðiskerfinu. Nú er sjálfsagt einhver sem spyr, hvemig getum við leyft okkur að hugsa þannig, í stað þess að gera bara það bezta fyrir hvem og einn sjúklinga okkar. Þessu svara ég með því að vísa í samfélagssáttmálann. Fólkið hefir í Alþingiskosningum gefið til kynna, að það vilji hafa opinbert heilbrigðiskerfi og þetta leiðir rökrétt af því, að þeir sem innan heilbrigðiskerfisins starfa, eru skuldbundnir til að tryggja eftir beztu getu réttláta útdeilingu takmarkaðra úrræða. Ég er nú kominn að leiðarlokum og ég vona að ykkur hafi ekki þótt erindið of fræðilegt. Ekki veit ég hver umræða hefir verið hér á landi um siðfræðileg málefni, en í Danmörku að minnsta kosti, hefir mikið af umræðunni um samfélags-siðfræðileg vandamál farið fram á óhemju lágu þrepi. Mér þótti því vera við hæfi, að skýra nokkur hugtök og draga upp fræðileg mörk, sem síðan mætti nota í umræðunni um hlutstæð málefni. (Orn Bjarnason íslenzkaði)

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.