Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1990, Blaðsíða 49

Læknablaðið - 15.03.1990, Blaðsíða 49
LÆKNABLAÐIÐ 169 nokkum tíma verður unnt að uppræta þessi óþrif hér á landi. Nú er mér kunnugt um að kollegar á Norðurlöndunum hafa sýnu meiri áhyggjur af þróun þessara nrála en við höfum hér á landi. Kvakl og kukl ríður þar húsum í stórum vaxandi mæli. Svo er að sjá sem yfirvöldum í að minnsta kosti sumum Norðurlandanna standi mest á sama. Þar er þetta kallað »alternativ medicin«, þýtt á íslensku ýmist sem vallækningar eða hjálækningar. Nú fyrir skömmu skilaði nefnd nokkur í Svíþjóð áliti um »altemativ medicin« og leggur til að þeim sem fást vilja við þetta fyrirbæri verði gert skylt að sækja eins árs nám í því og verði að loknu prófi skráðir hjá heilbrigðisyfirvöldum og fái þar með leyfi til að stunda þetta kukl. Forsendan fyrir þessari niðurstöðu er sú að betra sé að hafa þessa starfsemi á hreinu og að kvaklarar hafi til að bera nokkra lágmarks vitneskju sem meðal annars á að gera þá færari um að meta hvort viðskiptavinir þeirra ættu frernur að leita til læknis en þeirra. Þó verði lærðum kvaklurum takmörk sett: Þeir mega ekki meðhöndla börn yngri en þriggja ára, ólærðir kvaklarar reyndar ekki börn yngri en 15 ára. Þá mega þeir ekki fást við fólk með alvarlega sjúkdóma eins og krabbamein, innkirtlasjúkdóma og geðsjúkdóma, nema því aðeins að sjúklingurinn hah áður haft samband við lækni. Alls ekki mega þeir fást við vanfærar konur. Læknir á að fá vitneskju um ef sjúklingur hans fer til kvaklara og mega þeir ekki breyta fyrirmælum læknis. Þeir verða ennfremur að skrá nteðferð sína og verða að kaupa sér tryggingu fyrir skaðabótakröfum. Það er með öðrum orðum gert ráð fyrir því að fólk eigi frjálst val í þessum efnum eins og öðrum. menn séu sjálfráða hvemig þeir eyða peningum sínum og eigi það við sjálfa sig ef illa tekst til. Þetta er borið saman við það að fólki er ekki meinað að iðka hættulegar íþróttir. Komið hafa fram neikvæðar umsagnir um þetta sænska nefndarálit, þó ekki beint frávísandi, sérstaklega frá læknafélögunum og einnig frá heilbrigðisyfirvöldum. Einnig hefur verið bent á að réttara væri að neytendasamtökin skrái kuklara en ekki heilbrigðisyfirvöld því að hér sé fyrst og fremst um neytendamál að ræða. Vera má að hið foma sannist á ný, að enginn má við margnum, og að til þess geti dregið hér á landi að kvakl og kukl verði leyfð starfsemi, að tekinn verði á ný upp sá háttur að veita mönnum eins konar takmarkað lækningaleyfi. Víst er að læknar sætta sig ekki við þá þróun. Vegna þekkingar þeirra á eðli sjúkdóma, gangi þeirra, meðferðarmöguleikum og horfum munu þeir draga í efa réttmæti sjálfsvals í þessum efnum, hvað sem líður viðurkenndu frelsi manna til að taka eigin ákvarðanir og eiga frjálst val og lifa því lífi sem þeir kjósa. Það eru læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk sem verður vart við skaðlegar afleiðingar af kvakli og kukli. Það eru afleiðingarnar sem skipta mestu máli og stórum meira en sú staðreynd að þarna er almenningur hafður að féþúfu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.