Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.1990, Qupperneq 5

Læknablaðið - 15.03.1990, Qupperneq 5
LÆKNABLAÐIÐ 1990; 76: 131-6 131 Jón Hrafnkelsson 1,2), Helgi Sigvaldason 2), Hrafn Tulinius 2), Þórarinn Sveinsson 1) KRABBAMEINSÁHÆTTA HJÁ BÖRNUM SEM FENGU GEISLAMEÐFERÐ VEGNA GÓÐKYNJA SJÚKDÓMA FYRIR 1950 INNGANGUR Skjaldkirtilskrabbamein hefur nokkra sérstöðu á íslandi vegna þess hversu algengur sjúkdómurinn er hér á landi. I nýútkominni bók um nýgengi krabbameina sést að nýgengi þessa sjúkdóms er hæst á Islandi af Evrópulöndunum og með því hæsta sem gerist í heiminum (1). Um orsakir skjaldkirtilskrabbameins er lítið vitað en þeir þættir sem best eru þekktir eru jónandi geislun, erfðir, saga um góðkynja sjúkdóma í skjaldkirtli og joðmagn í fæðu (2). Þessi athugun beinist að því að athuga hvort geislameðferð vegna góðkynja sjúkdóma meðal barna á fyrri hluta þessarar aldar geti skýrt háa tíðni skjaldkirtilskrabbameins á íslandi. Skjaldkirtill er eitt af næmustu líffærum líkamans fyrir geislun hvað varðar myndun krabbameina (3). Skjaldkirtill meðal bama og unglinga er álitinn vera næmari fyrir jónandi geislun en skjaldkirtill í fullorðnum og hefur verið talað um að þetta megi rekja til meiri vaxtarhraða kirtilsins á bams- og unglingsárum en síðar á æfinni (4). Börn sem fengu geislun t.d. vegna sveppasýkinga í hársverði (5) eða stækkaðs hóstarkirtils (6) voru í aukinni áhættu að fá skjaldkirtilskrabbamein. Eftir kjamorkusprengjuárásirnar á Nagasaki og Hirosima fannst aukin tíðni skjaldkirtilskrabbameins hjá einstaklingum sem urðu fyrir geislun (7). Rannsóknir hafa sýnt að fleiri æxlistegundir en skjaldkirtilskrabbamein geta orsakast vegna jónandi geislunar. Meðal annars hefur verið sýnt fram á að æxli í heila og taugavef (8) Frá Krabbameinslækningadeild Landspitala 1) og Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands. Barst 09/02/1989. Samþykkt 12/10/1989. ásamt æxlum í húð og munnvatnskirtlum (9) eru algengari meðal einstaklinga, sem fengu meðferð með jónandi geislun á barnsaldri en annarra. Geislameðferð til lækninga hefur verið beitt hér á landi frá 1914. Fyrsta röntgentækið var pantað til Islands ári áður og var það bæði notað til greiningar og meðferðar (10). Gunnlaugur Claessen var fyrsti yfirmaður Röntgenstofnunarinnar. Helstu sjúkdómarnir sem reynt var að lækna með geislum fyrst eftir að byrjað var að nota þessa meðferð voru eksem og sveppasýkingar í húð, útvortis berklar, sýkingar í hára- og svitakirtlum, og keppur (struma) svo eitthvað sé nefnt (10). Mikill meirihluti þeirra, sem fengu geislameðferð, voru fullorðnir einstaklingar, en þó var nokkuð um að böm fengu slíka meðferð. Verulega hefur dregið úr notkun geislameðferðar við góðkynja sjúkdóma. Fljótlega hófst einnig meðferð á illkynja æxlum með geislun og er sú meðferð nú einn af homsteinum meðferðar við krabbameini. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Upplýsingar um geislameðferð er að finna í gömlum sjúkraskrám Röntgenstofnunarinnar, síðar Röntgendeildar og nú Krabbameinslækningadeildar Landspítalans. Farið var yfir skrár allra bama 15 ára og yngri, sern höfðu fengið meðferð vegna sveppasýkinga í hársverði (geitur) á árunum 1920 til 1950. Þessi hópur (hópur I) er tekinn sérstaklega, þar sem þetta var algengasti sjúkdómurinn, sem var meðhöndlaður hjá bömum og öll fengu þau sams konar geislameðferð. Skýrslurnar gáfu til kynna nafn einstaklingsins og hversu gamall hann var þegar meðferðin fór fram. Einnig var þar að finna fjölda og magn geislana. Fæðingardagur

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.