Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1990, Blaðsíða 52

Læknablaðið - 15.03.1990, Blaðsíða 52
172 LÆKNABLAÐIÐ að lagningu vatnsveitu Reykjavíkur en Guðmundur Bjömsson, þó ekki ætti hann frumkvæði að lokun Móakotslindar. Það skiftir kannske litlu 1989 hver mokaði ofan í þennan pytt 1906. En nú er mikill siður að vitna í Ara og hafa það sem sem satt er. 04.10.1989 Bjami Jónsson, dr. med. SVAR VIÐ BRÉFITIL BLAÐSINS Þakkir fyrir tækifærið til að koma fram skýringum við athugasemd sem dr. Bjami Jónsson hefur gert við sagnfræðilegt atriði í ritgerð minni, er birtist í 7. tbl. Læknablaðsins 1989, og varðar aðdraganda vatnsveitunnar í Reykjavík. Fyrst er þar til að taka, að umræddri málsgrein var ætlað að minna á að læknavísindin búa oft yfir þeirri þekkingu og þeim aðferðum, sem duga til að sannfæra efagjama um að samband sé að ræða milli heilsufars fólks og gæða umhverfisþátta (hér drykkjarvatns). Þegar ég athuga heimildir mínar betur (sem ég vitnaði í eftir minni), sé ég að mér hafa orðið á þau mistök að segja að það hafi verið Guðmundur Bjömsson sem gerði kortið, sem sannfærði menn um að taugaveikifaraldurinn haustið 1906 ætti rætur að rekja til vatnsins í Móakotslind. Það var Matthías Einarsson sem gerði kortið og biðst ég velvirðingar á þessum mistökum. Hitt er aftur á móti ljóst að Guðmundur Bjömsson var ámm saman helsti baráttumaðurinn fyrir því að vatnsveitan yrði lögð. Knud Zimsen segir svo frá þessu í bókinni »Ur bæ í borg« í kaflanum Eldheitur talsmaður vatnsmálsins: »Þessi maður var Guðmundur Bjömsson þáverandi héraðslæknir. Barátta hans stóð sleitulaust þau sex ár sem hann var í bæjarstjóm« (bls. 84). Bjama Jónssyni virðist nokkuð í mun að gera lítið úr tregðu í bæjarstjóminni í framgangi vatnsmálsins og nefnir þar til að Knud minnist ekki á það í bók sinni að bæjarstjóri legðist gegn lokun Móakotslindar haustið 1906. Þetta er þó ekki að undra því þegar hér var komið sögu, var komið að lokaþættinum í baráttunni fyrir vatnsveitunni og tengslin sem kortið benti á að upptök taugaveikinnar mætti rekja til slæms vatns í Móakotslind átti stóran þátt í að sannfæra efasemdarmenn. Þó ég ætli alls ekki að blanda mér í túlkanir á hlut einstakra lækna í þeim þætti sögu læknavísinda á Islandi, sem baráttan við taugaveikina var (starfssvið og viðfangsefni mitt í ritgerðinni er skipulagsfræði), vil ég þó benda á að Knud Zimsen bregður upp jákvæðari mynd af skilningi Guðmundar á taugaveikimálinu en Matthías gerir í tilvitnuninni sem Bjami birtir í bréfi sínu. Hik Guðmundar í Móakotsmálinu virðist tengjast óvissu um smitleið, í þessu tilfelli: jarðefni eða vatn - en bendingu kortsins á þessa lind dró hann ekki í efa eftir að hún var komin fram. I fyrirlestri Guðmundar í Iðnó árið 1903 kemur fram að hann skildi vel að brunnamir voru varasamir. Hann segir t.d. »...erfitt (er) að búa svo um brunnana að vatnið spillist ekki og sóttkveikjur komist í það« (K.Z. bls. 91), enda lét hann loka vatnsbóli sem héraðslæknir í Reykjavík, og eftir lokun Móakotslindar var vatnsbólunum lokað einu af öðm enda var heilnæma vatnið nú að koma til bæjarins, fyrir baráttu Guðmundar, öðrum mönnum fremur. Knud Zimsen fer mjög viðurkennandi orðum um framgöngu Guðmundar í vatnsmálinu í endurminningum sínum. Hann endursegir rökfærslu hans á bls. 86: »Litlu vatni fylgir óþrifnaður. Vondu vatni fylgja sjúkdómar.... Þess vegna er taugaveiki, magasjúkdómur og ýmsir aðrir kvillar landlægir í höfuðstaðnum... Slíkur var boðskapur Guðmundar Bjömssonar, þessi var mergurinn í ræðum hans og skrifum um vatnið«. Með þökk fyrir birtinguna, Trausti Valsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.